Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

Börðust í gegnum vindinn

Fá­ir voru á ferli í Reykja­vík í dag á með­an rauð við­vör­un var við gildi. Þó voru nokkr­ir sem ákváðu að berj­ast í gegn­um vind­inn, á göngu með hund­inn, hlaup­um eða í skoð­un­ar­ferð niðri við sjó. Ljós­mynd­ari Heim­ild­ar­inn­ar fang­aði augna­blik­in.

Börðust í gegnum vindinn

Hærri vindhraði hefur ekki mælst á Veðurstofureitum síðan 7. febrúar 2022 en í dag, þegar vindhviður hafa náð hátt í 60 m/s á Fróðárheiði á Snæfellsnesi. Aðeins tvisvar hafa vindhviður mælst hærri á Fróðárheiði á þessari öld, árin 2015 og 2008. 

Á höfuðborgarsvæðinu náði veðrið hámarki um klukkan 18 og voru hviður víða á milli 30 til 35 m/s. Óveðrinu hafa fylgt þrumur og eldingar.

Í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að viðbragðsaðilar hafi sinnt fjölmörgum verkefnum á höfuðborgarsvæðinu í dag, þar sem rauð viðvörun var í gildi til klukkan 19. Appelsínugul viðvörun verður síðan í gildi fram að miðnætti. Lögreglan hvetur fólk því til að halda sig heima.

Síðdegis hafi lítil umferð verið á höfðuborgarsvæðinu og flestir fylgt fyrirmælum um að vera ekki á ferli. Verkefni dagsins hafa að mestu snúið að lausamunum sem hafa fokið, auk þess sem vatnstjón varð þegar flæddi inn í hús. Alls hafa útköllin verið á annað hundrað og nýtur lögregla og slökkvilið aðstoðar Slysavarnarfélagsins Landsbjargar. 

Enn að hvessa fyrir austan

Veðrið gengur yfir landið á mismunandi tíma með mismiklum áhrifum. Sem stendur er veðrið byrjað að ganga niður vestast á landinu, þótt enn sé að hvessa fyrir austan. 

Tilkynna þarf komu barns

Aðgerðarstjórn höfuðborgarsvæðisins hefur sent frá sér tilkynningu um að rauð viðvörun verði einnig í gildi frá klukkan 8 til 13 á morgun, fimmtudag. Fólk er því hvatt til að halda sig heima á meðan óveðrið gengur yfir og vera ekki á ferðinni ef nauðsyn ber ekki til. Röskun verður á skólastarfi og lágmarksmönnun verður í grunn- og leikskólum. Tilkynna þarf komu barns með tölvupósti til skólastjórnenda. 

Biðja fólk um að fylgjast með

Almannavarnir hafa hvatt fólk til að fylgjast með á vef Veðurstofunnar http://www.vedur.is.  Eins er bent á að hægt sé að fylgjast með færð á vegum á  vef Vegagerðarinnar http://www.umferdin.is.

    Kjósa
    8
    Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

    Athugasemdir

    Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
    Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

    Mest lesið

    „Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
    3
    ÚttektTýndu strákarnir

    „Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

    Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
    „Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
    4
    ÚttektTýndu strákarnir

    „Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

    „Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“
    Baðstaður veldur klofningi í Önundarfirði
    5
    InnlentFerðamannalandið Ísland

    Bað­stað­ur veld­ur klofn­ingi í Ön­und­ar­firði

    Halla Signý Kristjáns­dótt­ir, fyrr­um þing­mað­ur, seg­ir bað­stað við Holts­fjöru munu hafa áhrif á fugla­líf og frið­sæld svæð­is­ins. Baðlón séu fal­leg en dýr: „Er það sem okk­ur vant­ar, alls stað­ar?“ Fram­kvæmdarað­ili seg­ir að bað­stað­ur­inn verði lít­ill og að til­lit hafi ver­ið tek­ið til at­huga­semda í um­sagn­ar­ferli.

    Mest lesið

    Mest lesið í vikunni

    Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
    1
    Úttekt

    Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

    Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
    „Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
    2
    Stjórnmál

    „Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

    Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
    „Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
    6
    ÚttektTýndu strákarnir

    „Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

    Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

    Mest lesið í mánuðinum

    Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
    3
    Úttekt

    Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

    Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
    „Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
    6
    Stjórnmál

    „Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

    Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

    Mest lesið í mánuðinum

    Nýtt efni

    Mest lesið undanfarið ár