Þessi grein birtist fyrir rúmlega 4 mánuðum.

Hvítlaukur sem náttúrulegt lyf

Hvít­lauk­ur hef­ur ver­ið not­að­ur til mat­ar og lækn­inga í þús­und­ir ára, eða allt frá Forn-Egypt­um og keis­ur­un­um í Kína. Það var Hipp­ó­kra­tes, fað­ir lækn­is­fræð­inn­ar, sem skil­greindi hvít­lauk­inn sem lyf og Arist­óteles gerði það einnig. Lou­is Paste­ur, franski ör­veru­fræð­ing­ur­inn, veitti sýkla­drep­andi verk­un hvít­lauks­ins at­hygli á miðri 19. öld og í heims­styrj­öld­inni fyrri var hvít­lauk­ur not­að­ur til að bakt­erí­ur kæm­ust ekki í sár. Enn þann dag í dag not­ar fólk hvít­lauk gegn kvefi, háls­bólgu og flensu og jafn­vel há­um blóð­þrýst­ingi.

Hvítlaukur sem náttúrulegt lyf
Hvítlaukur Hrár hvítlaukur er sagður varðveita læknandi efni betur en eldaður. Alliín er helsta virka efnið í hvítlauk en það breytist í allisín í líkamanum þegar fersks hvítlauks er neytt Mynd: Pexels

Hvítlaukur er af plöntu sem nefnist allium sativum og tilheyrir plöntum af allium genus-ættkvíslinni eins og fleiri lauktegundir, þ. á m. skalotlaukur, vorlaukur, gulur laukur og blaðlaukur, en sumar tegundirnar hafa læknandi eiginleika líkt og hvítlaukurinn. Í seinni tíð hafa efni í plöntunni allium sativum verið notuð gegn hjarta- og æðasjúkdómum, sykursýki og jafnvel krabbameini, en plantan inniheldur bólgueyðandi og bakteríudrepandi efni, auk andoxunarefna. 

Góð áhrif á hjarta- og æðasjúkdóma

Trú manna á lækningamátt hvítlauks í vestrænum löndum hefur vakið athygli vísindamanna og áhuga á að rannsaka læknandi áhrif hans. Þúsundir rannsókna hafa verið gerðar á mönnum og dýrum til að kanna áhrif hvítlauks á heilsu fólks. Ýmsar rannsóknir hafa leitt í ljós að hvítlaukur hefur fyrirbyggjandi áhrif á ýmsa áhættuþætti hjarta- og æðasjúkdóma en hann er talinn veita vörn gegn æðakölkun, lækka blóðþrýsting og kólesteról og draga úr líkum á hjartaáfalli.

Hrár hvítlaukur er sagður varðveita læknandi efni betur …

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
2
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár