Hvernig mótast lýðræðið í landi sem er að öðlast sjálfstjórn? Áður en það verður fullvalda og síðar sjálfstætt lýðveldi? Þetta eru áleitnar spurningar – bæði til að skilja forsendur þess að við sjálf urðum sjálfstæð þjóð og til að átta okkur á stöðu okkar í heiminum.
Sagan er gagnleg til að reyna að skilja hvernig tekist hefur til. Það verður enn brýnna nú þegar næstum fimmtungur íbúa, er fæddur annars staðar, fær ekki að kjósa fulltrúa til Alþingis. Þá virðist framkvæmd kosninga og meðferð atkvæðaseðla ítrekað setja upphaf Alþingis í uppnám. Auk þess sem stofnun, rekstur og þrot stjórnmálaflokka eru í deiglunni. Lýðræðið er í stöðugri endurmótun.
Lýðræðislegt og sögulegt samhengi
Bregðum okkur aftur um 150 ár. Hrafnkell Lárusson, höfundur bókarinnar Lýðræði í mótun, byggir hana á doktorsritgerð sinni frá árinu 2021 í sagnfræði við Háskóla Íslands, en bókin …
Athugasemdir