Þessi grein birtist fyrir rúmlega 5 mánuðum.

Týndu Nike-skórnir og afsökunarbeiðni ráðherra

Fé­lags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra hringdi í skóla­meist­ara í fram­halds­skóla barna­barns síns eft­ir að skóp­ar þess týnd­ist. Hún hef­ur nú beðist af­sök­un­ar á af­skipt­um sín­um.

Týndu Nike-skórnir og afsökunarbeiðni ráðherra
Félagsmálaráðherra Inga Sæland hafnar því að hafa minnst á stöðu sína í símtalinu. Mynd: Golli

Í gær greindi Vísir.is frá því að Inga Sæland hefði hellt sér yfir skólameistara Borgarholtsskóla fyrr í þessum mánuði. Tilefnið hafi verið að að barnabarn hennar, sem stundar nám við skólann, hefði týnt skópari.

Fréttin vakti mikla athygli, sögur af símtalinu virtust hafa verið á margra vitorði umræddum skóla. Samkvæmt mbl.is upplýsti skólameistarinn tugi starfsmanna um efni símtalsins við ráðherrann.

Inga hefði minnst á áhrif sín

Í Borgarholtsskóla má ekki ganga í skóm innandyra sem varð til þess að barnabarn félags- og húsnæðismálaráðherra týndi svörtum strigaskóm af merkinu Nike á göngunum. 

Vegna þess að illa gekk að finna skóna hringdi Inga í Ársæl Guðmundsson, skólastjóra Borgarholtsskóla. Samkvæmt heimildum Vísis lét Inga í ljós óánægju sína með það að skórnir hefðu ekki fundist og sagðist hafa ítök í lögreglunni. Þá hafa skapast háværar umræður um hvort Inga hafi þarna verið að fara á skjön við siðareglur ráðherra.

Ársæll neitaði að upplýsa fjölmiðla um efnistök símtalsins þegar eftir því var leitað og bar fyrir sig hann væri bundinn trúnaði. Hann staðfesti þó að það hefði átt sér stað. Svörtu Nike-skórnir fundust síðan fáeinum dögum eftir að þeir týndust. 

„Ég biðst afsökunar á því að hafa tekið þessa hvatvísu ákvörðun“
Inga Sæland

Kynnti sig ekki sem ráðherra og bar fyrir sig fljótfærni

Inga neitaði að ræða við fjölmiðla um málið í gær, eða hreinlega svaraði ekki síma, en svaraði fyrir sig að loknum fundi ríkisstjórnarinnar fyrr í dag. Þar staðfesti hún að símtalið hefði sér átt stað snemma í janúar og sagði það hafa verið í góðri trú. „Ég var að hringja sem Inga amma,“ sagði Inga og tók fram að hún hefði ekki kynnt sig sem ráðherra, hún væri varla búin að átta sig á því að hún væri slíkur sjálf. 

„Ég hringdi í þennan góða mann sem amma, amman sem ég er, svona ekki alveg orðin meðvituð að ég væri orðin ráðherra. Ég átta mig náttúrulega á því að skyldur mínar eru ansi mikið öðruvísi nú en þær voru þá, þrátt fyrir að ég ætli að reyna að vera sem mest af Ingu, sem kostur er, þótt svo að hún sé ráðherra, þá hefði amman átt að telja kannski upp á 86 áður en hún tók upp símann.“

Inga hafnaði því að hún hefði minnst á sambönd sín við lögregluna eða áhrif sín í samfélaginu í símtalinu en tók undir að hún hefði verið ákveðin, eins og hún eigi að sér að vera. „Ég biðst afsökunar á því að hafa tekið þessa hvatvísu ákvörðun. Ég mun vanda mig betur og finnst miður að hafa misstigið mig svona snemma í ferlinum.“

Kjósa
19
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • MS
    Michael Schulz skrifaði
    Wasn't it all about good intentions that led to an error of judgement, an innocent mistake? Can t6he same be said about all "Teflon characters" in politics?
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
4
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár