Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Týndu Nike-skórnir og afsökunarbeiðni ráðherra

Fé­lags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra hringdi í skóla­meist­ara í fram­halds­skóla barna­barns síns eft­ir að skóp­ar þess týnd­ist. Hún hef­ur nú beðist af­sök­un­ar á af­skipt­um sín­um.

Týndu Nike-skórnir og afsökunarbeiðni ráðherra
Félagsmálaráðherra Inga Sæland hafnar því að hafa minnst á stöðu sína í símtalinu. Mynd: Golli

Í gær greindi Vísir.is frá því að Inga Sæland hefði hellt sér yfir skólameistara Borgarholtsskóla fyrr í þessum mánuði. Tilefnið hafi verið að að barnabarn hennar, sem stundar nám við skólann, hefði týnt skópari.

Fréttin vakti mikla athygli, sögur af símtalinu virtust hafa verið á margra vitorði umræddum skóla. Samkvæmt mbl.is upplýsti skólameistarinn tugi starfsmanna um efni símtalsins við ráðherrann.

Inga hefði minnst á áhrif sín

Í Borgarholtsskóla má ekki ganga í skóm innandyra sem varð til þess að barnabarn félags- og húsnæðismálaráðherra týndi svörtum strigaskóm af merkinu Nike á göngunum. 

Vegna þess að illa gekk að finna skóna hringdi Inga í Ársæl Guðmundsson, skólastjóra Borgarholtsskóla. Samkvæmt heimildum Vísis lét Inga í ljós óánægju sína með það að skórnir hefðu ekki fundist og sagðist hafa ítök í lögreglunni. Þá hafa skapast háværar umræður um hvort Inga hafi þarna verið að fara á skjön við siðareglur ráðherra.

Ársæll neitaði að upplýsa fjölmiðla um efnistök símtalsins þegar eftir því var leitað og bar fyrir sig hann væri bundinn trúnaði. Hann staðfesti þó að það hefði átt sér stað. Svörtu Nike-skórnir fundust síðan fáeinum dögum eftir að þeir týndust. 

„Ég biðst afsökunar á því að hafa tekið þessa hvatvísu ákvörðun“
Inga Sæland

Kynnti sig ekki sem ráðherra og bar fyrir sig fljótfærni

Inga neitaði að ræða við fjölmiðla um málið í gær, eða hreinlega svaraði ekki síma, en svaraði fyrir sig að loknum fundi ríkisstjórnarinnar fyrr í dag. Þar staðfesti hún að símtalið hefði sér átt stað snemma í janúar og sagði það hafa verið í góðri trú. „Ég var að hringja sem Inga amma,“ sagði Inga og tók fram að hún hefði ekki kynnt sig sem ráðherra, hún væri varla búin að átta sig á því að hún væri slíkur sjálf. 

„Ég hringdi í þennan góða mann sem amma, amman sem ég er, svona ekki alveg orðin meðvituð að ég væri orðin ráðherra. Ég átta mig náttúrulega á því að skyldur mínar eru ansi mikið öðruvísi nú en þær voru þá, þrátt fyrir að ég ætli að reyna að vera sem mest af Ingu, sem kostur er, þótt svo að hún sé ráðherra, þá hefði amman átt að telja kannski upp á 86 áður en hún tók upp símann.“

Inga hafnaði því að hún hefði minnst á sambönd sín við lögregluna eða áhrif sín í samfélaginu í símtalinu en tók undir að hún hefði verið ákveðin, eins og hún eigi að sér að vera. „Ég biðst afsökunar á því að hafa tekið þessa hvatvísu ákvörðun. Ég mun vanda mig betur og finnst miður að hafa misstigið mig svona snemma í ferlinum.“

Kjósa
19
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • MS
    Michael Schulz skrifaði
    Wasn't it all about good intentions that led to an error of judgement, an innocent mistake? Can t6he same be said about all "Teflon characters" in politics?
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Síðasta hálmstráið að vinna á leikskóla — en dýrmætt
1
FréttirÍ leikskóla er álag

Síð­asta hálmstrá­ið að vinna á leik­skóla — en dýr­mætt

Vil­hjálm­ur Þór Svans­son, lög­fræð­ing­ur og starfs­mað­ur á leik­skól­an­um Nóa­borg, bjóst ekki við að hefja störf á leik­skóla til að koma dótt­ur sinni að á leik­skóla. Hann seg­ir það hollt fyr­ir for­eldra að stíga að­eins út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann og dýr­mætt að fylgj­ast með dætr­um sín­um vaxa og dafna í leik­skóla­starf­inu.
Leitar að framtíðarstarfsfólki á leikskóla:  „Við erum alltaf að gefa afslátt“
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Leit­ar að fram­tíð­ar­starfs­fólki á leik­skóla: „Við er­um alltaf að gefa af­slátt“

Hall­dóra Guð­munds­dótt­ir, leik­skóla­stjóri á Drafnar­steini, seg­ir það enga töfra­lausn að for­eldr­ar ráði sig tíma­bund­ið til starfa á leik­skól­um til að tryggja börn­um sín­um leik­skóla­pláss. Þetta sé hins veg­ar úr­ræði sem hafi ver­ið lengi til stað­ar en hef­ur færst í auk­ana síð­ustu ár. Far­fugl­arn­ir mega ekki verða fleiri en stað­fugl­arn­ir.
Eini Íslendingurinn til að hlaupa maraþon með tvö ígrædd líffæri
5
Viðtal

Eini Ís­lend­ing­ur­inn til að hlaupa mara­þon með tvö ígrædd líf­færi

Kári Guð­munds­son fékk grætt í sig nýra og bris fyr­ir átta ár­um. Hann er eini Ís­lend­ing­ur­inn sem hef­ur feng­ið tvö líf­færi og náð að hlaupa heilt og hálf mara­þon eft­ir líf­færaígræðsl­una og það oft­ar en einu sinni. Kári hafði í raun mjög lít­ið hreyft sig í gegn­um ár­in en nú hleyp­ur hann og lyft­ir til að fá auk­ið út­hald og styrk og seg­ist aldrei hafa ver­ið í betra formi, það sýni all­ar mæl­ing­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
1
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“
Það er eitthvað í samfélaginu sem ýtir undir kulnun
6
Viðtal

Það er eitt­hvað í sam­fé­lag­inu sem ýt­ir und­ir kuln­un

Streita er vax­andi vandi í nú­tíma­sam­fé­lagi og ekki óal­gengt að fólk fari í kuln­un. Dr. Ólaf­ur Þór Æv­ars­son er sjálf­stætt starf­andi geð­lækn­ir og stofn­andi Streitu­skól­ans sem er hluti af heild­stæðri vel­ferð­ar­þjón­ustu Heilsu­vernd­ar. Hann seg­ir að for­varn­ir og fræðsla séu mik­il­væg­ir þætt­ir til að fólk verði bet­ur með­vit­að um eig­in heilsu og geti tek­ið ábyrgð og sporn­að við streitu en hún get­ur haft víð­tæk áhrif á fólk bæði lík­am­lega og and­lega.

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár