Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Kærir Sindra fyrir fjárdrátt í Tjarnarbíó: „Ég er sjálfur í miklu áfalli“

Snæ­björn Brynj­ars­son, leik­hús­stjóri Tjarn­ar­bíós, seg­ist vera í miklu áfalli vegna meints fjár­drátts fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóra. Tjarn­ar­bíó mun leggja fram kæru á hend­ur Sindra Þór Sig­ríð­ar­syni sem er grun­að­ur um að hafa dreg­ið sér minnst 13 millj­ón­ir á nokk­urra ára tíma­bili.

Kærir Sindra fyrir fjárdrátt í Tjarnarbíó: „Ég er sjálfur í miklu áfalli“
Leikhússtjóri Snæbjörn Brynjarsson vonar að lögreglurannsókn á málinu muni gefa heildarmynd af því. Mynd: Golli

„Hann er grunaður um fjárdrátt og svo sem margt annað sem mætti skoða í hans málum. Það sem okkur grunar er að hann hafi stundað fjárdrátt hérna alveg frá lok árs 2021 og að þetta séu verulegar upphæðir.“

Þetta segir Snæbjörn Brynjarsson, leikhússtjóri Tjarnarbíós, í samtali við Heimildina. Leikhúsið hyggst kæra Sindra Þór Sigríðarson, fyrrverandi framkvæmdastjóra leikhússins, fyrir fjárdrátt sem talinn er hafa átt sér stað frá árinu 2021.

Sindri Þór hafði starfað um árabil hjá Tjarnarbíói – fyrst sem markaðsstjóri og síðan sem framkvæmdastjóri.

Snæbjörn segir að upphæðin sé meira en 13 milljónir en ekki er hægt að fara út í nákvæma heildarupphæð sem stendur. „Ég er sjálfur í miklu áfalli og gáttaður á upphæðinni. Ég hafði ekki ímyndunarafl í að halda að það væri eitthvað glæpsamlegt í gangi né heldur að þetta væri á þessum skala.“ 

Grunur vaknaði eftir uppsögn Sindra

Sindra var sagt upp og lét af störfum um áramótin, en þá hafði Snæbjörn, sem hóf störf í haust, unnið með honum í nokkra mánuði. Eftir að Snæbjörn sneri aftur til starfa eftir jólafrí rakst hann á undarlega hluti í reikningum Tjarnarbíós og ákvað þá að fá endurskoðendaskrifstofu til að skoða málið.

„Nú hef ég verið að skoða þetta með endurskoðendum og lögmanni og við sjáum ástæðu til þess að leggja fram kæru. Ég vona að lögreglurannsókn á málinu muni gefa okkur einhverja heildarmynd af þessu.“

Sindri hafði verið framkvæmdastjóri leikhússins frá upphafi árs 2021 og varð prókúruhafi undir lok þess árs. „Þetta er langt tímabil sem þetta hefur átt sér stað á. Svo virðist vera alveg síðan Friðrik Friðriksson lét af störfum hérna. Þá var stutt millibilsástand áður en nýr leikhússtjóri var ráðinn inn þar sem Sindri tók við stöðu framkvæmdastjóra og sá um að greiða út laun og reikninga og allt annað sem viðkom rekstrinum,“ segir Snæbjörn.

Hafnaði ekki ásökununum

Leikhússtjórinn bætir því við að hann hafi fundað með Sindra og lögmanni og að þar hafi Sindri ekki neitað þessum ásökunum.

„Hann fetti fingur út í einhverjar einstakar færslur en hann virtist hafa ímyndað sér að hann gæti kannski samið sig einhvern veginn út úr þessu. Ég hef fyrst og fremst haft hagsmuni Tjarnarbíós og listamannanna hérna efst í huga. Fyrir mér er mjög mikilvægt að endurheimta sem mest af þessum peningum og það var það sem við lögðum upp með – en í ljósi þess hvað þetta eru alvarleg brot finnst mér ég ekki geta farið aðra leið en að kæra þetta,“ segir Snæbjörn, sem býst við því að kæran verði lögð fram í fyrramálið. 

Spurður hvaða áhrif málið muni hafa á leikhúsið, sem er lítil og óhagnaðardrifin starfsemi styrkt af Reykjavíkurborg, segir Snæbjörn að öllu verklagi verði breytt. „Við þurfum alveg að endurskoða hvernig við skipum í stjórn. Við þurfum líka að tryggja að enginn einn aðili hafi aðgang að bankareikningum og svoleiðis – við erum nú þegar búin að bæta úr því.“ 

Þá segir Snæbjörn að þegar fram líði stundir sé hann tilbúinn að hitta alla listamenn og verktaka sem hafi verið í húsinu á þessum tíma sem um ræðir og fara yfir með þeim það sem varði þeirra mál. „Þannig að allt sé uppi á borðum og enginn þurfi að vera með ósvaraðar spurningar. Ég auðvitað harma rosalega þetta mál.“

Kjósa
19
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
1
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.
Bráðafjölskylda á vaktinni
5
Á vettvangi

Bráða­fjöl­skylda á vakt­inni

Starfs­fólk bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um á það til að líkja starfs­hópn­um við fjöl­skyldu, þar sem teym­ið vinn­ur þétt sam­an og þarf að treysta hvert öðru fyr­ir sér, ekki síst and­spæn­is erf­ið­leik­um og eftir­köst­um þeirra. Þar starfa líka fjöl­skyld­ur og nán­ir að­stand­end­ur lenda jafn­vel sam­an á vakt. Hér er rætt við með­limi einn­ar fjöl­skyld­unn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
3
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
5
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.
Ásthildur Lóa svarar fyrir samband við unglingspilt: „Hann sótti mjög í mig“
6
FréttirAfsögn Ásthildar

Ásthild­ur Lóa svar­ar fyr­ir sam­band við ung­lings­pilt: „Hann sótti mjög í mig“

Ásthild­ur Lóa Þórs­dótt­ir til­kynnti um af­sögn sína sem barna­mála­ráð­herra í kvöld, eft­ir að RÚV greindi frá því að hún eign­að­ist barn með 16 ára dreng þeg­ar hún var sjálf 23 ára. Í við­tali við Vísi seg­ir hún það ósann­gjarnt, tal­ar um dreng­inn sem „mann“ og lýs­ir því sem svo að hann hafi ver­ið svo að­gangs­harð­ur að hún hafi ekki ráð­ið við að­stæð­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu