Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Faraldur í villtum gæsum

Fuglain­flú­ensa hef­ur greinst í sex fugla­teg­und­um og tveim­ur spen­dýr­um; ketti og mink. Yf­ir­dýra­lækn­ir býst við að far­ald­ur­inn muni standa yf­ir í nokkr­ar vik­ur, jafn­vel mán­uði.

Faraldur í villtum gæsum
Fuglainflúensa geisar í borginni Ólaf­ur Ingi Heið­ars­son, mein­dýra­eyð­ir hjá Reykja­vík­ur­borg, stendur í ströngu þessa dagana við að fjarlægja hræ úr borgarlandinu. Mynd: Golli

„Það er hægt að tala um faraldur í villtum gæsum, þar sem um fjöldadauða hefur verið að ræða,“ segir Þóra J. Jónasdóttir, yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun, um skæða fuglainflúensu sem geisar á höfuðborgarsvæðinu. Búast má við að faraldurinn muni standa yfir í dágóðan tíma. „Þetta er ekki spretthlaup, þetta er meira langhlaup. Það má búast við að þetta sé að ganga yfir á vikum og mánuðum jafnvel,“ segir Þóra. Þá geta ný afbrigði borist í vor með farfuglum og valdið nýrri bylgju. 

Frekar fáar tilkynningar bárust um dauða fugla framan af ári 2024, og afbrigðið H5N5 af skæðri fuglaflensu greindist í einstaka fuglum þangað til að skæð fuglainflúensa kom upp í kalkúnabúi á Suðurlandi í desember. Í lok árs og byrjun þessa árs hefur hins vegar verið að greinast mun fleiri tilfelli en áður af skæðri fuglainflúensu í villtum fuglum. Jákvæð sýni hafa greinst hjá gæsum, grágæsum, álftum, hröfnum, hettumávum, mávi og ritu. Þá hefur tilraunastöð Háskóla Íslands að Keldum einnig  staðfest greiningu á veirunni í minki sem fannst dauður í Vatnsmýrinni í síðustu viku. Engin ný tilfelli hafa greinst í köttum eða öðrum spendýrum, en tveir kettir hafa greinst með veiruna. Þóra segir að smit í mink hafi ekki komið á óvart. „Þetta hefur verið að greinast í villtum dýrum sem eru hræætur. Við vitum að minkur almennt er frekar næmur fyrir veirusýkingum og það er ástæða til að vara loðdýrabændur við, sem eru enn starfandi, að huga sérstaklega að smitvörnum á búunum.“

Útbreiðsla fuglainflúensunnar er einnig að dreifast yfir stærra svæði. „Við erum að sjá meiri tilhneigingu til meiri tilkynninga lengra frá miðbænum, út í nágrannasveitarfélög,“ segir Þóra. Mikið álag er á rannsóknarstofu MAST þessa dagana sem setur sýni úr nýjum tegundum, hvort sem um er að ræða fuglategundir eða spendýr, í forgang til að halda yfirsýn yfir útbreiðsluna. Tvær dauðar rjúpur fundust við Elliðavatn í síðustu viku og enn er beðið niðurstöðu úr þeirri sýnatöku. „Ef það yrði faraldur á meðal rjúpu gæti það auðvitað haft afleiðingar fyrir stofninn,“ segir Þóra, en vísar annars á Umhverfis- eða Náttúrufræðistofnun sem leggur mat á hvort stofnar séu í hættu. „Matvælastofnun vaktar hins vegar sjúkdómastöðuna á fuglainflúensu eins og öðrum alvarlegum dýrasjúkdómum og spornar við dreifingu þeirra.“ 

Eins og staðan er núna er aðeins hægt að tala um faraldur í villtum gæsum. „Við erum að taka sýni úr fleiri fuglum en við höfum enn ekki orðið vör við eins mikinn fjöldadauða hjá öðrum tegundum en grágæsum, en nokkuð hefur þó greinst í álftum og hröfnum. Til viðbótar erum við að vakta ef það finnast dauð spendýr,“ segir Þóra. 

MAST heldur úti mælaborði þar sem fylgjast má með þróun fuglainflúensunnar. Mælaborðið sýnir fjölda og staðsetningu villtra fugla sem sýni hafa verið tekin úr og niðurstöður rannsókna á þeim.

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
2
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
4
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
5
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
6
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár