Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Faraldur í villtum gæsum

Fuglain­flú­ensa hef­ur greinst í sex fugla­teg­und­um og tveim­ur spen­dýr­um; ketti og mink. Yf­ir­dýra­lækn­ir býst við að far­ald­ur­inn muni standa yf­ir í nokkr­ar vik­ur, jafn­vel mán­uði.

Faraldur í villtum gæsum
Fuglainflúensa geisar í borginni Ólaf­ur Ingi Heið­ars­son, mein­dýra­eyð­ir hjá Reykja­vík­ur­borg, stendur í ströngu þessa dagana við að fjarlægja hræ úr borgarlandinu. Mynd: Golli

„Það er hægt að tala um faraldur í villtum gæsum, þar sem um fjöldadauða hefur verið að ræða,“ segir Þóra J. Jónasdóttir, yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun, um skæða fuglainflúensu sem geisar á höfuðborgarsvæðinu. Búast má við að faraldurinn muni standa yfir í dágóðan tíma. „Þetta er ekki spretthlaup, þetta er meira langhlaup. Það má búast við að þetta sé að ganga yfir á vikum og mánuðum jafnvel,“ segir Þóra. Þá geta ný afbrigði borist í vor með farfuglum og valdið nýrri bylgju. 

Frekar fáar tilkynningar bárust um dauða fugla framan af ári 2024, og afbrigðið H5N5 af skæðri fuglaflensu greindist í einstaka fuglum þangað til að skæð fuglainflúensa kom upp í kalkúnabúi á Suðurlandi í desember. Í lok árs og byrjun þessa árs hefur hins vegar verið að greinast mun fleiri tilfelli en áður af skæðri fuglainflúensu í villtum fuglum. Jákvæð sýni hafa greinst hjá gæsum, grágæsum, álftum, hröfnum, hettumávum, mávi og ritu. Þá hefur tilraunastöð Háskóla Íslands að Keldum einnig  staðfest greiningu á veirunni í minki sem fannst dauður í Vatnsmýrinni í síðustu viku. Engin ný tilfelli hafa greinst í köttum eða öðrum spendýrum, en tveir kettir hafa greinst með veiruna. Þóra segir að smit í mink hafi ekki komið á óvart. „Þetta hefur verið að greinast í villtum dýrum sem eru hræætur. Við vitum að minkur almennt er frekar næmur fyrir veirusýkingum og það er ástæða til að vara loðdýrabændur við, sem eru enn starfandi, að huga sérstaklega að smitvörnum á búunum.“

Útbreiðsla fuglainflúensunnar er einnig að dreifast yfir stærra svæði. „Við erum að sjá meiri tilhneigingu til meiri tilkynninga lengra frá miðbænum, út í nágrannasveitarfélög,“ segir Þóra. Mikið álag er á rannsóknarstofu MAST þessa dagana sem setur sýni úr nýjum tegundum, hvort sem um er að ræða fuglategundir eða spendýr, í forgang til að halda yfirsýn yfir útbreiðsluna. Tvær dauðar rjúpur fundust við Elliðavatn í síðustu viku og enn er beðið niðurstöðu úr þeirri sýnatöku. „Ef það yrði faraldur á meðal rjúpu gæti það auðvitað haft afleiðingar fyrir stofninn,“ segir Þóra, en vísar annars á Umhverfis- eða Náttúrufræðistofnun sem leggur mat á hvort stofnar séu í hættu. „Matvælastofnun vaktar hins vegar sjúkdómastöðuna á fuglainflúensu eins og öðrum alvarlegum dýrasjúkdómum og spornar við dreifingu þeirra.“ 

Eins og staðan er núna er aðeins hægt að tala um faraldur í villtum gæsum. „Við erum að taka sýni úr fleiri fuglum en við höfum enn ekki orðið vör við eins mikinn fjöldadauða hjá öðrum tegundum en grágæsum, en nokkuð hefur þó greinst í álftum og hröfnum. Til viðbótar erum við að vakta ef það finnast dauð spendýr,“ segir Þóra. 

MAST heldur úti mælaborði þar sem fylgjast má með þróun fuglainflúensunnar. Mælaborðið sýnir fjölda og staðsetningu villtra fugla sem sýni hafa verið tekin úr og niðurstöður rannsókna á þeim.

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
1
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“
Foreldrar vinna á leikskóla til að brúa bilið
4
FréttirÍ leikskóla er álag

For­eldr­ar vinna á leik­skóla til að brúa bil­ið

Veru­leiki barna­fjöl­skyldna í Reykja­vík ein­kenn­ist af því að börn eru orð­in alltof göm­ul til að telja ald­ur í mán­uð­um þeg­ar þau loks kom­ast inn á leik­skóla. Ár­um sam­an hef­ur öll­um 12 mán­aða göml­um börn­um ver­ið lof­að leik­skóla­plássi en raun­in er að mán­uði barna sem fá pláss er hægt að telja í tug­um. For­eldr­ar hafa grip­ið til sinna ráða, með­al ann­ars með því að starfa á leik­skóla til að fá for­gang að leik­skóla­plássi.
Kallar saman þingmenn og sérfræðinga vegna varnarmála
6
Viðtal

Kall­ar sam­an þing­menn og sér­fræð­inga vegna varn­ar­mála

Ís­land stend­ur frammi fyr­ir nýj­um áskor­un­um í ör­ygg­is- og varn­ar­mál­um í breyttu al­þjóð­legu um­hverfi. Þor­gerð­ur Katrín Gunn­ars­dótt­ir ut­an­rík­is­ráð­herra trú­ir að varn­ar­samn­ing­ur Ís­lands við Banda­rík­in haldi enn, en tel­ur nauð­syn­legt að bæta við stoð­um í vörn­um lands­ins og úti­lok­ar ekki var­an­legt varn­ar­lið. Hún vill að Ís­land efli eig­in grein­ing­ar­getu í stað þess að treysta al­far­ið á önn­ur ríki.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Helmingi dýrari matarkarfa eina ráðið við sjúkdómnum
4
Skýring

Helm­ingi dýr­ari mat­arkarfa eina ráð­ið við sjúk­dómn­um

„Við höf­um oft íhug­að mjög al­var­lega að flytja bara út af þessu,“ seg­ir Anna Gunn­dís Guð­munds­dótt­ir um þær hindr­an­ir sem fólk með selí­ak mæt­ir hér á landi. Dótt­ir henn­ar, Mía, er með sjúk­dóm­inn sem er ein­ung­is hægt að með­höndla með glút­en­lausu fæði. Mat­arkarfa fjöl­skyld­unn­ar hækk­aði veru­lega í verði eft­ir að Mía greind­ist. Þá er það þraut­in þyngri fyr­ir fólk með selí­ak að kom­ast út að borða, panta mat og mæta í mann­fögn­uði.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár