Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Ný samtök gegn kynbundu ofbeldi

Markmið nýrra sam­taka gegn kyn­bundnu of­beldi er að vinna að rétt­lát­ara rétt­ar­kerfi og auka vit­und í sam­fé­lag­inu þeg­ar kem­ur að mála­flokkn­um. Ólöf Tara Harð­ar­dótt­ir, ein stjórn­ar­kvenna í Vit­und, seg­ir fem­in­íska bar­áttu geta ver­ið bæði erf­iða og skemmti­lega.

Ný samtök gegn kynbundu ofbeldi
Ólöf Tara, Olga Björt, Fríða Rós, Guðný og María stofnuðu saman Vitund - samtök gegn kynbundnu ofbeldi. Mynd: Aðsend

Vitund - Samtök gegn kynbundnu ofbeldi eru ný samtök, stofnuð af baráttukonum sem unnið hafa að breytingum í málaflokknum. 

Ólöf Tara Harðardóttir, fyrrverandi stjórnarkona í Öfgum, er ein þeirra. Hún segir að markmið samtakanna sé að vinna að réttlátara réttarkerfi og auka vitund samfélagsins þegar kemur að kynbundnu ofbeldi. 

Hugmyndin að samtökunum þróaðist í framhaldi af samstarfi Ólafar Töru og Guðnýjar S. Bjarnadóttur, fráfarandi stjórnarformanns Hagsmunasamtaka brotaþola, sem halda úti hlaðvarpinu Dómstóll götunnar þar sem þær fjalla um dóma í kynferðisbrotamálum á Íslandi. Þar er meðal annars horft til þess hversu lagt sakfellingarhlutfallið er í nauðgunarmálum, hversu mörgum sakfellingum í héraði er snúið í sýknu eftir áfrýjun til Landsréttar, aukning á skilorðsbundnum dómum í málaflokknum og algengi þess að sakborningar fái mildun á refsingu vegna þess hversu langur málsmeðferðartíminn er. 

Kvenfyrirlitning og meintur vafi

Ekki þarf að leita lengra en í byrjun þessa mánaðar til að finna dóm þar sem „óútskýrðar tafir“ á lögreglurannsókn leiddu til mildunar refsingar yfir karlmanni sem var dæmdur fyrir ítrekuð kynferðisbrot yfir fjögurra ára tímabil gegn þroskaskertri konu sem var undirmaður hans í verslun þegar hann byrjaði að brjóta á henni. 

Guðný skrifaði grein um málið sem birtist á Vísi undir yfirskriftinni „Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það“ þar sem hún gagnrýnir að „þrír menn sem fengnir voru heim til brotaþola til að brjóta á henni kynferðislega voru ekki ákærðir fyrir nauðgun“. Dóminn segir hún vera „hrópandi kvenfyrirlitning“ auk þess sem hann sendi þau skilaboð að þriðji aðili geti veitt samþykki.

Ólöf Tara skrifar síðan grein sem birtist í gær á Vísi undir yfirskriftinni „Er samþykki barna túlkunaratriði?“ þar sem hún gagnrýnir að áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar hafi verið veitt karlmanni sem var dæmdur fyrir nauðgun gegn barni undir 15 ára aldri en í áfrýjunarbeiðninni var vísað til þess ,,að úrslit málsins hefði fordæmisgildi og verulega almenna þýðingu um það hvort barn undir fimmtán ára aldri gæti gefið samþykki fyrir samræði eða öðrum kynferðismökum,” sem hún telur að sé undarlegt að sé túlkunaratriði yfir höfuð. „Það hefði verið fordæmi ef Hæstiréttur hefði hafnað þessari fáránlegu beiðni og sent þannig skýr skilaboð þess efnis að það er ekki í lagi að fullorðið fólk hafi samræði við eða nauðgi börnum,” skrifar hún.

Herferðir og hindranir

Greinaskrif eru ein þeirra leiða sem samtökin hyggjast nota til að vekja athygli á brotalömum í réttarkerfinu þegar kemur að kynferðisbrotum og kynbundnu ofbeldi. Mun fleira sé í vinnslu enda samtökin nýstofnuð og segir Ólöf Tara að þær séu að skipuleggja árið, þar sem meðal annars séu á dagskránni herferðir með áherslu á vitundarvakningu. 

 „Við viljum koma sjónarmiðum brotaþola á framfæri. Ýmsar brotalamir eru innan kerfisins en það eru einnig hindranir í lagalegum skilningi og því verklagi sem tíðkast þegar kemur að þessum málaflokki. Við erum að þreifa fyrir okkur hvernig við getum haft sem mest áhrif,“ segir hún.

„Við viljum koma sjónarmiðum brotaþola á framfæri“

Auk Ólafar Töru og Guðnýjar eru stofnendur samtakanna þær Olga Björt Þórðardóttir, Fríða Rós Valdimarsdóttir og María Hjálmtýsdóttir sem allar hafa látið til sín taka í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi í gegn um árin á opinberum vettvangi. 

Samtökin eru komin með síðu á Facebook og þar er þegar að finna einn viðburð þar sem þau standa fyrir feminískri sýningu á Prima Facie í samstarfi við Bíó Paradís á alþjóðlegum baráttudegi kvenna, 8. mars. Um er að ræða uppfærslu breska Þjóðleikhússins á verkinu sem sett var upp á Íslandi undir nafninu Orð gegn orði. Viðburðurinn er hluti af Kvennaárinu 2025. 

„Það getur verið erfitt að standa í þessu en það er líka oft gaman“

Ólöf Tara segir þær í Vitund standa á herðum annarra feminískra aktívista og baráttufólks sem hafi tekið slaginn í gegn um árin og áratugina, og oft þurft að kljást við mikið mótlæti. Hún þekkir það sjálf að hafa starfað með aktívistahópnum Öfgum, sem komu inn í samfélagsumræðuna af miklum krafti á sínum tíma en fyrr í vikunni var tilkynnt um að hópurinn hefði látið af störfum þó reyndar hefði ekki mikið heyrst til hans að undanförnu. Ólöf Tara segir mikla orku fara í starf sem þetta og það hafi ákveðin þreyta myndast eftir mikið álag yfir langan tíma hjá þeim sem störfuðu í nafni Öfga.

Þegar lesið er yfir athugasemdir við fréttir um endalok Öfga má einmitt sjá skrif á borð við „Þær fara þá bara aftur til helvítis“, „Núna er sannarlega einum ofbeldis öfga og níðhópnum færra á Íslandi“ og „Ljótu kellingarnar“.

Ólöf Tara hvetur sem flesta til að taka þátt í feminískri baráttu, og þar skipti samstaðan miklu. „Það getur verið erfitt að standa í þessu en það er líka oft gaman,“ segir hún. 

Kjósa
33
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • MPH
    Marinó P Hafstein skrifaði
    Svo sammála.
    1
  • Jón Baldur Þorbjörnsson skrifaði
    Af hverju eru engir karlmenn í forsvari fyrir Samtök gegn kynbundnu ofbeldi?
    Þetta getur líka verið á hinn veginn...
    -1
  • MS
    Michael Schulz skrifaði
    Amazing, no mentioning of the feminist hero of our times: Gisele Pelicot! She said:"Shame must change sides!" That's why misogynist Mr. Trump is selected as man of the year!
    3
  • Helga Óskarsdóttir skrifaði
    Það eru íslenskir talibanar sem stjórna í réttarkerfinu. Þetta er birtingarmynd kvenfyrirlitningar hvernig mál firnast og dómar eru vægir eða engir. Þarf ekki ráðherra að grípa hér inní?
    7
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Síðasta hálmstráið að vinna á leikskóla — en dýrmætt
1
FréttirÍ leikskóla er álag

Síð­asta hálmstrá­ið að vinna á leik­skóla — en dýr­mætt

Vil­hjálm­ur Þór Svans­son, lög­fræð­ing­ur og starfs­mað­ur á leik­skól­an­um Nóa­borg, bjóst ekki við að hefja störf á leik­skóla til að koma dótt­ur sinni að á leik­skóla. Hann seg­ir það hollt fyr­ir for­eldra að stíga að­eins út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann og dýr­mætt að fylgj­ast með dætr­um sín­um vaxa og dafna í leik­skóla­starf­inu.
Leitar að framtíðarstarfsfólki á leikskóla:  „Við erum alltaf að gefa afslátt“
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Leit­ar að fram­tíð­ar­starfs­fólki á leik­skóla: „Við er­um alltaf að gefa af­slátt“

Hall­dóra Guð­munds­dótt­ir, leik­skóla­stjóri á Drafnar­steini, seg­ir það enga töfra­lausn að for­eldr­ar ráði sig tíma­bund­ið til starfa á leik­skól­um til að tryggja börn­um sín­um leik­skóla­pláss. Þetta sé hins veg­ar úr­ræði sem hafi ver­ið lengi til stað­ar en hef­ur færst í auk­ana síð­ustu ár. Far­fugl­arn­ir mega ekki verða fleiri en stað­fugl­arn­ir.
Hélt að hún myndi höndla álagið betur
4
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“
Eini Íslendingurinn til að hlaupa maraþon með tvö ígrædd líffæri
5
Viðtal

Eini Ís­lend­ing­ur­inn til að hlaupa mara­þon með tvö ígrædd líf­færi

Kári Guð­munds­son fékk grætt í sig nýra og bris fyr­ir átta ár­um. Hann er eini Ís­lend­ing­ur­inn sem hef­ur feng­ið tvö líf­færi og náð að hlaupa heilt og hálf mara­þon eft­ir líf­færaígræðsl­una og það oft­ar en einu sinni. Kári hafði í raun mjög lít­ið hreyft sig í gegn­um ár­in en nú hleyp­ur hann og lyft­ir til að fá auk­ið út­hald og styrk og seg­ist aldrei hafa ver­ið í betra formi, það sýni all­ar mæl­ing­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“
Það er eitthvað í samfélaginu sem ýtir undir kulnun
5
Viðtal

Það er eitt­hvað í sam­fé­lag­inu sem ýt­ir und­ir kuln­un

Streita er vax­andi vandi í nú­tíma­sam­fé­lagi og ekki óal­gengt að fólk fari í kuln­un. Dr. Ólaf­ur Þór Æv­ars­son er sjálf­stætt starf­andi geð­lækn­ir og stofn­andi Streitu­skól­ans sem er hluti af heild­stæðri vel­ferð­ar­þjón­ustu Heilsu­vernd­ar. Hann seg­ir að for­varn­ir og fræðsla séu mik­il­væg­ir þætt­ir til að fólk verði bet­ur með­vit­að um eig­in heilsu og geti tek­ið ábyrgð og sporn­að við streitu en hún get­ur haft víð­tæk áhrif á fólk bæði lík­am­lega og and­lega.
Foreldrar vinna á leikskóla til að brúa bilið
6
FréttirÍ leikskóla er álag

For­eldr­ar vinna á leik­skóla til að brúa bil­ið

Veru­leiki barna­fjöl­skyldna í Reykja­vík ein­kenn­ist af því að börn eru orð­in alltof göm­ul til að telja ald­ur í mán­uð­um þeg­ar þau loks kom­ast inn á leik­skóla. Ár­um sam­an hef­ur öll­um 12 mán­aða göml­um börn­um ver­ið lof­að leik­skóla­plássi en raun­in er að mán­uði barna sem fá pláss er hægt að telja í tug­um. For­eldr­ar hafa grip­ið til sinna ráða, með­al ann­ars með því að starfa á leik­skóla til að fá for­gang að leik­skóla­plássi.

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár