Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

Yoon handtekinn í umfangsmiklum aðgerðum

Um þús­und manns tóku þátt í að­gerð­um sem leiddu til hand­töku Yoon Suk Yeol, for­seta Suð­ur-Kór­eu, á mið­viku­dag. Upp­lausn­ar­ástand hef­ur ver­ið við stjórn lands­ins síð­an for­set­inn lýsti yf­ir her­lög­um í byrj­un des­em­ber.

Yoon handtekinn í umfangsmiklum aðgerðum
Yfirheyrður Yoon Suk Yeol sést hér ekið úr yfirheyrslum eftir handtöku sína á miðvikudag. Mynd: JUNG YEON-JEAFP

Yoon Suk Yeol, forseti Suður-Kóreu, var handtekinn á fimmtudag vegna rannsóknar á uppreisn, eftir að forsetinn lýsti yfir herlögum þann 3. desember. Rannsakendur þurftu að brjóta sér leið í gegnum gaddavír í frosthörku til að komast að forsetanum. Kóreska þingið hefur ákært hann til embættismissis en mál hans er nú í höndum stjórnlagadómstóls landsins. 

Um eitt þúsund manns tóku þátt í aðgerðunum, samkvæmt fréttaflutningi BBC, en forsetinn hefur þráast við að verða við skipunum um að gefa sig fram við lögreglu. Hefur hann lýst rannsókninni á hendur sér sem ólöglegri. Fjármálaráðherra Suður-Kóreu situr nú tímabundið í embætti forseta eftir að þingið lýsti vantrausti á Han Duck-soo, sem fyrst tók við embættinu af Yoon.

Yoon lýsti yfir herlögum í byrjun desember, að eigin sögn til að bregðast við því sem hann lýsti sem „ógn við þjóðaröryggi“. Hann hélt því fram að hernaðarógn sem stafaði af Norður-Kóreu hefði aukist og að þjóðin þyrfti að bregðast við með tafarlausum neyðarráðstöfunum til að vernda öryggi borgaranna og innviða ríkisins.

Sakaði hann stjórnarandstöðuna, sem þó hefur stóran meirihluta á þinginu, um að sýna málstað Norður-Kóreu samúð. 

Þessi ákvörðun var mjög umdeild. Gagnrýnendur sögðu að herlögin hefðu verið notuð sem yfirvarp til að herða tökin á valdi og þagga niður í andstæðingum. Flokkur Yoon hafði misst meirihluta sinn á suður-kóreska þinginu auk þess sem víðtæk mótmæli höfðu farið fram gegn stjórn hans. Líklegt má telja að það hafi átt meginþátt í ákvörðun Yoon. 

Herlögin leiddu til tafarlausra viðbragða frá þinginu, sem ógilti þau og hóf strax ferli til að ákæra hann fyrir valdníðslu og misnotkun opinbers valds. Þingmenn þurftu að brjóta sér leið inn í þinghúsið til að greiða atkvæði um ógildingu laganna. 

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.
Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
5
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.
Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
5
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár