Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Nærri þriðjungur kjósenda tók endanlega ákvörðun á kjördag

Aldrei hafa fleiri kjós­end­ur tek­ið ákvörð­un í kjör­klef­an­um eða á kjör­dag sam­kvæmt nýj­asta þjóðar­púlsi Gallup. Svo virð­ist sem Flokk­ur fólks­ins hafi grætt mest á taktískri kosn­ingu.

Nærri þriðjungur kjósenda tók endanlega ákvörðun á kjördag
Formenn stjórnarflokkanna Samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup voru það helst kjósendur Flokks fólksins sem kusu annan flokk en þann sem þeim leist best á. Þar á eftir komu kjósendur Samfylkingarinnar. Mynd: Golli

Tæplega þriðjungur kjósenda gerði upp hug sinn á kjördag og er það hlutfall með því hæsta sem mælst hefur í undanförnum alþingiskosningum. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í nýjasta þjóðarpúlsi Gallup þar sem spurt var um ákvarðanatöku kjósenda í alþingiskosningunum 30. nóvember. 

Samkvæmt niðurstöðu þjóðarpúlsins tóku 18 prósent kjósenda ákvörðun í kjörklefanum eða á kjörstað, níu prósent samdægurs en áður en mætt var á kjörstað. Þannig ákváðu nær 28 prósent kjósenda endanlega á kjördag hvernig þeir ráðstöfuðu atkvæði sínu. Hlutfall þeirra sem tóku ákvörðun meira en mánuði fyrir kosningar var örlítið hærra, eða 29 prósent. 

Níu prósent tóku ákvörðun daginn fyrir kjördag en 14 prósent tóku ákvörðun í vikunni sem var kosið, 11 prósent ákváðu sig einni til tveimur vikum fyrir kosningar og níu prósent þremur til fjórum vikum fyrir kosningar. 

Yngra fólk ákvað sig almennt seinna en eldra fólk og fólk með meiri menntun en minni var sömuleiðis aðeins líklegra til að ákveða sig seinna. Kjósendur Miðflokksins voru líklegastir til að ákveða sig meira en mánuði fyrir kosningar, en 46 prósent kjósenda flokksins voru búnir að taka ákvörðun þá. Á sama tíma voru kjósendur Framsóknarflokksins líklegri en kjósendur annarra flokka til að ákveða sig á kjörstað, eða 28 prósent. Sama hlutfall kjósenda þeirra var hins vegar búinn að ákveða sig mánuði eða meira fyrir kjördag. 

Kjósendur Flokks fólksins „taktískastir“

Einnig var spurt hvort fólk hafi kosið annan flokk en þann sem þeim leist best á, til dæmis frá niðustöðum kannana. 92 prósent svarenda kaus flokkinn sem þeim leist best á en átta prósent kusu annan flokk en þann sem þeim leist best á. Það voru helst kjósendum Flokks fólksins sem kusu annan flokk en þeim leist best á og þar á eftir komu kjósendur Samfylkingarinnar. 

Af þeim sextíu svarendum sem sögðust hafa kosið annan flokk en þann sem þeim leist best á leist flestum best á Sjálfstæðisflokkinn og næst flestum á Pírata og Miðflokkinn. Þar á eftir koma Viðreisn og Sósíalistaflokkurinn. 


Könnunin var gerð dagana 5. til 12. desember 2024. Heildarúrtaksstærð var 1.726 og þátttökuhlutfall var 47,9 prósent. Einstaklingar í úrtaki voru handahófsvaldir úr Viðhorfahópi Gallup. 
Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2024

Mest lesið

Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
2
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
3
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
4
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
6
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár