Nærri þriðjungur kjósenda tók endanlega ákvörðun á kjördag

Aldrei hafa fleiri kjós­end­ur tek­ið ákvörð­un í kjör­klef­an­um eða á kjör­dag sam­kvæmt nýj­asta þjóðar­púlsi Gallup. Svo virð­ist sem Flokk­ur fólks­ins hafi grætt mest á taktískri kosn­ingu.

Nærri þriðjungur kjósenda tók endanlega ákvörðun á kjördag
Formenn stjórnarflokkanna Samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup voru það helst kjósendur Flokks fólksins sem kusu annan flokk en þann sem þeim leist best á. Þar á eftir komu kjósendur Samfylkingarinnar. Mynd: Golli

Tæplega þriðjungur kjósenda gerði upp hug sinn á kjördag og er það hlutfall með því hæsta sem mælst hefur í undanförnum alþingiskosningum. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í nýjasta þjóðarpúlsi Gallup þar sem spurt var um ákvarðanatöku kjósenda í alþingiskosningunum 30. nóvember. 

Samkvæmt niðurstöðu þjóðarpúlsins tóku 18 prósent kjósenda ákvörðun í kjörklefanum eða á kjörstað, níu prósent samdægurs en áður en mætt var á kjörstað. Þannig ákváðu nær 28 prósent kjósenda endanlega á kjördag hvernig þeir ráðstöfuðu atkvæði sínu. Hlutfall þeirra sem tóku ákvörðun meira en mánuði fyrir kosningar var örlítið hærra, eða 29 prósent. 

Níu prósent tóku ákvörðun daginn fyrir kjördag en 14 prósent tóku ákvörðun í vikunni sem var kosið, 11 prósent ákváðu sig einni til tveimur vikum fyrir kosningar og níu prósent þremur til fjórum vikum fyrir kosningar. 

Yngra fólk ákvað sig almennt seinna en eldra fólk og fólk með meiri menntun en minni var sömuleiðis aðeins líklegra til að ákveða sig seinna. Kjósendur Miðflokksins voru líklegastir til að ákveða sig meira en mánuði fyrir kosningar, en 46 prósent kjósenda flokksins voru búnir að taka ákvörðun þá. Á sama tíma voru kjósendur Framsóknarflokksins líklegri en kjósendur annarra flokka til að ákveða sig á kjörstað, eða 28 prósent. Sama hlutfall kjósenda þeirra var hins vegar búinn að ákveða sig mánuði eða meira fyrir kjördag. 

Kjósendur Flokks fólksins „taktískastir“

Einnig var spurt hvort fólk hafi kosið annan flokk en þann sem þeim leist best á, til dæmis frá niðustöðum kannana. 92 prósent svarenda kaus flokkinn sem þeim leist best á en átta prósent kusu annan flokk en þann sem þeim leist best á. Það voru helst kjósendum Flokks fólksins sem kusu annan flokk en þeim leist best á og þar á eftir komu kjósendur Samfylkingarinnar. 

Af þeim sextíu svarendum sem sögðust hafa kosið annan flokk en þann sem þeim leist best á leist flestum best á Sjálfstæðisflokkinn og næst flestum á Pírata og Miðflokkinn. Þar á eftir koma Viðreisn og Sósíalistaflokkurinn. 


Könnunin var gerð dagana 5. til 12. desember 2024. Heildarúrtaksstærð var 1.726 og þátttökuhlutfall var 47,9 prósent. Einstaklingar í úrtaki voru handahófsvaldir úr Viðhorfahópi Gallup. 
Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2024

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár