Þessi grein birtist fyrir rúmlega 8 mánuðum.

Bjarni lætur af formennsku og þingmennsku

Bjarni Bene­dikts­son formað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins mun ekki taka sæti á Al­þingi á þessu kjör­tíma­bili og sæk­ist ekki eft­ir end­ur­kjöri til for­manns flokks­ins.

Bjarni lætur af formennsku og þingmennsku
Bjarni Benediktsson hefur setið á Alþingi frá árinu 2003. Mynd: Golli

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, mun ekki gefa kost á sér í formannskjöri á komandi landsfundi flokksins. Þessu greinir hann frá í færslu á Facebook. Hann hefur verið formaður frá árinu 2009. „Ég skil sáttur við mín verk, þakklátur fyrir stuðninginn og stoltur af mínum störfum sem þingmaður í tæplega 22 ár.“

Sjálfstæðisflokkurinn hlaut lægsta fylgi í sögu flokksins í síðustu þingkosningum og Bjarni mun ekki taka sæta á þinginu sem mun hefjast að nýju síðar í janúar.

„Næstu vikur ætla ég að taka mér frí en hyggst svo taka mín síðustu skref á pólitíska sviðinu og kveðja vini mína í Sjálfstæðisflokknum á landsfundinum sem framundan er, þar sem blásið verður til sóknar fyrir þjóðlífið allt.“ 

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins verður að óbreyttu haldinn í næsta mánuði. 

Úrslitin ekki nægilega góð fyrir sjálfstæðismenn

Bjarni segir að sögulega séu úrslit kosninganna ekki nægilega góð fyrir sjálfstæðismenn. Flokkurinn hefði þó unnið ágætan varnarsigur. 

Formaðurinn fráfarandi segir að í stjórnarandstöðu muni opnast ný tækifæri fyrir Sjálfstæðisflokkinn til að skerpa á forgangsmálum og hann segir það rétta ákvörðun að eftirláta það öðrum starf að vinna að góðum sigri í næstu kosningum. 

Bjarni segir að hann hafi aldrei tekið því sem sjálfsögðum hlut að endurnýja umboð sitt. „Á þessum tímamótum hef ég hins vegar ákveðið að sækjast ekki eftir endurnýjuðu umboði til forystu fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Nýafstaðnar kosningar skiluðu Sjálfstæðisflokknum næst flestum þingmönnum á Alþingi, þar sem hann var rúmu prósentustigi minni en sá stærsti.“

Kjósa
15
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (6)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Magnús Mörður Gígja skrifaði
    Spái því að hann verði orðinn sendiherra USA mjög fljótlega, Svanhildur er búin að passa fyrir hann stólinn. Hún kemur til með að hætta af "persónulegum ásæðum,, og þær verða trúnaðarmál eins og ferilskráin.
    0
  • GS
    Gunnar Snæland skrifaði
    Held að Bjarni sé nú ekki alveg hættur að toga í alskonar pólitíska spotta þótt hann hverfi af þingi.
    Nú hefur hann góðan tíma til að einbeita sér að pukrinu
    1
  • SIB
    Sigurður I Björnsson skrifaði
    Já nú skil ég hversvegna er verið að skjóta upp öllum þessum flugeldum.
    1
  • OÖM
    Oddur Örvar Magnússon skrifaði
    Landhreinsun
    3
  • Sigmundur Guðmundsson skrifaði
    Bjarni Benediktsson hefur verið í stjórnmálum til þess eins að verja hagsmuni auðstéttarinnar.

    Gott er að losna við hinn gjörspillta Bjarna af þingi.
    11
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
2
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
6
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár