Ásta Þórdís Skjalddal fór fyrst að finna fyrir heilsubresti 23 ára gömul. Fram að því hafði hún verið alheilbrigð. Hún var ófrísk og fékk svo mikinn bjúg að hún átti erfitt með að skrifa nafnið sitt. Eftir að drengurinn hennar kom í heiminn fór hún að bæta hratt á sig þyngd, alveg án þess að það ætti sér eðlilegar skýringar.
Hún leitaði til lækna en það kom ekkert út úr þeim samtölum fyrr en tveimur árum síðar, þegar hún fór í mælingu sem sýndi að ekkert skjaldkirtilshormón var til staðar í líkama hennar. Vanvirkur skjaldkirtill var talinn rótin. Það var ekki fyrr en um 25 árum , þar af átta óvinnufærum, og ótal læknisheimsóknum síðar sem í ljós kom að hún var ekki með neinn skjaldkirtil.
Ásta er viðmælandi í sjötta og síðasta þætti Móðursýkiskastsins, hlaðvarps á vegum Heimildarinnar þar sem …
Þegar ég sagði "ætlar þú í alvöru að segja mér (nafn) að mér sé illt í puttunum því ég er feit?" gaf blessaður maðurinn sig og náðarsamlegast leyfði mér að fara til gigtalæknis þar sem ég var mjög hratt og örugglega greind með liðagigt..