Mest lesið á Heimildinni árið 2024

Af þeim tíu grein­um sem voru mest lesn­ar á vef Heim­ild­ar­inn­ar á ár­inu sem er að líða voru þrír skoð­anap­istl­ar. Þá fóru víða frétt­ir um eld­hrær­ing­ar á Reykja­nesskaga, fatl­að­an mann sem var lok­að­ur inni um ára­bil og vitni sem lýsti að­stæð­um á vett­vangi í Nes­kaup­stað.

Mest lesið á Heimildinni árið 2024

1. Það sem var skrítið við áramótaskaupið

Pistill eftir Jón Trausta Reynisson

Sú grein sem var mest lesin á vef Heimildarinnar á árinu sem er að líða er pistill Jóns Trausta Reynissonar um áramótaskaupið 2023. Þar vakti Jón Trausti Reynisson máls á því hvernig þátturinn hefði hverfst um upplifun frægs fólks og peningadýrkun, í stað þess að taka upp sjónarhorn almennings.

Birtist 1. janúar.

2. Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár

Viðtal eftir Erlu Hlynsdóttur

Næst mest lesna grein ársins var viðtal við Ásdísi Snjólfsdóttur, móður Sveins Bjarnasonar, fatlaðs manns sem þarf aðstoð við allar athafnir dagslegs lífs. En Sveinn bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á vegum velferðarsviðs Akureyrarbæjar. Mál hans varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.

Birtist 6. apríl.

3. „Krýsuvík er komin í gang“

Skýring eftir Sunnu Ósk Logadóttur

Í ljósi sög­unn­ar má ætla að eld­gos­in verði stærri og fleiri eld­stöðva­kerfi vakna þeg­ar líða tek­ur á það gos­tíma­bil sem nú er haf­ið á Reykja­nesskaga. Hraun­rennsli og sprungu­hreyf­ing­ar munu þá ógna íbúa­byggð og inn­við­um á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Birtist 20. janúar.

4. „Kom mér á óvart hve hratt ég gat hlaupið“

Frétt eftir Helga Seljan, Georg Gylfason og Ragnhildi Helgadóttur

Sig­fúsi Öfjörð ýt­u­stjóra tókst að bjarga jarð­ýtu sinni með mikl­um naum­ind­um frá hraun­flæð­i við Grindavík um miðjan janúar 2024. Eft­ir að gos hófst flæddi hraun­ið í átt að vinnu­vél­um verk­taka sem unn­ið höfðu að gerð varn­ar­garða. Þeg­ar Sig­fús fékk leyfi til þess að forða ýt­unni frá hraun­inu var ein rúð­an þeg­ar sprung­in vegna hit­ans. Slík var ná­lægð­in.

Birtist 14. janúar.

5. Vitni lýsir aðstæðum á vettvangi í Neskaupstað

Frétt eftir Ragnhildi Helgadóttur

Kona í Nes­kaup­stað sá mann ganga inn til hjóna sem fund­ust lát­in á heim­ili sínu í ágúst. Þeg­ar hún heyrði dynk hlustaði hún eft­ir skýr­ing­um. „Ég heyrði aldrei nein óp eða öskur. Þannig að mér datt aldrei til hugar að það væri eitthvað alvarlegt að gerast.“

Birtist 22. ágúst.

6. „Fáránleikinn“ tekur sviðið í Eurovision

Pistill eftir Jón Trausta Reynisson

Í kjölfar Söngvakeppninnar árið 2024 skrifaði Jón Trausti um þær brotalínur menningarstríðs sem lágu í gegnum keppnina vegna stríðsreksturs Ísraels í Palestínu. „Því var áður spáð að hatrið myndi sigra, en það var í ár sem hræðslan við að sýna kærleika sigraði,“ skrifaði hann um það að hinn palestínski Bashar Murad hefði lotið í lægra haldi fyrir Heru Björk.

Birtist 3. mars.

7. „Bryndís Klara er dóttir mín“

Frétt eftir Erlu Hlynsdóttur

Birg­ir Karl Ósk­ars­son, fað­ir Bryn­dís­ar Klöru sem lést eft­ir árás á menn­ing­arnótt, minntist henn­ar með hlýju: „Hún var hjarta­hlýj­asta og sak­laus­asta mann­ver­an sem hef­ur stig­ið á þess­ari jörð.“

Birtist 31. ágúst.

8. Þið eruð óvitar! ­– hlustið á okkur

Auður Jónsdóttir skrifaði um þann „anda elítisma“ sem henni þótti einkenna kosningabaráttu Katrínar Jakobsdóttur, fyrrverandi forsætisráðherra. Þar kæmu saman menningarlegt vald, vald fjármagnsins og vald sjálfs valdakerfisins og leituðust við að styðja sinn frambjóðanda til sigurs.

Birtist 27. maí.

9. Sökktu kurli og seldu syndaaflausn

Rannsókn Bjartmars Odds Þeys Alexanderssonar og Sunnu Óskar Logadóttur

„Ýttu á takk­ann og bjarg­aðu heim­in­um,“ skrif­ar vís­inda­mað­ur af kald­hæðni er hann bend­ir um­hverf­is­ráðu­neyt­inu á var­úð­ar­orð ut­an úr heimi um að­ferð­ir sem fyr­ir­tæk­ið Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til að prófa í þágu lofts­lags í Ís­lands­höf­um. Að­gerð­irn­ar umbreytt­ust í allt ann­að en lagt var upp með.

Birtist 14. júní

10. Hjúkkan sem reyndi að bjarga mér á bráðamóttökunni – og sagði svo upp

Reynsla Erlu Maríu Markúsdóttur

„Fyrir tveimur árum, upp á dag, dvaldi ég á biðstofu á bráðamóttökunni í rúmar fimm klukkustundir án þess að hitta lækni. Hjúkrunarfræðingurinn sem reyndi að koma mér inn í kerfið gat það ekki. Hún gaf sjálf upp vonina og sagði upp.“

Birtist 17. maí.
Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
2
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Draumurinn um Grænland: „Make Greenland great again“
4
Erlent

Draum­ur­inn um Græn­land: „Make Green­land great again“

Fátt hef­ur vak­ið meiri at­hygli að und­an­förnu en yf­ir­lýs­ing­ar Don­alds Trump um Græn­land og áhuga hans á því að kom­ast þar til áhrifa, jafn­vel með hervaldi. „Make Green­land great again”, sagði for­set­inn til­von­andi í ræðu með stuðn­ings­fólki sínu. Trump er ekki fyrsti for­seti Banda­ríkj­anna sem hef­ur lýst áhuga á að ná yf­ir­ráð­um á Græn­landi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
1
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Læknamistök og handleggsbrot hafa markað ævi Ingu
4
Nærmynd

Læknamis­tök og hand­leggs­brot hafa mark­að ævi Ingu

Ingu Sæ­land fé­lags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra var ekki hug­að líf vegna skæðr­ar heila­himnu­bólgu þeg­ar hún var smá­barn. Hún lifði en sjón henn­ar tap­að­ist að miklu leyti. Inga þekk­ir bæði fá­tækt og sár­an missi, gift­ist sama mann­in­um tvisvar með 44 ára milli­bili og komst í úr­slit í X-Factor í milli­tíð­inni. Hand­leggs­brot eig­in­manns­ins og ít­rek­uð læknamis­tök á tí­unda ára­tugn­um steyptu fjöl­skyld­unni í vand­ræði.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár