Árið í myndum: Baráttan um Bessastaði

Þjóð­in gekk að kjör­borð­inu og valdi sér nýj­an for­seta í sum­ar. Tólf manns voru í fram­boði, þar á með­al nýhætt­ur for­sæt­is­ráð­herra og tvær kon­ur sem heita Halla. Hér er far­ið yf­ir bar­átt­una um Bessastaði í mynd­um og nokkr­um orð­um.

Á fyrsta degi ársins 2024 tilkynnti Guðni Th. Jóhannesson, sitjandi forseti Íslands, í nýársávarpi sínu að hann hygðist ekki sitja annað kjörtímabil á Bessastöðum. Hann hafði þá verið forseti frá árinu 2016.

Í framhaldinu stigu fjölmargir fram og freistuðu þess að gerast arftakar hans. Halla Tómasdóttir, forstjóri B Team,  endaði þó á að bera sigur úr býtum í gríðarlega spennandi kosningabaráttu.

Fyrsta ávarpiðAnnar kvenkyns forseti Íslands horfir á mynd af þeim fyrsta. Myndin er tekin rétt áður en Halla hélt fyrsta ávarp sitt sem forseti á svölunum á heimili sínu, daginn eftir kjördag.

Strax í fyrstu viku janúarmánuðar höfðu þjóðþekktir einstaklingar svo sem athafnamaðurinn Ástþór Magnússon og hæstaréttarlögmaðurinn og varaþingmaðurinn Arnar Þór Jónsson tilkynnt um framboð sín til embættisins. Talsvert fleiri áttu eftir að bætast í hópinn, en þegar upp var staðið bárust tólf gild framboð til forseta Íslands.

Baldur Þórhallson og herraStjórnmálafræðiprófessorinn Baldur Þórhallsson tilkynnti um framboð sitt í Bæjarbíói í Hafnarfirði í marsmánuði.

Fáeinum dögum áður en Baldur Þórhallsson tilkynnti framboð sitt hafði forstjórinn Halla Tómasdóttir sagst ætla að bjóða sig fram í annað skiptið. Hún hafði lotið í lægra haldi fyrir Guðna Th. í kosningunum 2016. Þá gáfu leikarinn Jón Gnarr og orkumálastjórinn Halla Hrund Logadóttir einnig kost á sér þegar á leið vorið. 

SjálfaFrambjóðendur tóku saman mynd eftir að hafa mæst í kappræðum í Pressu, dægurmálaþætti Heimildarinnar.

Stórtíðindi þóttu þegar forsætisráðherrann Katrín Jakobsdóttir tilkynnti í apríl að hún hygðist biðjast lausnar fyrir sig og sitt ráðuneyti til þess að gefa kost á sér til forseta. Þessi ákvörðun hafði það í för með sér að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, varð í annað sinn forsætisráðherra. 

Eftir að Katrín bauð sig fram mældist hún, samkvæmt skoðanakönnunum, vera sigurstranglegasti forsetaframbjóðandinn. Hún átti þó erfiðara uppdráttar eftir því sem á leið kosningabaráttuna, meðal annars vegna þeirra óvinsælda sem ríkisstjórnin, sem hún hafði leitt, hafði bakað sér. 

Slægðu fiskTíu frambjóðendur glímdu við þrautir, svo sem að slægja fisk, í Brimi við Grandagarð örfáum dögum fyrir kosningar. Hér má sjá Arnar Þór Jónsson og Ástþór Magnússon fylgjast grannt með sýnikennslu.

Umtalsverðar sviptingar urðu á fylgi frambjóðenda á meðan kosningabaráttunni stóð. Í lok apríl mældist Katrín með mest fylgi en Baldur Þórhallsson mældist rétt fyrir neðan hana. Þegar komið var fram í maí hafði Halla Hrund hins vegar tekið fram úr þeim báðum. Það fylgi átti þó eftir að dala allverulega og hafnaði hún að lokum í þriðja sæti.  

Þegar komið var á kjördag hafði Halla T náð til sín öðru sætinu í skoðanakönnunum á eftir Katrínu. Útséð virtist að önnur hvor þeirra myndi verða næsti forseti lýðveldisins.

KeppinautarKatrín Jakobsdóttir og Halla Tómasdóttir lentu í fyrsta og öðru sæti í kosningunum. Skoðanakannanir spáðu Katrínu sigri en Halla bar sigur úr býtum.

Umtalsverð spenna var áður en kosningavakan hófst að kvöldi 1. júní. Eftir að tölur fóru að berast varð þó fljótlega ljóst hvernig úrslitin myndu ráðast. 

Nýr forseti fagnar sigriHalla, eiginmaður hennar og börn bregðast við tölum á kosninganótt.

Þegar klukkan var orðin eitt um nótt hafði Halla Tómasdóttir fengið flest atkvæði í öllum kjördæmum. Eftir að fyrstu tölur höfðu verið kunngjörðar sagði Katrín að sér sýndist stefna í að Halla Tómasdóttir yrði næsti forseti Íslands. Óskaði forsætisráðherrann fyrrverandi keppinauti sínum til hamingju.

Halla Tómasdóttir var sett í embætti þann 1. ágúst. 

SigurvímaMúgur og margmenni var saman kominn til að fagna með Höllu T á kosningavöku hennar í Grósku.
Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Uppgjör ársins 2024

Erlendur annáll: Kosningar og ófriður lituðu árið
ErlentUppgjör ársins 2024

Er­lend­ur ann­áll: Kosn­ing­ar og ófrið­ur lit­uðu ár­ið

Pia Hans­son, for­stöðu­mað­ur Al­þjóða­mála­stofn­un­ar Há­skóla Ís­lands, seg­ir að ár­ið 2024 hafi ver­ið óvenju við­burð­ar­ríkt ár. Ár­ið ein­kennd­ist af kosn­ing­um þar sem sitj­andi vald­höf­um var refs­að og blóð­ug­um stríðs­átök­um sem stig­mögn­uð­ust á ár­inu. Pia seg­ist mið­að við það sem und­an hef­ur geng­ið í heims­mál­un­um fari hún því mið­ur ekki full bjart­sýni inn í nýja ár­ið.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár