Háleit markmið formannanna þriggja

Lækk­un vaxta, auk­in verð­mæta­sköp­un í at­vinnu­lífi og efna­hags­leg­ur stöð­ug­leiki eru á með­al þess sem ný rík­is­stjórn ætl­ar sér að setja á odd­inn. En hún ætl­ar líka að ráð­ast í gerð Sunda­braut­ar, festa hlut­deild­ar­lán í sessi, hækka ör­orku­líf­eyri, kjósa um að­ild­ar­við­ræð­ur við ESB og svo mætti lengi telja. Hér verð­ur far­ið í gróf­um drátt­um yf­ir stefnu­yf­ir­lýs­ingu rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

Háleit markmið formannanna þriggja
Í stafni Formenn stjórnarflokkanna þriggja kynntu áherslur sínar í Hafnarborg í dag. Mynd: Golli

Ný ríkisstjórn Viðreisnar, Samfylkingar og Flokks fólksins hefur sett sér háleit markmið. Stjórnin ætlar sér að byrja á því að ná stöðugleika í efnahagslífi og lækkun vaxta. Aukin verðmætasköpun í atvinnulífi er einnig sett á oddinn sem og bætt lífskjör landsmanna, eins og það er orðað í sáttmálanum. 

Ráðherraembætti verða eftirfarandi:

  • Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra.
  • Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra.
  • Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra.
  • Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra.
  • Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra.
  • Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra.
  • Ásthildur Lóa Þórsdóttir, mennta- og barnamálaráðherra.
  • Eyjólfur Ármannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
  • Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
  • Alma D. Möller, heilbrigðisráðherra.
  • Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra.

Hér eru markmið nýrrar ríkisstjórnar í grófum dráttum: 

1. Stöðugleiki í efnahagslífi með lækkun vaxta

2. Aukin verðmætasköpun í atvinnulífi

3. Bætt lífskjör fólksins í landinu. Húsnæðisöryggi í forgangi

4. Uppræta fátækt og hækka greiðslur til tekjulægri lífeyrisþega

5. Einföldun stjórnsýslu og hagræðing í ríkisrekstri

6. Fjárfesting í innviðum, meðal annars til þess að efla heilbrigðis- og velferðarþjónustu og auka verðmætasköpun

7. Huga að íslenskri tungu, menningu og náttúru

8. Hafa mannréttindi og virðingu fyrir fjölbreytileika sem leiðarljós

Aðgerðirnar

23 aðgerðir eru kynntar til sögunnar til þess að ná þessum markmiðum. Þær eru misskýrar. Hér förum við yfir nokkrar þeirra.

1. Hagræða og einfalda stjórnsýslu og sameina stofnanir. Ný ríkisstjórn hefur þó ekki kynnt hvaða stofnanir verða sameinaðara eða með hvaða hætti nákvæmlega hagrætt verður í rekstri.

2. Móta auðlindastefu um „sjálfbæra nýtingu og réttlát auðlindagjöld sem renni að hluta til nærsamfélags“. Samþykkja ákvæði í stjórnarskrá um auðlindir í þjóðareign.

3. Auka fjárfestingu í samgöngum og hefja kraftmiklar framkvæmdir um allt land, vinna í jarðgangagerð, ráðast í útbætur í samræmi við samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins. Þá ætlar stjórnin sér að hefjast handa við framkvæmd Sundabrautar og innheimta fyrir það veggjöld.

4. Ráðast í bráðaaðgerðir til að fjölga íbúðum hratt. Breyta lögum um skammtímaleigu, liðka fyrir uppbyggingu færanlegra einingahúsa og umbreytingu atvinnuhúsnæðis í íbúðir. Hlutdeildarlán verða jafnframt fest í sessi. 

5. Herða eftirlit með starfsmannaleigum, efla heimildir til vinnustaðaeftirlits og fleira til þess að draga úr félagslegum undirboðum á vinnumarkaði

6. Auka orkuöflun, styrkja flutningskerfi og bæta orkunýtni, meðal annars með því að einfalda ferli leyfisveitinga. Verkefni í nýtingarflokki verða látin njóta forgangs. Breyta raforkulögum til að tryggja forgang heimila og almennra notenda.

7. Ráðast í markvissar loftslagsaðgerðir til þess að ná kolefnishlutleysi fyrir árið 2040. Ráðist í aðgerðir til að vernda hafsvæði og ósnortin víðerni.

8. Hækka örorku- og ellilífeyri á hverju ári til samræmis við hækkun launavísitölu en þó aldrei minna en verðlag. Almennt frítekjumark ellilífeyris hækkar í skrefum upp í 60 þúsund krónur á mánuði, tekið verður upp frítekjumark ellilífeyris vegna vaxtatekna og dregið úr skerðingum lífeyris vegna atvinnutekna.

9. Lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og fjármagna þann fjölda samninga um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) sem gefin hafa verið fyrirheit um.

10. Taka upp auðlindagjald fyrir aðgang ferðamanna að náttúuperlum.

11. Gera kröfur um gagnsæi í eignarhaldi í sjávarútvegi. Tryggðir 48 dagar til strandveiða. Styrkja lagaumgjörð fiskeldis og breyta jarðarlögum til að vinna gegn samþjöppun. 

12. Styðja „myndarlega“ við listir og menningu.

13. Fjölga hjúkrunarrýmum, efla heimaþjónustu, vinna að því að allir landsmenn fái fastan heimilislækni.

14. Sókn í menntamálum.

15. Uppræta fordóma, meðal annars með jafnréttis- og hinseginfræðslu. 

16. Heimila afturköllun alþjóðlegrar verndar og brottvísun fólks sem fremur alvarleg afbrot. 

17. Breytingar á fæðingarorlofskerfi, hækka fæðingarstyri námsmanna og fólks utan vinnumarkaðar, tryggja óskertar tekjur tekjulægri foreldra. 

18. Fjölga lögreglumönnum verulega. Styrkja réttarkerfið til að tryggja hraða málsmeðferð.

19. Bæta samskipti ríkis og sveitarfélaga.

20. Vinna áfram með Grindavíkurbæ um lausn á málefnum sveitarfélagsins, íbúa o.fl. 

21. Breyta kosningalögum til þess að auka jafnræði í atkvæðavægi og þingsætadreifingu. 

22. Þjóðaratkvæðagreiðsla um viðræður um aðild að ESB eigi síðar en 2027. 

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • JGG
    Jóhanna Gréta Guðmundsdóttir skrifaði
    Hipp hipp húrra!! Spennandi tímar framundan.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
2
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
Hvað gerðist í Suður-Mjódd?
4
Úttekt

Hvað gerð­ist í Suð­ur-Mjódd?

Hvernig get­ur það kom­ið kjörn­um full­trú­um Reykja­vík­ur­borg­ar á óvart að stærð­ar­inn­ar at­vinnu­hús­næði rísi næst­um inni í stofu hjá íbú­um í Breið­holti? Svar­ið ligg­ur ekki í aug­um uppi, en Dóra Björt Guð­jóns­dótt­ir, formað­ur um­hverf­is- og skipu­lags­ráðs borg­ar­inn­ar, seg­ir mál­ið frem­ur frá­vik frá stefnu borg­ar­stjórn­ar­meiri­hlut­ans um þétta bland­aða byggð frem­ur en af­leið­inga henn­ar.
Arnar Þór Ingólfsson
6
PistillSnertilausar greiðslur í Strætó

Arnar Þór Ingólfsson

Loks­ins, eitt­hvað sem bara virk­ar

Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar tók Strætó í vinn­una í morg­un og greiddi fyr­ir far­mið­ann á sek­úndu­broti með greiðslu­korti í sím­an­um. Í neyt­enda­gagn­rýni á snerti­laus­ar greiðsl­ur í Strætó seg­ir að það sé hress­andi til­breyt­ing að Strætó kynni til leiks nýj­ung sem virð­ist vera til mik­ill bóta fyr­ir not­end­ur al­menn­ings­sam­gangna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
3
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
5
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
5
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár