Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Háleit markmið formannanna þriggja

Lækk­un vaxta, auk­in verð­mæta­sköp­un í at­vinnu­lífi og efna­hags­leg­ur stöð­ug­leiki eru á með­al þess sem ný rík­is­stjórn ætl­ar sér að setja á odd­inn. En hún ætl­ar líka að ráð­ast í gerð Sunda­braut­ar, festa hlut­deild­ar­lán í sessi, hækka ör­orku­líf­eyri, kjósa um að­ild­ar­við­ræð­ur við ESB og svo mætti lengi telja. Hér verð­ur far­ið í gróf­um drátt­um yf­ir stefnu­yf­ir­lýs­ingu rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

Háleit markmið formannanna þriggja
Í stafni Formenn stjórnarflokkanna þriggja kynntu áherslur sínar í Hafnarborg í dag. Mynd: Golli

Ný ríkisstjórn Viðreisnar, Samfylkingar og Flokks fólksins hefur sett sér háleit markmið. Stjórnin ætlar sér að byrja á því að ná stöðugleika í efnahagslífi og lækkun vaxta. Aukin verðmætasköpun í atvinnulífi er einnig sett á oddinn sem og bætt lífskjör landsmanna, eins og það er orðað í sáttmálanum. 

Ráðherraembætti verða eftirfarandi:

  • Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra.
  • Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra.
  • Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra.
  • Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra.
  • Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra.
  • Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra.
  • Ásthildur Lóa Þórsdóttir, mennta- og barnamálaráðherra.
  • Eyjólfur Ármannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
  • Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
  • Alma D. Möller, heilbrigðisráðherra.
  • Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra.

Hér eru markmið nýrrar ríkisstjórnar í grófum dráttum: 

1. Stöðugleiki í efnahagslífi með lækkun vaxta

2. Aukin verðmætasköpun í atvinnulífi

3. Bætt lífskjör fólksins í landinu. Húsnæðisöryggi í forgangi

4. Uppræta fátækt og hækka greiðslur til tekjulægri lífeyrisþega

5. Einföldun stjórnsýslu og hagræðing í ríkisrekstri

6. Fjárfesting í innviðum, meðal annars til þess að efla heilbrigðis- og velferðarþjónustu og auka verðmætasköpun

7. Huga að íslenskri tungu, menningu og náttúru

8. Hafa mannréttindi og virðingu fyrir fjölbreytileika sem leiðarljós

Aðgerðirnar

23 aðgerðir eru kynntar til sögunnar til þess að ná þessum markmiðum. Þær eru misskýrar. Hér förum við yfir nokkrar þeirra.

1. Hagræða og einfalda stjórnsýslu og sameina stofnanir. Ný ríkisstjórn hefur þó ekki kynnt hvaða stofnanir verða sameinaðara eða með hvaða hætti nákvæmlega hagrætt verður í rekstri.

2. Móta auðlindastefu um „sjálfbæra nýtingu og réttlát auðlindagjöld sem renni að hluta til nærsamfélags“. Samþykkja ákvæði í stjórnarskrá um auðlindir í þjóðareign.

3. Auka fjárfestingu í samgöngum og hefja kraftmiklar framkvæmdir um allt land, vinna í jarðgangagerð, ráðast í útbætur í samræmi við samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins. Þá ætlar stjórnin sér að hefjast handa við framkvæmd Sundabrautar og innheimta fyrir það veggjöld.

4. Ráðast í bráðaaðgerðir til að fjölga íbúðum hratt. Breyta lögum um skammtímaleigu, liðka fyrir uppbyggingu færanlegra einingahúsa og umbreytingu atvinnuhúsnæðis í íbúðir. Hlutdeildarlán verða jafnframt fest í sessi. 

5. Herða eftirlit með starfsmannaleigum, efla heimildir til vinnustaðaeftirlits og fleira til þess að draga úr félagslegum undirboðum á vinnumarkaði

6. Auka orkuöflun, styrkja flutningskerfi og bæta orkunýtni, meðal annars með því að einfalda ferli leyfisveitinga. Verkefni í nýtingarflokki verða látin njóta forgangs. Breyta raforkulögum til að tryggja forgang heimila og almennra notenda.

7. Ráðast í markvissar loftslagsaðgerðir til þess að ná kolefnishlutleysi fyrir árið 2040. Ráðist í aðgerðir til að vernda hafsvæði og ósnortin víðerni.

8. Hækka örorku- og ellilífeyri á hverju ári til samræmis við hækkun launavísitölu en þó aldrei minna en verðlag. Almennt frítekjumark ellilífeyris hækkar í skrefum upp í 60 þúsund krónur á mánuði, tekið verður upp frítekjumark ellilífeyris vegna vaxtatekna og dregið úr skerðingum lífeyris vegna atvinnutekna.

9. Lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og fjármagna þann fjölda samninga um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) sem gefin hafa verið fyrirheit um.

10. Taka upp auðlindagjald fyrir aðgang ferðamanna að náttúuperlum.

11. Gera kröfur um gagnsæi í eignarhaldi í sjávarútvegi. Tryggðir 48 dagar til strandveiða. Styrkja lagaumgjörð fiskeldis og breyta jarðarlögum til að vinna gegn samþjöppun. 

12. Styðja „myndarlega“ við listir og menningu.

13. Fjölga hjúkrunarrýmum, efla heimaþjónustu, vinna að því að allir landsmenn fái fastan heimilislækni.

14. Sókn í menntamálum.

15. Uppræta fordóma, meðal annars með jafnréttis- og hinseginfræðslu. 

16. Heimila afturköllun alþjóðlegrar verndar og brottvísun fólks sem fremur alvarleg afbrot. 

17. Breytingar á fæðingarorlofskerfi, hækka fæðingarstyri námsmanna og fólks utan vinnumarkaðar, tryggja óskertar tekjur tekjulægri foreldra. 

18. Fjölga lögreglumönnum verulega. Styrkja réttarkerfið til að tryggja hraða málsmeðferð.

19. Bæta samskipti ríkis og sveitarfélaga.

20. Vinna áfram með Grindavíkurbæ um lausn á málefnum sveitarfélagsins, íbúa o.fl. 

21. Breyta kosningalögum til þess að auka jafnræði í atkvæðavægi og þingsætadreifingu. 

22. Þjóðaratkvæðagreiðsla um viðræður um aðild að ESB eigi síðar en 2027. 

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • JGG
    Jóhanna Gréta Guðmundsdóttir skrifaði
    Hipp hipp húrra!! Spennandi tímar framundan.
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Sólveig Anna sendi bréf á móðurfélög Subway og Hard Rock Cafe
6
Fréttir

Sól­veig Anna sendi bréf á móð­ur­fé­lög Su­bway og Hard Rock Ca­fe

Fé­lög­in sem reka Su­bway og Hard Rock Ca­fé á Ís­landi eru að­il­ar að SVEIT, sem Efl­ing seg­ir að stað­ið hafi fyr­ir stofn­un gervistétt­ar­fé­lags til að rýra kjör starfs­manna í veit­inga­geir­an­um. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur fé­lags­ins hef­ur nú skrif­að bréf út til al­þjóð­legra móð­ur­fé­laga þess­ara tveggja veit­inga­staða­keðja og beð­ið þau um að rann­saka starfs­hætti sér­leyf­is­haf­ana hér­lend­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
5
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár