Stefnt verður að því að kjósa um áframhaldandi viðræður um ESB samkvæmt upplýsingum Heimildarinnar og verður málið kynnt á fundi nýrrar ríkisstjórnar á morgun þegar áherslur stjórnarsáttmálans verða opinberaðar.
Lítil andstaða var við hugmyndina í samningaviðræðunum. Heimildarmenn segja þó að það sé óljósara hvenær verði kosið. Þó má gera ráð fyrir að kosningarnar færu að minnsta kosti fram á seinnihluta kjörtímabilsins.
Þær skýringar fengust að flokkarnir vilja bæði undirbúa jarðveginn vel en ekki síst sjá hver þróunin verður í alþjóðaumhverfinu, þá sérstaklega með tilliti til nýs forseta Bandaríkjanna, Donald Trump, sem hefur hótað miklum tollum á erlendan innflutning.
Sátt um kosningar um ESB
Formaður Viðreisnar er sagður hafa verið ósveigjanlegur þegar kom að ESB og féllust bæði formenn Flokks fólksins og Samfylkingarinnar á að kjósa um áframhaldandi viðræður. Það hefur verið lengi á stefnuskrá Samfylkingarinnar að sækja um ESB og leyfa þjóðinni að kjósa um inngöngu en flokkurinn lagði enga …
Það má því færa rök fyrir því að með þátttöku í EES felist fullveldisafsal en ekki í ESB aðild. Þar er um að ræða samstarf ríkja þar sem við tökum fullan þátt.
Ásmundur Harðarson. EES samningurinn var sérhannaður til að komast hjá þessu og í bókun 35 við hann er sérstaklega tekið fram að samningsaðilum sé ekki gert að framselja löggjafarvald til stofnana Evrópska efnahagssvæðisins. Menn hafa svo deilt um það hvort samningurinn gangi þrátt fyrir þetta of nærri því að fela í sér valdaframsal og sú umræða á alveg rétt á sér. Hvað sem því líður myndi ESB aðild óumdeilanlega útheimta framsal löggjafavalds sem færi yfir þessa línu og það leyfir stjórnarskráin ekki.
Sveinn í Felli. Samningar geta ekki vikið til hliðar ákvæðum stjórnarskrár sem er og verður alltaf æðsta lagaheimild íslenskra laga. Það er ekkert í stjórnarskránni sem bannar íslenskum stjórnvöldum að semja við erlend ríki eða bandalög um tímabundin afnot af landsvæði eða umferðarrétt. Varnarsamningurinn fól ekki heldur í sér neitt framsal á ríkisvaldi í líkingu við það sem ESB aðild myndi gera.