Þegar undirrituð var ung afgreiðslustúlka í bókabúð Máls og menningar bar það við að reyndir karlar véku sér að henni og vöruðu hana við að það væri þyrnum stráð braut að vera rithöfundur. Henni datt ekki í hug að taka mark á þeim, að gefa út sína fyrstu bók, spennt að skála fyrir henni á Kaffibarnum eða Nelly´s.
Svona löngu síðar er ómögulegt að muna hver sagði hvað en konu rámar í safaríkt rabb á þessum nótum við lífsreynda kappa á borð við merkisþýðandann Erling E. Halldórsson og líka Helga Guðmundsson, prófessor í íslenskum fræðum. Kannski voru það samt einhverjir aðrir sem vöruðu hana við þyrnunum; þarna pompuðu upp hinir og þessir lífsreyndu karlar og auðvitað konur líka. Og fólk sem rambaði inn í bókabúð til að stytta sér stundir yfir skræðum var oft ekki síður áhugavert en skræðurnar sem það var að glugga í.
Stúlka varð margs vísari, …
Athugasemdir