Margir bókmenntanördar hafa það fyrir sið að reyna að geta sér fyrir fram til um hvaða bækur verði tilnefndar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og gengur að sjálfsögðu misvel. Þegar tilnefningar voru kynntar í lok nóvembermánaðar var Jarðljós, tíunda ljóðabókar Gerðar Kristnýjar, nýkomin á náttborðið hjá þeirri sem hér skrifar og rataði hiklaust á gisklistann. Sú var enda raunin að Gerður hlaut tilnefningu til verðlaunanna og er það ekki í fyrsta sinn. Verðlaunin hefur hún einu sinni hreppt, fyrir Blóðhófni árið 2010.
Hennar sterka skáldrödd
Skáldið skiptir Jarðljósi upp í fimm kafla sem hver gæti nánast staðið sem sjálfstæð ljóðabók og við endurtekinn lestur kemur ósjálfrátt sá ryþmi í lesandann að vilja kafa í einn kafla í senn. Ljóðin innan hvers kafla hverfast um tiltekin þemu eða sömu uppsprettuna, en það eru svo stílbrögð Gerðar og hennar sterka skáldrödd sem ljá bókinni heildarsvipinn. Stíll hennar er meitlaður og í honum er einhver …
Athugasemdir