Ísrael og Palestína: „Stjórnvöld sem líkja má við mafíur“

Dor­rit Moussai­eff er með mörg járn í eld­in­um. Hún ferð­ast víða um heim vegna starfs síns og eig­in­manns­ins, Ól­afs Ragn­ars Gríms­son­ar, þekk­ir fólk frá öll­um heims­horn­um og hef­ur ákveðna sýn á við­skipta­líf­inu og heims­mál­un­um. Hún er heims­kona sem hef­ur í ára­tugi ver­ið áber­andi í við­skipta­líf­inu í Englandi. Þessi heims­kona og fyrr­ver­andi for­setafrú Ís­lands er elsku­leg og elsk­ar klón­aða hund­inn sinn, Sam­son, af öllu hjarta.

Ísrael og Palestína: „Stjórnvöld sem líkja má við mafíur“

Dorrit Moussaieff, fyrrverandi forsetafrú. Við hittumst fyrst í október á Artic Circle, Hringborði norðurslóða, sem fór fram í Hörpu. Eiginmaður hennar, Ólafur Ragnar Grímsson, er forsvarsmaður þingsins, sem er helsti vettvangur heimsins þegar kemur að málefnum norðurslóða og þangað mætir fólk víða að úr heiminum. Af því tilefni var hún stödd hér á landi. 

Dorrit situr í sófa á Edition-hótelinu og talar í síma. Rétt hjá situr Samson, hundurinn hennar. Hún heilsar hlýlega, býður upp á te og hellir vatni úr plastflösku í skál fyrir Samson.

„Ég ferðast allt of mikið,“ segir hún, „bæði vinnunnar vegna og eins með eiginmanninum. Ég ferðast mikið með Ólafi í tengslum við vinnu hans,“ segir hún, en hjónin eru tiltölulega nýkomin heim frá Abu Dabi. Almennt þarf hún að ferðast í hverri viku eða aðra hverja viku, útskýrir Dorrit. „Ég hef aldrei verið hrifin af ferðalögum. Ef ég gæti myndi ég alltaf vera á …

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár