Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Emma frá Acton, nei, Asma forsetafrú, kaupir sér hálsmen

Hér er kom­ið fram­hald grein­ar frá í síð­ustu viku og leit­ast báð­ar við að skýra hvernig vel mein­andi nú­tíma­stúlka varð að hryss­ings­legri frú grimms ein­ræð­is­herra.

Emma frá Acton, nei, Asma forsetafrú, kaupir sér hálsmen
Eitt alræmdasta viðtal vestrænnar tímaritasögu var þegar tískublaðið Vogue birti 2011 slepjulegt viðhafnarviðtal við „rósina í eyðimörkinni“, forsetafrú Sýrlands, sem „hefur þá köllun að skapa ljósbera menningar og veraldarhyggju í púðurtunnu svæðisins og verða mannúðleg á stjórn mannsins hennar“. Þegar þetta var tekið og birt var stjórn Assads þegar byrjuð að ofsækja og drepa mótmælendur af fullum krafti.

Emma Akhras sat hin kátasta við tölvuna. Á vafri sínu um netið hafði hún rekist á heimasíðu hjá ógnarfínni skartgripaverslun í París og munirnir sem þar voru á boðstólum voru vægast sagt ægifagrir.

Emma stækkaði myndirnar til að dást að gimsteinunum, gullinu og stórkostlegu handverkinu. Hún taldi sig nú engan sérfræðing í fínum skartgripum. Heima í Acton, úthverfi London, þar sem hún ólst upp, höfðu foreldrar hennar sosum alltaf nóg fé handa á milli en hvergi nærri nóg til að eyða í svo dýrt glæsiglingur sem fékkst í þessari verslun á Signubökkum.

Og foreldrunum hefði líka vísast þótt svona lagað argasti hégómi.

Þau voru ekkert strangtrúuð. Emma fékk að skemmta sér við allt það sama popp og tískudót og aðrar stúlkur í London á hennar reki. Hún fékk að fara á tónleika með bæði Queen og George Michael með vinkonum sínum. En óþarfa bruðl litu foreldrarnir hornauga.

En síðan …

Kjósa
29
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Það rís úr djúpinu 2: Lífið fæddist í grimmu úthafi og miklu fyrr en talið var
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 2: Líf­ið fædd­ist í grimmu út­hafi og miklu fyrr en tal­ið var

Þeg­ar ég var strák­ur og las fjöl­fræði­bæk­ur þá var mynd­in af upp­hafi lífs­ins á Jörð­inni ein­hvern veg­inn svona: Á huggu­legri frið­sælli strönd hafði mynd­ast grunn­ur poll­ur í flæð­ar­mál­inu. Með flóð­inu bár­ust dag­lega allskon­ar efni í poll­inn sem síð­an urðu eft­ir þeg­ar fjar­aði. Að lok­um var poll­ur­inn orð­inn lík­ast­ur þykkri súpu af allskon­ar efn­um, ekki síst kol­efni en líka fjölda annarra...
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár