Emma Akhras sat hin kátasta við tölvuna. Á vafri sínu um netið hafði hún rekist á heimasíðu hjá ógnarfínni skartgripaverslun í París og munirnir sem þar voru á boðstólum voru vægast sagt ægifagrir.
Emma stækkaði myndirnar til að dást að gimsteinunum, gullinu og stórkostlegu handverkinu. Hún taldi sig nú engan sérfræðing í fínum skartgripum. Heima í Acton, úthverfi London, þar sem hún ólst upp, höfðu foreldrar hennar sosum alltaf nóg fé handa á milli en hvergi nærri nóg til að eyða í svo dýrt glæsiglingur sem fékkst í þessari verslun á Signubökkum.
Og foreldrunum hefði líka vísast þótt svona lagað argasti hégómi.
Þau voru ekkert strangtrúuð. Emma fékk að skemmta sér við allt það sama popp og tískudót og aðrar stúlkur í London á hennar reki. Hún fékk að fara á tónleika með bæði Queen og George Michael með vinkonum sínum. En óþarfa bruðl litu foreldrarnir hornauga.
En síðan …
Athugasemdir