Emma frá Acton, nei, Asma forsetafrú, kaupir sér hálsmen

Hér er kom­ið fram­hald grein­ar frá í síð­ustu viku og leit­ast báð­ar við að skýra hvernig vel mein­andi nú­tíma­stúlka varð að hryss­ings­legri frú grimms ein­ræð­is­herra.

Emma frá Acton, nei, Asma forsetafrú, kaupir sér hálsmen
Eitt alræmdasta viðtal vestrænnar tímaritasögu var þegar tískublaðið Vogue birti 2011 slepjulegt viðhafnarviðtal við „rósina í eyðimörkinni“, forsetafrú Sýrlands, sem „hefur þá köllun að skapa ljósbera menningar og veraldarhyggju í púðurtunnu svæðisins og verða mannúðleg á stjórn mannsins hennar“. Þegar þetta var tekið og birt var stjórn Assads þegar byrjuð að ofsækja og drepa mótmælendur af fullum krafti.

Emma Akhras sat hin kátasta við tölvuna. Á vafri sínu um netið hafði hún rekist á heimasíðu hjá ógnarfínni skartgripaverslun í París og munirnir sem þar voru á boðstólum voru vægast sagt ægifagrir.

Emma stækkaði myndirnar til að dást að gimsteinunum, gullinu og stórkostlegu handverkinu. Hún taldi sig nú engan sérfræðing í fínum skartgripum. Heima í Acton, úthverfi London, þar sem hún ólst upp, höfðu foreldrar hennar sosum alltaf nóg fé handa á milli en hvergi nærri nóg til að eyða í svo dýrt glæsiglingur.

Og foreldrunum hefði líka vísast þótt svona lagað argasti hégómi.

Þau voru ekkert strangtrúuð. Emma fékk að skemmta sér við allt það sama popp og tískudót og aðrar stúlkur á hennar reki. Hún fékk að fara á tónleika með bæði Queen og George Michael með vinkonum sínum. En óþarfa bruðl litu foreldrarnir hornauga.

En síðan Emma giftist manninum sínum hafði ýmislegt breyst. Peningar voru …

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Nýtt efni

Ópera eða þungarokk? - Áhrif smekks á viðhorf annarra til okkar
Samtal við samfélagið#8

Ópera eða þung­arokk? - Áhrif smekks á við­horf annarra til okk­ar

Hef­ur smekk­ur okk­ar áhrif á hvernig aðr­ir meta okk­ur? Mads Meier Jæ­ger, pró­fess­or við Kaup­manna­hafn­ar­skóla, svar­aði þeirri spurn­ingu á fyr­ir­lestri sem hann flutti ný­lega á veg­um fé­lags­fræð­inn­ar og hann ræddi rann­sókn­ir sín­ar í spjalli við Sigrúnu í kjöl­far­ið. Því hef­ur oft ver­ið hald­ið fram að meiri virð­ing sé tengd smekk sem telst til há­menn­ing­ar (t.d. að hlusta á óper­ur eða kunna að meta ostr­ur) en lægri virð­ing smekk sem er tal­inn end­ur­spegla lág­menn­ingu (t.d. að hlusta á þung­arokk eða vilja bara ost­borg­ara). Á svip­að­an hátt er fólk sem bland­ar sam­an há- og lág­menn­ingu oft met­ið hærra en þau sem hafa ein­ung­is áhuga á öðru hvoru form­inu. Með meg­in­d­leg­um og eig­ind­leg­um að­ferð­um sýn­ir Mads fram á að bæði sjón­ar­horn­in skipta máli fyr­ir hvernig fólk er met­ið í dönsku sam­fé­lagi. Dan­ir álíta til dæm­is að þau sem þekkja og kunna að meta hluti sem tengj­ast há­menn­ingu fær­ari á efna­hags­svið­inu og fólk ber meiri virð­ingu fyr­ir slík­um ein­stak­ling­um en þau sem að geta bland­að sam­an há-og lág­menn­ingu eru tal­in áhuga­verð­ari og álit­in hafa hærri fé­lags­lega stöðu. Þau Sigrún ræða um af hverju og hvernig slík­ar skil­grein­ing­ar hafa áhuga á mögu­leika okk­ar og tæki­færi í sam­fé­lag­inu. Þau setja nið­ur­stöð­urn­ar einnig í sam­hengi við stefnu­mót­un, en rann­sókn­ir Mads hafa með­al ann­ars ver­ið not­að­ar til að móta mennta­stefnu í Dan­mörku.

Mest lesið undanfarið ár