Þú veist að hún er náttúrlega áhyggjurófa.“
„Já, er hún það?“
„Já, svona eins og mamma sín.“
Svona minnist Hrund Ólafsdóttir samtals við lækni um veikindi dóttur hennar fyrir 25 árum síðan. Þó að langt sé um liðið vill Hrund segja sögu þeirra mæðgna nú vegna þess að hún hefur aftur og aftur séð sama mynstur endurtaka sig: Að áhyggjur mæðra af heilsufari barna sinna séu hundsaðar, stundum með mjög alvarlegum afleiðingum.
Sögur mæðra af því að vera sendar burt og sagt að róa sig yfir heilsufari barna sinna birtast um það bil árlega í viðtölum við mæður í íslenskum fjölmiðlum. Í þessum frásögnum hafa þær lýst því að betur hefði verið hlustað á áhyggjur þeirra því þá hefði verið hægt að grípa fyrr inn í alvarleg veikindi. Síðast vakti slíkt mál mikla athygli í fyrra þegar móðir lýsti því að hafa farið með sjö vikna dóttur sína á …
Athugasemdir (2)