Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
Mæðgur Elísa Ósk og Snæbjörg Fanney dóttir hennar. „Það er ekki rétt að þetta geti ekki tekist,“ segir Elísa um barneignir kvenna með PCOS. Mynd: Golli

Þú ert með PCOS, ef þú ætlar einhvern tímann að eignast barn þá myndi ég byrja að reyna núna,“ sagði kvensjúkdómalæknir Elísu Óskar Línadóttur þar sem hún sat inni á stofu hjá honum 19 ára gömul og nýbúin í ómskoðun.

Elísu var brugðið. Hún hafði alltaf ímyndað sér að hún yrði móðir og gekk því út hugsandi: „Ef ég ætla að verða mamma þá þarf ég bara að byrja núna.“

Þó að Elísa hafi þarna verið greind með sjúkdóm sem hefur áhrif á margt annað en frjósemi kvenna þá fylgdu engar ráðleggingar um hennar eigin heilsu. Áherslan var öll á barneignir.

„Það var engin ráðgjöf, það var ekki neitt,“ segir Elísa. „Ég var ekkert tilbúin í að verða mamma. Ég var að útskrifast úr fjölbraut og var að fara í háskólanám og bara lifa lífinu.“

Elísa er viðmælandi í fjórða …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Móðursýkiskastið

Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
Lenti í fæðingunni sem hún óttaðist mest
ViðtalMóðursýkiskastið

Lenti í fæð­ing­unni sem hún ótt­að­ist mest

„Það erf­ið­asta var að það var ekki hlustað á mig þeg­ar ég sagði: Það er eitt­hvað óeðli­legt í gangi,“ seg­ir Sigrún Lilja Guð­jóns­dótt­ir, sem gekk í gegn­um mjög erf­iða fæð­ingu með eft­ir­mál­um á borð við lífs­hættu­leg­an blóð­missi, sýk­ingu, að­gerð og fæð­ing­ar­þung­lyndi. Hún kall­ar eft­ir því að bet­ur sé hlustað á kon­ur sem segja frá óeðli­leg­um sárs­auka og að ókeyp­is neyð­ar­þjón­ustu sé kom­ið á fyr­ir þær sem lenda í al­var­legu fæð­ing­ar­þung­lyndi.
Veikindi kvenna afskrifuð: „Hún er bara móðursjúk“
ÚttektMóðursýkiskastið

Veik­indi kvenna af­skrif­uð: „Hún er bara móð­ur­sjúk“

Ein var köll­uð fík­ill þeg­ar hún lýsti óbæri­leg­um lík­am­leg­um kvöl­um. Svo var hún sögð með heilsu­kvíða. Önn­ur var sögð ímynd­un­ar­veik. Sú þriðja áhyggjurófa. Dótt­ir henn­ar, sem var með ógreint heila­æxli, fékk sama við­ur­nefni. Sög­ur þess­ara kvenna, kvenna sem hafa mætt skiln­ings­leysi inn­an heil­brigðis­kerf­is­ins þrátt fyr­ir al­var­leg­an heilsu­brest, eru sagð­ar í nýj­um hlað­varps­þátt­um Heim­ild­ar­inn­ar: Móð­ur­sýkiskast­inu.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár