Þú ert með PCOS, ef þú ætlar einhvern tímann að eignast barn þá myndi ég byrja að reyna núna,“ sagði kvensjúkdómalæknir Elísu Óskar Línadóttur þar sem hún sat inni á stofu hjá honum 19 ára gömul og nýbúin í ómskoðun.
Elísu var brugðið. Hún hafði alltaf ímyndað sér að hún yrði móðir og gekk því út hugsandi: „Ef ég ætla að verða mamma þá þarf ég bara að byrja núna.“
Þó að Elísa hafi þarna verið greind með sjúkdóm sem hefur áhrif á margt annað en frjósemi kvenna þá fylgdu engar ráðleggingar um hennar eigin heilsu. Áherslan var öll á barneignir.
„Það var engin ráðgjöf, það var ekki neitt,“ segir Elísa. „Ég var ekkert tilbúin í að verða mamma. Ég var að útskrifast úr fjölbraut og var að fara í háskólanám og bara lifa lífinu.“
Elísa er viðmælandi í fjórða …
Athugasemdir