Dúkur eða renningur á borð, greni og kerti er eitthvað sem mér finnst ómissandi á jólaborðið.
Þegar kemur að jólaborðum finnst mér gaman að hafa þau eins náttúruleg og hægt er, grænt, kremað, hvítt og dass af rauðum blæ kemur alltaf sterkt inn og passar vel saman.
Hugmyndir að skrauti sem er hægt að bæta við á borðið eru til dæmis að vera með þurrkaðar appelsínur í bland við greni, svona til að poppa aðeins upp litinn á borðinu ef matarborðið er frekar neutral. Fallegt er að dreifa eucalyptus laufum á borðið ásamt lágum og háum kertastjökum sem mynda alltaf huggulegt andrúmsloft. Til að bæta rauða litnum við á borðið, þá er smart að vera með rauðar berjagreinar í vasa, rauðar servíettur eða kerti.
Eitt af því sem setur stemningu við matarborðið eru fallegar servíettur, hvort sem maður vill vera með margnota servíettur, til dæmis úr hör, eða einnota. Það …
Athugasemdir