Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

Isavia þarf að greiða 163 milljónir vegna kyrrsetningar á farþegaþotu

Isa­via tap­aði máli gegn þýsku flug­fé­lagi sem mátti sæta að far­þega­þota á þess veg­um var kyrr­sett hér á landi. Mál­ið nær til þýskra dóm­stóla, en tek­ist var á um Lúg­anó­sam­komu­lag­ið svo­kall­aða.

Isavia þarf að greiða 163 milljónir vegna kyrrsetningar á farþegaþotu
Isavia þarf að greiða þýsku þrotabúi 163 milljónir vegna kyrrsetningar á farþegaþotu. Athugið að myndin tengist ekki efni fréttarinnar beint. Mynd: Shutterstock

Þrotabúi Air Berlin er heimilt að gera fjárnám hjá Isavia til greiðslu skuldar upp á 163 milljónir króna samkvæmt niðurstöðu Héraðsdóms Reykjaness sem féll í gær.

Málið tengist deilu Isavia við Air Berlin sem fór í greiðsluþrot. Til þess að tryggja endurheimtu vegna þjón­ustu á Kefla­vík­ur­flug­velli sem var óuppgerð, endaði sýslumaður­inn á Suður­nesj­um á því að kyrr­setja vél fyr­ir­tæk­is­ins að beiðni Isa­via.

Lufthansa keypti félagið sama ár og var aðgerð Isavia harðlega gangrýnd af sumum fyrir óbilgirni í því ljósi, en Lufthansa er eitt stærsta flugfélag Evrópu.

Air Berlin höfðaði fyrst mál fyrir Landsdómi í Berlín í Þýskalandi og sigraði þar málið að því er fram kemur í dómi héraðsdóms. Þeim úrskurði var svo áfrýjað til yfirréttar þar í landi sem staðfesti úrskurð Landsdóms Berlínar.

Isavia hafnaði því að dómstóllinn hefði lögsögu hér á landi í ljósi þess að varnarþing félagsins er í Héraðsdómi Reykjaness. Þessu hafnar þrotabú Air Berlin og segja Lúganósamkomulagið gilda, sem geri það að verkum að úrskurðurinn gildi jafnframt hér á landi vegna alþjóðlegra skuldbindinga Íslands.

Málið er lagatæknilega flókið en í stuttu máli kemst dómari Héraðsdóms Reykjaness að þeirri niðurstöðu að gerðarbeiðni Air Berlin heyrir undir Lúganósamninginn auk þess sem skilyrði séu uppfyllt til þess að verða við aðfarabeiðninni. 

Þegar haft var samband við Isavia fengust þær fregnir að það væri verið að yfirfara úrskurðinn og að engin ákvörðun lægi fyrir um framhald málsins að sinni.

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
6
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár