Isavia þarf að greiða 163 milljónir vegna kyrrsetningar á farþegaþotu

Isa­via tap­aði máli gegn þýsku flug­fé­lagi sem mátti sæta að far­þega­þota á þess veg­um var kyrr­sett hér á landi. Mál­ið nær til þýskra dóm­stóla, en tek­ist var á um Lúg­anó­sam­komu­lag­ið svo­kall­aða.

Isavia þarf að greiða 163 milljónir vegna kyrrsetningar á farþegaþotu
Isavia þarf að greiða þýsku þrotabúi 163 milljónir vegna kyrrsetningar á farþegaþotu. Athugið að myndin tengist ekki efni fréttarinnar beint. Mynd: Shutterstock

Þrotabúi Air Berlin er heimilt að gera fjárnám hjá Isavia til greiðslu skuldar upp á 163 milljónir króna samkvæmt niðurstöðu Héraðsdóms Reykjaness sem féll í gær.

Málið tengist deilu Isavia við Air Berlin sem fór í greiðsluþrot. Til þess að tryggja endurheimtu vegna þjón­ustu á Kefla­vík­ur­flug­velli sem var óuppgerð, endaði sýslumaður­inn á Suður­nesj­um á því að kyrr­setja vél fyr­ir­tæk­is­ins að beiðni Isa­via.

Lufthansa keypti félagið sama ár og var aðgerð Isavia harðlega gangrýnd af sumum fyrir óbilgirni í því ljósi, en Lufthansa er eitt stærsta flugfélag Evrópu.

Air Berlin höfðaði fyrst mál fyrir Landsdómi í Berlín í Þýskalandi og sigraði þar málið að því er fram kemur í dómi héraðsdóms. Þeim úrskurði var svo áfrýjað til yfirréttar þar í landi sem staðfesti úrskurð Landsdóms Berlínar.

Isavia hafnaði því að dómstóllinn hefði lögsögu hér á landi í ljósi þess að varnarþing félagsins er í Héraðsdómi Reykjaness. Þessu hafnar þrotabú Air Berlin og segja Lúganósamkomulagið gilda, sem geri það að verkum að úrskurðurinn gildi jafnframt hér á landi vegna alþjóðlegra skuldbindinga Íslands.

Málið er lagatæknilega flókið en í stuttu máli kemst dómari Héraðsdóms Reykjaness að þeirri niðurstöðu að gerðarbeiðni Air Berlin heyrir undir Lúganósamninginn auk þess sem skilyrði séu uppfyllt til þess að verða við aðfarabeiðninni. 

Þegar haft var samband við Isavia fengust þær fregnir að það væri verið að yfirfara úrskurðinn og að engin ákvörðun lægi fyrir um framhald málsins að sinni.

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
2
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
2
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
4
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár