Þessi grein birtist fyrir rúmlega 7 mánuðum.

Isavia þarf að greiða 163 milljónir vegna kyrrsetningar á farþegaþotu

Isa­via tap­aði máli gegn þýsku flug­fé­lagi sem mátti sæta að far­þega­þota á þess veg­um var kyrr­sett hér á landi. Mál­ið nær til þýskra dóm­stóla, en tek­ist var á um Lúg­anó­sam­komu­lag­ið svo­kall­aða.

Isavia þarf að greiða 163 milljónir vegna kyrrsetningar á farþegaþotu
Isavia þarf að greiða þýsku þrotabúi 163 milljónir vegna kyrrsetningar á farþegaþotu. Athugið að myndin tengist ekki efni fréttarinnar beint. Mynd: Shutterstock

Þrotabúi Air Berlin er heimilt að gera fjárnám hjá Isavia til greiðslu skuldar upp á 163 milljónir króna samkvæmt niðurstöðu Héraðsdóms Reykjaness sem féll í gær.

Málið tengist deilu Isavia við Air Berlin sem fór í greiðsluþrot. Til þess að tryggja endurheimtu vegna þjón­ustu á Kefla­vík­ur­flug­velli sem var óuppgerð, endaði sýslumaður­inn á Suður­nesj­um á því að kyrr­setja vél fyr­ir­tæk­is­ins að beiðni Isa­via.

Lufthansa keypti félagið sama ár og var aðgerð Isavia harðlega gangrýnd af sumum fyrir óbilgirni í því ljósi, en Lufthansa er eitt stærsta flugfélag Evrópu.

Air Berlin höfðaði fyrst mál fyrir Landsdómi í Berlín í Þýskalandi og sigraði þar málið að því er fram kemur í dómi héraðsdóms. Þeim úrskurði var svo áfrýjað til yfirréttar þar í landi sem staðfesti úrskurð Landsdóms Berlínar.

Isavia hafnaði því að dómstóllinn hefði lögsögu hér á landi í ljósi þess að varnarþing félagsins er í Héraðsdómi Reykjaness. Þessu hafnar þrotabú Air Berlin og segja Lúganósamkomulagið gilda, sem geri það að verkum að úrskurðurinn gildi jafnframt hér á landi vegna alþjóðlegra skuldbindinga Íslands.

Málið er lagatæknilega flókið en í stuttu máli kemst dómari Héraðsdóms Reykjaness að þeirri niðurstöðu að gerðarbeiðni Air Berlin heyrir undir Lúganósamninginn auk þess sem skilyrði séu uppfyllt til þess að verða við aðfarabeiðninni. 

Þegar haft var samband við Isavia fengust þær fregnir að það væri verið að yfirfara úrskurðinn og að engin ákvörðun lægi fyrir um framhald málsins að sinni.

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
2
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár