Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

Isavia þarf að greiða 163 milljónir vegna kyrrsetningar á farþegaþotu

Isa­via tap­aði máli gegn þýsku flug­fé­lagi sem mátti sæta að far­þega­þota á þess veg­um var kyrr­sett hér á landi. Mál­ið nær til þýskra dóm­stóla, en tek­ist var á um Lúg­anó­sam­komu­lag­ið svo­kall­aða.

Isavia þarf að greiða 163 milljónir vegna kyrrsetningar á farþegaþotu
Isavia þarf að greiða þýsku þrotabúi 163 milljónir vegna kyrrsetningar á farþegaþotu. Athugið að myndin tengist ekki efni fréttarinnar beint. Mynd: Shutterstock

Þrotabúi Air Berlin er heimilt að gera fjárnám hjá Isavia til greiðslu skuldar upp á 163 milljónir króna samkvæmt niðurstöðu Héraðsdóms Reykjaness sem féll í gær.

Málið tengist deilu Isavia við Air Berlin sem fór í greiðsluþrot. Til þess að tryggja endurheimtu vegna þjón­ustu á Kefla­vík­ur­flug­velli sem var óuppgerð, endaði sýslumaður­inn á Suður­nesj­um á því að kyrr­setja vél fyr­ir­tæk­is­ins að beiðni Isa­via.

Lufthansa keypti félagið sama ár og var aðgerð Isavia harðlega gangrýnd af sumum fyrir óbilgirni í því ljósi, en Lufthansa er eitt stærsta flugfélag Evrópu.

Air Berlin höfðaði fyrst mál fyrir Landsdómi í Berlín í Þýskalandi og sigraði þar málið að því er fram kemur í dómi héraðsdóms. Þeim úrskurði var svo áfrýjað til yfirréttar þar í landi sem staðfesti úrskurð Landsdóms Berlínar.

Isavia hafnaði því að dómstóllinn hefði lögsögu hér á landi í ljósi þess að varnarþing félagsins er í Héraðsdómi Reykjaness. Þessu hafnar þrotabú Air Berlin og segja Lúganósamkomulagið gilda, sem geri það að verkum að úrskurðurinn gildi jafnframt hér á landi vegna alþjóðlegra skuldbindinga Íslands.

Málið er lagatæknilega flókið en í stuttu máli kemst dómari Héraðsdóms Reykjaness að þeirri niðurstöðu að gerðarbeiðni Air Berlin heyrir undir Lúganósamninginn auk þess sem skilyrði séu uppfyllt til þess að verða við aðfarabeiðninni. 

Þegar haft var samband við Isavia fengust þær fregnir að það væri verið að yfirfara úrskurðinn og að engin ákvörðun lægi fyrir um framhald málsins að sinni.

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár