Fyrir nokkrum vikum síðan velti blaðamaður Heimildarinnar því upp við nokkra álitsgjafa hvort sú ákvörðun Vinstri grænna að segja sig frá því að sitja í starfsstjórn með Sjálfstæðisflokki og Framsókn væri til þess fallin að auka fylgi flokksins, sem þá var að mælast með fylgi um þremur prósentum á landsvísu í sumum skoðanakönnunum.
Tilfinning blaðamanns var að svo væri ekki og álitsgjafarnir voru sömu skoðunar. Þvert á móti gæti þetta reynst pólitískt sjálfsmark. Blaðagrein upp úr þessum samtölum reyndar birtist aldrei þar sem úrvinnslan tafðist og umræðan um þessa ákvörðun Vinstri grænna leið fljótt hjá.
Nú er hins vegar þessi ákvörðun, að neita að stýra ráðuneytunum fram að kosningum, nefnd af sumum viðmælendum blaðsins sem ein helsta ástæðan fyrir því að Vinstri græn hafa þurrkast út af þingi. Enginn hafi skilið þessa ákvörðun almennilega, heldur hafi hún litið út eins og eitthvert skyndilegt fýlukast í upphafi kosningabaráttunnar.
„Þau töpuðu á …
Athugasemdir (1)