Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Vinátta, eltihrellir og morð: Þrjár sterkar seríur á Netflix

Þrjár þáttarað­ir sem vöktu at­hygli og um­tal á ár­inu sem er að líða.

Vinátta, eltihrellir og morð: Þrjár sterkar seríur á Netflix
Þáttaröðin sem vakti sennilega mesta athygli í ár var Baby Reindeer, sem kom út í vor. Mynd: Netflix

Líkt og margir hef ég þann vana að endurhorfa trekk í trekk á sama efnið þegar ég kveiki þreyttur á sjónvarpinu eftir langan dag, hvort sem um er að ræða vandaðar seríur sem ég fæ ekki nóg af eða grínseríur með 20 mínútna þáttum sem telja í tugatölum. Þess vegna er svo frískandi þegar það detta inn nýjar og spennandi þáttaraðir. Í ár voru þrjár þáttaraðir sem vöktu mína athygli – og flest allra þeirra sem horfa á Netflix.

19 ára saga af vináttu

Þáttaröðin One Day kom út í byrjun ársins, 8. febrúar. Þættirnir fjalla um ungmennin Emmu og Dexter sem kynnast við útskrift úr háskóla þegar þau standa á tímamótum og lífið blasir við þeim. Við fylgjumst með söguhetjunum í gegnum lífið og sjáum þau mótast í fullorðna einstaklinga, um leið og samband þeirra þróast. Í gegnum sitt samband takast þau á við djúpstæðari tilfinningar en fylgir hefðbundnum vinasamböndum.

Sagan er frábrugðin öðrum að því leyti að hver þáttur gerist á ársfresti. Fyrsti þáttur á sér stað árið 1988 og sá seinasti 2007.

Þættirnir nutu mikilla vinsælda víða fyrir grípandi söguþráð sem sló á hjartastrengi áhorfandans, en einnig fyrir frábæran leik Ambika Mod og Leo Woodall í þáttaröðinni.

Saga þeirra Emmu og Dexter er upprunalega úr bók eftir David Nicholls sem gefin var út árið 2009. Tveimur árum síðar kom kvikmyndin One Day, með Anne Hathaway og Jim Sturgess í aðalhlutverkum, en þættirnir stóðust svo sannarlega væntingar þeirra sem héldu upp á myndina.

One Day: 8,1 á IMDB, 91% á Rotten Tomatoes. 

Á flótta undan eltihrelli

Þáttaröðin sem vakti sennilega mesta athygli í ár var Baby Reindeer, sem kom út í vor, eða þann 11. apríl. Þættirnir eru byggðir á reynslu Richard Gadd og segja frá upplifun hans af eltihrelli þegar hann var ungur listamaður að feta sig áfram sem grínisti í stórborginni London.

Richard leikur sjálfan sig í þáttunum, sem Donny. Hann starfar sem barþjónn þegar hann kynnist konu sem fær nafnið Martha í þáttaröðinni. Donny finnur til með Mörthu sem situr döpur ein síns liðs á barnum og býður henni upp á drykk. Eftir það var ekki aftur snúið.

Þættirnir eru ótrúlega vel skrifaðir. Þú gjörsamlega sogast inn í þá og tekur varla eftir því að þú ert að klára heilu þáttaröðina án þess að taka nokkurn tímann pásu til þess að standa upp úr sófanum. Þættirnir eru átakanlegir á köflum, þar sem horfst er í augu við óþægilegt viðfangsefni með trúverðugum hætti. Hægt er að finna til samkenndar með öllum sem eiga hlut að máli. Þar skiptir sköpum frábær leikur Richard Gadd og Jessicu Gunning, sem bæði unnu til Emmy-verðlauna fyrir frammistöðuna.

Richard Gadd skrifaði upprunalega einleikinn Baby Reindeer sem hann setti fyrst á svið árið 2019. Miklar vinsældir einleiksins kveiktu áhuga Netflix á að koma sögunni á stóra skjáinn.

Skömmu eftir útgáfu þáttanna steig kona að nafni Fiona Harvey fram í viðtali við Piers Morgan. Sagði hún að persóna Mörthu væri byggð á sér en farið væri með rangar sakir á hendur henni. Málið rataði fyrir bandaríska dómstóla, þar sem úrskurðað var að Fionu Harvey væri heimilt að höfða meiðyrðamál gegn Netflix. Ranglega hafi verið fullyrt að um sanna sögu væri að ræða, engin tilraun hafi verið gerð til að sannreyna frásögnina og láðst hafi að dulbúa Mörthu, svo eltihrellirinn var auðfundinn.

Baby Reindeer: 7,7 á IMDB og 99% á Rotten Tomatoes. 

Menendez-æðið

Í haust tók sakamálið um Menendez-bræður mikið pláss á sjónarsviði poppmenningar og umfjallanir um sögu þeirra voru úti um allt. Netflix-þættir um sakamál bræðranna vöktu áhuga heimsins, en Erik og Lyle Menendez voru handteknir fyrir að myrða foreldra sína sumarið 1989. Fyrir dómi báru bræðurnir því við að hafa þurft að þola gróft ofbeldi alla sína æsku af hálfu foreldra sinna.

Í leikstjórn Ryan Murphy er saga þeirra rakin í gegnum leikna þætti. Viðbrögð við þáttunum voru misgóð. Sumir hafa gagnrýnt leikstjórann fyrir rangar áherslur og telja að hann hafi ekki sagt sögu þeirra bræðra á heiðarlegan hátt, með því að draga upp falsaða mynd af sambandi þeirra og því hverjir þeir eru sem einstaklingar.

Þættirnir eru önnur sería af þáttaröðinni Monsters sem veitir innsýn inn í atburðarásina á bak við þekktustu sakamál Bandaríkjanna. Fyrsta serían fjallaði um raðmorðingjann Jeffrey Dahmer og vakti einnig talsverða umfjöllun fyrir tveimur árum.

Í kjölfar þáttanna kom út heimildarmyndin The Menendez Brothers sem margir ósáttir áhorfendur þáttanna leituðu í. Heimildarmyndin á að hafa málað skýrari og sannari mynd af uppeldi bræðranna og ofbeldinu sem þeir urðu fyrir, en þættirnir voru gagnrýndir fyrir að hafa lagt meiri áherslu á að sýna þá bræður sem morðingja frekar en fórnarlömb.

Monsters - The Menendez Brothers: 7 á IMBD og 74% á Rotten Tomatoes. 

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár