Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

„Ég kalla þetta svítuna“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

„Ég kalla þetta svítuna“
Ruggað í rokinu Húsbíllinn hans Villa er sá langstærsti á svæðinu og búinn flestum nútímaþægindum, þó hann eigi til að rugga í roki. Mynd: Golli

Vilberg Guðmundsson og þáverandi konan hans ákváðu árið 2015 að selja íbúð sína í Breiðholtinu og kaupa sér vandaðan húsbíl. „Þetta er ekki húsbíll, þetta er ferðasvíta,“ sagði yngri systir hans hrifin þegar hún sá bílinn fyrst. Vilberg, eða Villi, er mjög stoltur af húsbílnum og finnst skemmtilegt að upplifa það á ferðalögum að vegfarendur vilja fá að skoða bílinn nánar, bílinn sem einnig er heimili hans.

„Ég sagði við konuna mína: Eigum við að vera í þessu í ellinni, að gera upp blokk í Breiðholti?“

Þau hjónin áttu íbúð í Vesturbergi, í húsi sem var byggt árið 1973. Þegar þau fluttu inn tóku þau allt í gegn: „Nýtt parket, nýtt bað, nýtt eldhús, skápar, allt saman.“ Einn daginn fengu þau þær upplýsingar frá formanni húsfélagsins að það þyrfti að skipta um þak á blokkinni og að þeirra hlutur í framkvæmdunum væri 1,5 milljónir. Ekki löngu síðar þurfti …

Kjósa
42
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Helga Óskarsdóttir skrifaði
    Óþolandi þegar ekki er komið til móts við vilja fólks, heldur bara ýtt út í horn eins og rusli! Til þess eru stjórnmálamenn til að þjóna en ekki segja fólki hvar og hvernig þeir eigi að lifa. Reykjavíkurborg á að koma upp hjólhýsahverfi eða útbúa slíkt í Laugardal!
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Við erum ekkert „trailer trash“
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
„Aldrei verið í boði að gefast upp“
SkýringHjólhýsabyggðin

„Aldrei ver­ið í boði að gef­ast upp“

Íbú­um hjól­hýsa­byggð­ar­inn­ar í Laug­ar­daln­um var sagt að þau þyrftu að flytja upp á Sæv­ar­höfða í 8 til 12 vik­ur og síð­an yrði þeim fund­inn ann­ar stað­ur til að búa á. Síð­an eru liðn­ar 78 vik­ur. Íbú­arn­ir halda nú þar sín önn­ur jól og vita ekk­ert hvert fram­hald­ið verð­ur. „Ég er nátt­úr­lega brjál­uð,“ seg­ir Geir­dís Hanna Kristjáns­dótt­ir, íbúi á svæð­inu og formað­ur Sam­taka hjóla­búa.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár