Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

Fleiri stéttarfélög fordæma Virðingu

BHM og Efl­ing-Iðja taka und­ir með gagn­rýni Efl­ing­ar á stétt­ar­fé­lag­ið Virð­ingu, sem Efl­ing kall­ar hrein­lega svika­myllu.

Fleiri stéttarfélög fordæma Virðingu
Frá kröfugöngu BHM. Athugið að myndin tengist ekki fréttinni beint. Mynd: Bára Huld Beck

BHM og BSRB taka undir gagnrýni Eflingar, Eflingar-Iðju og Alþýðusambands Íslands ásamt öðrum stéttarfélögum innan þeirra vébanda varðandi gervistéttarfélagið „Virðingu“.

Félögin tvö sendu sameiginlega yfirlýsingu þess eðlis á fjölmiðla nú í morgun.

Það var Efling sem fyrst gagnrýndi stéttarfélagið Virðingu og sögðu þá í harðorðri yfirlýsingu að Virðing væri ekki raunverulegt stéttarfélag heldur svikamylla rekin af atvinnurekendum í þeim tilgangi að skerða laun og réttindi starfsfólks.

Þegar farið er inn á vef félagsins má sjá að Jafet Thor Arnfjörð Sigurðarson hefur verið kjörinn formaður og meðstjórnendur eru þau Jóhann Stefánsson og Jóhanna Sigurbjörg Húnfjörð. Bæði eru þau eigendur eða stjórnendur veitingastaða, svo sem Litlu mathallarinnar á Akureyri, og svo framkvæmdastjóri Kampavínsfélagsins.

Fyrrverandi þingmaður framkvæmdastjóri

Þá vekur ekki síst athygli að fyrrverandi þingmaðurinn og sveitarstjórnarfulltrúinn Valdimar Leó Friðriksson er nýráðinn framkvæmdastjóri félagsins og hefur störf í janúar næstkomandi. Hann sat á þingi fyrir Samfylkinguna og síðar Frjálslynda flokkinn, sem féll af þingi nokkru síðar. 

Í tilkynningu frá BSRB og BHM segir að félögin hafi bent á að atvinnurekendur í veitingarekstri, Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði – SVEIT, hafi stofnað stéttarfélag fyrir starfsfólk á veitingamarkaði. SVEIT er félag veitingahúsaeigenda og má þar finna nöfn eins og Skúla Sigfússon, oft kenndan við Subway, og Hrefnu Björk Sverrisdóttur, eiganda veitingastaðarins ROK, sem sitja í stjórn félagsins.

BRSB og Efling-Iðja segja að slík ráðstöfun gangi gegn grundvallarreglum á vinnumarkaði, þar sem það er launafólkið sjálft sem stofnar sín stéttarfélög, ekki atvinnurekendur þeirra.

Ámælisvert að semja réttindin burt

Þegar eru í gildi kjarasamningar um öll störf á veitingahúsum. Þar eru ákvæði um kjör og réttindi sem hafa náðst með áratugalangri baráttu launafólks segir í tilkynningunni. 

Svo segir að það sé ámælisvert að stéttarfélag fyrirtækja á veitingamarkaði skuli hafa samið slík réttindi burt með einu pennastriki til hagsbóta fyrir atvinnurekendur, en liðsmenn Virðingar virðast njóta lakari kjara að því er fram kemur í tilkynningum bæði Eflingar sem og BHM og Efling-Iðju. Það lýsi sér í verri launakjörum, lakari orlofsrétti, uppsagnarrétti og fleira.

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
2
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.
Sjálfsvígi fylgir eitruð sorg
4
Viðtal

Sjálfs­vígi fylg­ir eitr­uð sorg

Eg­ill Heið­ar Ant­on Páls­son á ræt­ur að rekja til Spán­ar, þar sem móð­ir hans fædd­ist inn í miðja borg­ara­styrj­öld. Tólf ára gam­all kynnt­ist hann sorg­inni þeg­ar bróð­ir hans svipti sig lífi. Áð­ur en ein­hver gat sagt hon­um það vissi Eg­ill hvað hefði gerst og hvernig. Fyr­ir vik­ið glímdi hann við sjálfs­ásak­an­ir og sekt­ar­kennd. Eg­ill hef­ur dökkt yf­ir­bragð móð­ur sinn­ar og lengi var dökkt yf­ir, en hon­um tókst að rata rétta leið og á að baki far­sæl­an fer­il sem leik­stjóri. Nú stýr­ir hann Borg­ar­leik­hús­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
5
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár