Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Fleiri stéttarfélög fordæma Virðingu

BHM og Efl­ing-Iðja taka und­ir með gagn­rýni Efl­ing­ar á stétt­ar­fé­lag­ið Virð­ingu, sem Efl­ing kall­ar hrein­lega svika­myllu.

Fleiri stéttarfélög fordæma Virðingu
Frá kröfugöngu BHM. Athugið að myndin tengist ekki fréttinni beint. Mynd: Bára Huld Beck

BHM og BSRB taka undir gagnrýni Eflingar, Eflingar-Iðju og Alþýðusambands Íslands ásamt öðrum stéttarfélögum innan þeirra vébanda varðandi gervistéttarfélagið „Virðingu“.

Félögin tvö sendu sameiginlega yfirlýsingu þess eðlis á fjölmiðla nú í morgun.

Það var Efling sem fyrst gagnrýndi stéttarfélagið Virðingu og sögðu þá í harðorðri yfirlýsingu að Virðing væri ekki raunverulegt stéttarfélag heldur svikamylla rekin af atvinnurekendum í þeim tilgangi að skerða laun og réttindi starfsfólks.

Þegar farið er inn á vef félagsins má sjá að Jafet Thor Arnfjörð Sigurðarson hefur verið kjörinn formaður og meðstjórnendur eru þau Jóhann Stefánsson og Jóhanna Sigurbjörg Húnfjörð. Bæði eru þau eigendur eða stjórnendur veitingastaða, svo sem Litlu mathallarinnar á Akureyri, og svo framkvæmdastjóri Kampavínsfélagsins.

Fyrrverandi þingmaður framkvæmdastjóri

Þá vekur ekki síst athygli að fyrrverandi þingmaðurinn og sveitarstjórnarfulltrúinn Valdimar Leó Friðriksson er nýráðinn framkvæmdastjóri félagsins og hefur störf í janúar næstkomandi. Hann sat á þingi fyrir Samfylkinguna og síðar Frjálslynda flokkinn, sem féll af þingi nokkru síðar. 

Í tilkynningu frá BSRB og BHM segir að félögin hafi bent á að atvinnurekendur í veitingarekstri, Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði – SVEIT, hafi stofnað stéttarfélag fyrir starfsfólk á veitingamarkaði. SVEIT er félag veitingahúsaeigenda og má þar finna nöfn eins og Skúla Sigfússon, oft kenndan við Subway, og Hrefnu Björk Sverrisdóttur, eiganda veitingastaðarins ROK, sem sitja í stjórn félagsins.

BRSB og Efling-Iðja segja að slík ráðstöfun gangi gegn grundvallarreglum á vinnumarkaði, þar sem það er launafólkið sjálft sem stofnar sín stéttarfélög, ekki atvinnurekendur þeirra.

Ámælisvert að semja réttindin burt

Þegar eru í gildi kjarasamningar um öll störf á veitingahúsum. Þar eru ákvæði um kjör og réttindi sem hafa náðst með áratugalangri baráttu launafólks segir í tilkynningunni. 

Svo segir að það sé ámælisvert að stéttarfélag fyrirtækja á veitingamarkaði skuli hafa samið slík réttindi burt með einu pennastriki til hagsbóta fyrir atvinnurekendur, en liðsmenn Virðingar virðast njóta lakari kjara að því er fram kemur í tilkynningum bæði Eflingar sem og BHM og Efling-Iðju. Það lýsi sér í verri launakjörum, lakari orlofsrétti, uppsagnarrétti og fleira.

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Hélt að hún myndi höndla álagið betur
1
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“
Síðasta hálmstráið að vinna á leikskóla — en dýrmætt
2
FréttirÍ leikskóla er álag

Síð­asta hálmstrá­ið að vinna á leik­skóla — en dýr­mætt

Vil­hjálm­ur Þór Svans­son, lög­fræð­ing­ur og starfs­mað­ur á leik­skól­an­um Nóa­borg, bjóst ekki við að hefja störf á leik­skóla til að koma dótt­ur sinni að á leik­skóla. Hann seg­ir það hollt fyr­ir for­eldra að stíga að­eins út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann og dýr­mætt að fylgj­ast með dætr­um sín­um vaxa og dafna í leik­skóla­starf­inu.
Eini Íslendingurinn til að hlaupa maraþon með tvö ígrædd líffæri
5
Viðtal

Eini Ís­lend­ing­ur­inn til að hlaupa mara­þon með tvö ígrædd líf­færi

Kári Guð­munds­son fékk grætt í sig nýra og bris fyr­ir átta ár­um. Hann er eini Ís­lend­ing­ur­inn sem hef­ur feng­ið tvö líf­færi og náð að hlaupa heilt og hálf mara­þon eft­ir líf­færaígræðsl­una og það oft­ar en einu sinni. Kári hafði í raun mjög lít­ið hreyft sig í gegn­um ár­in en nú hleyp­ur hann og lyft­ir til að fá auk­ið út­hald og styrk og seg­ist aldrei hafa ver­ið í betra formi, það sýni all­ar mæl­ing­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“
Foreldrar vinna á leikskóla til að brúa bilið
5
FréttirÍ leikskóla er álag

For­eldr­ar vinna á leik­skóla til að brúa bil­ið

Veru­leiki barna­fjöl­skyldna í Reykja­vík ein­kenn­ist af því að börn eru orð­in alltof göm­ul til að telja ald­ur í mán­uð­um þeg­ar þau loks kom­ast inn á leik­skóla. Ár­um sam­an hef­ur öll­um 12 mán­aða göml­um börn­um ver­ið lof­að leik­skóla­plássi en raun­in er að mán­uði barna sem fá pláss er hægt að telja í tug­um. For­eldr­ar hafa grip­ið til sinna ráða, með­al ann­ars með því að starfa á leik­skóla til að fá for­gang að leik­skóla­plássi.

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár