Fleiri stéttarfélög fordæma Virðingu

BHM og Efl­ing-Iðja taka und­ir með gagn­rýni Efl­ing­ar á stétt­ar­fé­lag­ið Virð­ingu, sem Efl­ing kall­ar hrein­lega svika­myllu.

Fleiri stéttarfélög fordæma Virðingu
Frá kröfugöngu BHM. Athugið að myndin tengist ekki fréttinni beint. Mynd: Bára Huld Beck

BHM og BSRB taka undir gagnrýni Eflingar, Eflingar-Iðju og Alþýðusambands Íslands ásamt öðrum stéttarfélögum innan þeirra vébanda varðandi gervistéttarfélagið „Virðingu“.

Félögin tvö sendu sameiginlega yfirlýsingu þess eðlis á fjölmiðla nú í morgun.

Það var Efling sem fyrst gagnrýndi stéttarfélagið Virðingu og sögðu þá í harðorðri yfirlýsingu að Virðing væri ekki raunverulegt stéttarfélag heldur svikamylla rekin af atvinnurekendum í þeim tilgangi að skerða laun og réttindi starfsfólks.

Þegar farið er inn á vef félagsins má sjá að Jafet Thor Arnfjörð Sigurðarson hefur verið kjörinn formaður og meðstjórnendur eru þau Jóhann Stefánsson og Jóhanna Sigurbjörg Húnfjörð. Bæði eru þau eigendur eða stjórnendur veitingastaða, svo sem Litlu mathallarinnar á Akureyri, og svo framkvæmdastjóri Kampavínsfélagsins.

Fyrrverandi þingmaður framkvæmdastjóri

Þá vekur ekki síst athygli að fyrrverandi þingmaðurinn og sveitarstjórnarfulltrúinn Valdimar Leó Friðriksson er nýráðinn framkvæmdastjóri félagsins og hefur störf í janúar næstkomandi. Hann sat á þingi fyrir Samfylkinguna og síðar Frjálslynda flokkinn, sem féll af þingi nokkru síðar. 

Í tilkynningu frá BSRB og BHM segir að félögin hafi bent á að atvinnurekendur í veitingarekstri, Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði – SVEIT, hafi stofnað stéttarfélag fyrir starfsfólk á veitingamarkaði. SVEIT er félag veitingahúsaeigenda og má þar finna nöfn eins og Skúla Sigfússon, oft kenndan við Subway, og Hrefnu Björk Sverrisdóttur, eiganda veitingastaðarins ROK, sem sitja í stjórn félagsins.

BRSB og Efling-Iðja segja að slík ráðstöfun gangi gegn grundvallarreglum á vinnumarkaði, þar sem það er launafólkið sjálft sem stofnar sín stéttarfélög, ekki atvinnurekendur þeirra.

Ámælisvert að semja réttindin burt

Þegar eru í gildi kjarasamningar um öll störf á veitingahúsum. Þar eru ákvæði um kjör og réttindi sem hafa náðst með áratugalangri baráttu launafólks segir í tilkynningunni. 

Svo segir að það sé ámælisvert að stéttarfélag fyrirtækja á veitingamarkaði skuli hafa samið slík réttindi burt með einu pennastriki til hagsbóta fyrir atvinnurekendur, en liðsmenn Virðingar virðast njóta lakari kjara að því er fram kemur í tilkynningum bæði Eflingar sem og BHM og Efling-Iðju. Það lýsi sér í verri launakjörum, lakari orlofsrétti, uppsagnarrétti og fleira.

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár