Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

Leyniupptakan á Edition-hótelinu: „Við höfum enn tíma eftir kosningarnar“

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar lýsti því í lok októ­ber að ef ekki næð­ist að gefa út hval­veiði­leyfi fyr­ir kosn­ing­ar væri vel hægt að gera það á með­an aðr­ir flokk­ar reyndu að mynda rík­is­stjórn. Það gerð­ist í gær þeg­ar Bjarni Bene­dikts­son gaf út leyfi til hval­veiða sem lif­ir þá rík­is­stjórn sem tek­ur næst við völd­um.

Sama um allt annað Heimildin birtir í fyrsta sinn brot úr upptökunum af Gunnari Bergmann. Hér heyrist hann meðal annars segja: „Af því að ég veit að hann er að fara að hætta, þannig að okkur er eiginlega sama um allt annað núna.“

„Við höfum enn tíma eftir kosningarnar til að gera þetta,“ útskýrði Gunnar Bergmann Jónsson, sonur og viðskiptafélagi Jóns Gunnarssonar, sérstaks fulltrúa í matvælaráðuneytinu, í samtali við óþekktan aðila sem hann taldi vera svissneskan fasteignafjárfesti.

Samtalið átti sér stað í lok október síðastliðinn en í því lýsti hann því með nokkurri nákvæmni hvernig Jón Gunnarsson hafði samið við Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokks og starfandi forsætisráðherra, um að þiggja sæti á lista flokksins fyrir Alþingiskosningar í skiptum fyrir að komast í aðstöðu til veita veiðileyfi til Hvals hf. Það leyfi var veitt í gær, af Bjarna, sem er starfandi matvælaráðherra.

„Af því að ég veit að hann er að fara að hætta þannig að okkur er eiginlega sama um allt annað núna“
Gunnar Bergmann
um Jón Gunnarsson, sem lét af þingmennsku um nýliðna helgi.

Heimildin birtir í fyrsta sinn brot úr myndbandsupptöku sem óþekktur aðili tók af samtali sínu við Gunnar Bergmann …

Kjósa
38
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (6)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • JE
    Jóhann Einarsson skrifaði
    Þađ er margt einkennilegt viđ þetta mál alltsaman, bara þađ ađ leyft er ađ gera ađ dýrunum utanbyra međan fuglar himins međ allar sínar flensur skíta á opiđ kjötiđ þegar veriđ er ađ koma því í hentugar stærđareiningar til geymslu og sölu. Þađ er sennilega í lagi vegna þess ađ viđ borđum þađ ekki.
    0
  • Gunnar Diego skrifaði
    Þessi maður væri víðast hvar kominn á bakvið rimla nema að sjálfsögðu á Íslandi þar sem við leyfum svona pakki að ganga fram!
    1
  • Asmundur Richardsson skrifaði
    Þetta er svakaleg lýsing á rótgrónu virðingarleysi við þjóðina og ást á peningum. Hryggileg hegðun.
    2
  • ÆS
    Ævar Sigdórsson skrifaði
    Verður þetta "skúbb" ekki flokkað sem misheppnað, í ljósi þess að leyfið er veitt ?
    -5
  • GK
    Gísli Kristjánsson skrifaði
    Það er fjandanum erfiðara að losna við illkynja krabbamein sem langa lengi hefur grasserað í þjóðarlíkamanum. Já, ég er að líkja sjálfstæðisflokknum við skætt og illvígt krabbamein.
    4
  • Helga Óskarsdóttir skrifaði
    Ég á ekki til orð, xD mafía er rétta orðið yfir þennan "flokk"
    4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár