Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Leyniupptakan á Edition-hótelinu: „Við höfum enn tíma eftir kosningarnar“

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar lýsti því í lok októ­ber að ef ekki næð­ist að gefa út hval­veiði­leyfi fyr­ir kosn­ing­ar væri vel hægt að gera það á með­an aðr­ir flokk­ar reyndu að mynda rík­is­stjórn. Það gerð­ist í gær þeg­ar Bjarni Bene­dikts­son gaf út leyfi til hval­veiða sem lif­ir þá rík­is­stjórn sem tek­ur næst við völd­um.

Sama um allt annað Heimildin birtir í fyrsta sinn brot úr upptökunum af Gunnari Bergmann. Hér heyrist hann meðal annars segja: „Af því að ég veit að hann er að fara að hætta, þannig að okkur er eiginlega sama um allt annað núna.“

„Við höfum enn tíma eftir kosningarnar til að gera þetta,“ útskýrði Gunnar Bergmann Jónsson, sonur og viðskiptafélagi Jóns Gunnarssonar, sérstaks fulltrúa í matvælaráðuneytinu, í samtali við óþekktan aðila sem hann taldi vera svissneskan fasteignafjárfesti.

Samtalið átti sér stað í lok október síðastliðinn en í því lýsti hann því með nokkurri nákvæmni hvernig Jón Gunnarsson hafði samið við Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokks og starfandi forsætisráðherra, um að þiggja sæti á lista flokksins fyrir Alþingiskosningar í skiptum fyrir að komast í aðstöðu til veita veiðileyfi til Hvals hf. Það leyfi var veitt í gær, af Bjarna, sem er starfandi matvælaráðherra.

„Af því að ég veit að hann er að fara að hætta þannig að okkur er eiginlega sama um allt annað núna“
Gunnar Bergmann
um Jón Gunnarsson, sem lét af þingmennsku um nýliðna helgi.

Heimildin birtir í fyrsta sinn brot úr myndbandsupptöku sem óþekktur aðili tók af samtali sínu við Gunnar Bergmann …

Kjósa
38
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (6)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • JE
    Jóhann Einarsson skrifaði
    Þađ er margt einkennilegt viđ þetta mál alltsaman, bara þađ ađ leyft er ađ gera ađ dýrunum utanbyra međan fuglar himins međ allar sínar flensur skíta á opiđ kjötiđ þegar veriđ er ađ koma því í hentugar stærđareiningar til geymslu og sölu. Þađ er sennilega í lagi vegna þess ađ viđ borđum þađ ekki.
    0
  • Gunnar Diego skrifaði
    Þessi maður væri víðast hvar kominn á bakvið rimla nema að sjálfsögðu á Íslandi þar sem við leyfum svona pakki að ganga fram!
    1
  • Asmundur Richardsson skrifaði
    Þetta er svakaleg lýsing á rótgrónu virðingarleysi við þjóðina og ást á peningum. Hryggileg hegðun.
    2
  • ÆS
    Ævar Sigdórsson skrifaði
    Verður þetta "skúbb" ekki flokkað sem misheppnað, í ljósi þess að leyfið er veitt ?
    -5
  • GK
    Gísli Kristjánsson skrifaði
    Það er fjandanum erfiðara að losna við illkynja krabbamein sem langa lengi hefur grasserað í þjóðarlíkamanum. Já, ég er að líkja sjálfstæðisflokknum við skætt og illvígt krabbamein.
    4
  • Helga Óskarsdóttir skrifaði
    Ég á ekki til orð, xD mafía er rétta orðið yfir þennan "flokk"
    4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
2
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
3
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
1
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár