„Við höfum enn tíma eftir kosningarnar til að gera þetta,“ útskýrði Gunnar Bergmann Jónsson, sonur og viðskiptafélagi Jóns Gunnarssonar, sérstaks fulltrúa í matvælaráðuneytinu, í samtali við óþekktan aðila sem hann taldi vera svissneskan fasteignafjárfesti.
Samtalið átti sér stað í lok október síðastliðinn en í því lýsti hann því með nokkurri nákvæmni hvernig Jón Gunnarsson hafði samið við Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokks og starfandi forsætisráðherra, um að þiggja sæti á lista flokksins fyrir Alþingiskosningar í skiptum fyrir að komast í aðstöðu til veita veiðileyfi til Hvals hf. Það leyfi var veitt í gær, af Bjarna, sem er starfandi matvælaráðherra.
„Af því að ég veit að hann er að fara að hætta þannig að okkur er eiginlega sama um allt annað núna“
Heimildin birtir í fyrsta sinn brot úr myndbandsupptöku sem óþekktur aðili tók af samtali sínu við Gunnar Bergmann …
Athugasemdir (6)