Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

„Við förum þétt af stað og erum ánægðar eftir daginn“

For­menn Sam­fylk­ing­ar, Við­reisn­ar og Flokks fólks­ins fund­uðu stíft í all­an dag. Kristrún Frosta­dótt­ir seg­ir mik­il­vægt að sú vinna sem far­in verði í stuðli að áfram­hald­andi lækk­un vaxta og verð­bólgu. Á morg­un fá þær til sín full­trúa úr fjár­mála­ráðu­neyt­inu til að fara yf­ir rík­is­fjár­mál­in. Heilt yf­ir í við­ræð­um formann­anna þriggja séu sam­eig­in­leg­ir þræð­ir fleiri en ágrein­ings­mál­in.

„Við förum þétt af stað og erum ánægðar eftir daginn“

Þéttum fundardegi lauk síðdegis hjá formönnum Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins. Þær Kristrún Frostadóttir, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Inga Sæland funduðu á stað sem ekki var gefinn upp, en fundurinn stóð, með stuttum hléum inn á milli, frá hálf níu í morgun og til um klukkan fjögur. 

„Þetta hefur bara gengið mjög vel. Við förum þétt af stað og erum ánægðar eftir daginn,“ segir Kristrún í samtali við Heimildina. 

Eftir stuttan fund þeirra í þinghúsinu í gær kom fram að þær væru allar sammála um að fækka ráðuneytum. „Það skiptir máli að senda skýr skilaboð um að það þarf að taka víða til og það er full ástæða til þess að passa upp á þetta lag stjórnsýslunnar. Við viljum auðvitað gera það með þeim hætti að það bitni ekki á grunnþjónustu,“ segir hún.

Í dag hafi þær fyrst og fremst tekið fyrir stóru línurnar og unnið eftir málefnalegum flötum. „Það þarf að vinna þetta nánar eftir því sem dagarnir líða og þá getum við fengið fleiri aðila til að koma að þeirri vinnu. Við erum að byrja á stórum málaflokkum eins og heilbrigðismálum og húsnæðismálum, við ræddum til að mynda stöðu eldra fólks og atvinnuppbyggingu og fleira. Við erum að feta okkur gegnum þessar stóru línur og þetta hefur bara gengið mjög vel,“ sgeir Kristrún.

Hefur eitthvað komið upp í viðræðunum sem blasir við að sé sérstakur ágreiningur um? 

„Við fórum þá leið að byrja út frá sameiginlegum flötum og nálgast þessar viðræður með þeim hætti vegna þess að við vitum að það er auðvitað sem skiptir mestu máli, að finna rauðan þráð og sameiginlega taug. En það eru ekki mörg ágreiningsmál sem hafa komið upp, og miklu fleira af sameiginlegum þráðum sem við höfum fundið í þessum viðræðum. Þannig að við erum fyrst og fremst núna að einbeita okkur að því að koma okkur saman um þá málaflokka,“ segir hún. 

Næstu daga stefni þær á að funda þétt og ætla að hittast aftur í fyrramálið í þinghúsinu. Þar munu þær hitta fulltrúa úr stjórnsýslunni, meðal annars fulltrúa frá fjármálaráðuneytinu til að fara yfir stöðuna í ríkisfjármálunum. 

„Við erum allar mjög meðvitaðar um að allt sem verður gert núna á fyrstu mánuðum, og auðvitað náttúrlega út kjörtímabilið, þarf að stuðla að áframhaldandi lækkun vaxta og verðbólgu þannig að við viljum fara inn í alla málaflokkana með þennan ramma alveg á hreinu,“ segir Kristrún.

Nú eruð þið auðvitað bara á fyrstu metrum viðræðna en geturðu sagt til um hvort þú teljir raunhæft að þið náið að ljúka þessu þannig að þið náið að mynda ríkisstjórn? 

„Þetta hefur bara gengið mjög vel og auðvitað fer maður ekki út í svona viðræður nema maður ætli sér að klára þær. En við þurfum auðvitað bara að gefa þessu nokkra daga til þess að átta okkur á stöðunni. Við erum allavegana bara frekar bjartsýn á þessum tímapunkti,“ segir hún.

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
3
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“
Baðstaður veldur klofningi í Önundarfirði
5
InnlentFerðamannalandið Ísland

Bað­stað­ur veld­ur klofn­ingi í Ön­und­ar­firði

Halla Signý Kristjáns­dótt­ir, fyrr­um þing­mað­ur, seg­ir bað­stað við Holts­fjöru munu hafa áhrif á fugla­líf og frið­sæld svæð­is­ins. Baðlón séu fal­leg en dýr: „Er það sem okk­ur vant­ar, alls stað­ar?“ Fram­kvæmdarað­ili seg­ir að bað­stað­ur­inn verði lít­ill og að til­lit hafi ver­ið tek­ið til at­huga­semda í um­sagn­ar­ferli.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
2
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár