Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Nærri tveggja milljarða gjaldþrotaslóð Björns Inga

Út­gáfu­fé­lag­ið sem stofn­að var ut­an um rekst­ur fjöl­mið­ils­ins Vilj­ans er gjald­þrota. Fé­lag­ið var í eigu for­eldra Björns Inga Hrafns­son­ar, sem er rit­stjóri og stofn­andi fjöl­mið­ils­ins. Út­gáfu­fé­lag­ið bæt­ist á lista yf­ir fjöl­mörg gjald­þrota fyr­ir­tæki sem hafa ver­ið und­ir stjórn og í eigu rit­stjór­ans. 1.800 millj­ón­um króna hef­ur ver­ið lýst í gjald­þrota­bú tengd Birni Inga þó enn liggi ekki fyr­ir hvaða kröf­ur voru gerð­ar í móð­ur­fé­lag fjöl­miðla­veld­is hans sem féll með lát­um ár­ið 2018.

Nærri tveggja milljarða gjaldþrotaslóð Björns Inga
Rýnir Björn Ingi gerir nú garðinn frægan sem pólitískur rýnir og hlaðvarpsstjórnandi. Hann var einn helsti greinandinn og álitsgjafi fjölmiðla vegna nýafstaðinna alþingiskosninga. Mynd: RÚV

Ekkert fékkst upp í ríflega 43 milljóna króna kröfur í þrotabú Útgáfufélags Viljans, sem hélt úti samnefndum fjölmiðli. Skiptum á þrotabúinu lauk á þriðjudag, samkvæmt auglýsingu sem birtist í Lögbirtingablaðinu. Engin breyting hefur hins vegar verið á starfsemi fjölmiðilsins Viljans, sem enn er gefinn út undir ritstjórn Björns Inga Hrafnssonar. 

Útgáfufélagið var í eigu foreldra Björns Inga en til þess var stofnað árið 2018, eftir að hann hafði misst frá sér Pressusamstæðuna árið áður. Þegar Viljinn var stofnaður sagðist Björn Ingi vera að opna borgaralega sinnaðan fjölmiðil.

Þetta er langt frá því fyrsta gjaldþrotið sem tengist Birni Inga. Frá hruni hafa sjö félög tengd blaðamanninum orðið gjaldþrota auk hans sjálfs. Samtals nema lýstar kröfur í þrotabúin átta um 1.800 milljónum króna, en ekki liggur fyrir hversu háum kröfum hefur verið lýst í eitt þeirra. 

Pressusamstæðan var byggð upp af hinum ýmsu miðlum, svo sem DV og Pressunni, en árið 2017 urðu útgáfufélög þessara tveggja miðla gjaldþrota. 235 milljónum var lýst í þrotabú DV og 315 milljónum í þrotabú Pressunnar án þess að eignir fengjust upp í kröfurnar. Annað félag, Frjáls fjölmiðlun, hafði þá þegar keypt helstu eignir út úr félögunum og rak fjölmiðlana áfram. Þriðja fjölmiðlafyrirtækið tengt þessu veldi Björns Inga, Vefpressan ehf,, varð svo gjaldþrota ári síðar eftir harðar deilur um sölu eigna til Frjálsrar fjölmiðlunar.  

Risastórt persónulegt þrot

Þegar greint var frá persónulegu gjaldþroti Björns Inga upp á 287 milljónir árið 2022, rakti hann málið aftur til Vefpressutímans. Hann hafði þá verið dæmdur til að greiða þrotabúi Pressunnar 80 milljónir króna auk vaxta. 

„Það er kannski við hæfi, nú þegar akkúrat 13 ár eru í dag frá því vefmiðillinn Pressan hóf göngu sína, að segja hér frá því að í síðustu viku fór ég í persónulegt gjaldþrot vegna mála sem tengjast fjölmiðlarekstrinum fyrir nokkrum árum og hafa verið mér þungur baggi að bera um árabil. Það er ekkert skemmtilegt, en nauðsynlegt úr því sem komið var. Þetta er bara staðan, ég var í alls konar persónulegum ábyrgðum og maður verður að taka ábyrgð á eigin gjörðum, mistökum sem voru gerð og horfast í augu við staðreyndir,“ skrifaði Björn Ingi um eigið gjaldþrot á Facebook. 

Ekkert fékkst upp í kröfurnar á hendur honum. 

Steikur upp í skuldir

Í millitíðinni hafði svo veitingahús sem Björn Ingi hafði keypt að loknu Pressuævintýri sínu orðið gjaldþrota. Það var steikhúsið Argentína. Björn Ingi hafði eignast staðinn í október árið 2017 en rekstrarfélag Argentínu, BOS ehf., var tekið til gjaldþrotaskipta í maí 2018. Hann hafði þá stuttu áður haldið því fram við Fréttablaðið að hann væri ótengdur staðnum og að nýir eigendur, sem hann vildi ekki nefna hverjir væru, hefðu tekið við honum. Opinber gögn bentu þó til að hann væri enn eigandi þegar félagið varð ógjaldfært. Ekkert fékkst upp í 137 milljóna króna kröfur. 

Athygli hafði vakið nokkrum mánuðum áður þegar fjárfestirinn Árni Harðarson, sem hafði ásamt fleirum keypt hluti í Pressunni, sagði í yfirlýsingu að Björn Ingi hefði reynt að greiða fyrir hluti í Pressunni með steikum á Argentínu að andvirði sex milljóna króna. 

Eldri gjaldþrot

Þetta voru þó ekki fyrstu gjaldþrotin tengd Pressusamstæðu Björns Inga, því strax árið 2013 hafði Emoll ehf., sem var rekið sem hluti af samstæðunni verið tekið til gjaldþrotaskipta. Engar eignir fundust í þrotabúi Emoll til að ganga upp í 19,2 milljóna króna kröfur sem höfðu verið gerðar á þrotabúið. Emoll rak tvær vefverslanir, Bútík.is og Mona.is, sem seldu annars vegar vörur tengdar tísku, hönnun og heilsu, og hins vegar kynlífstæki. 

Tveimur árum fyrr hafði svo enn öðru félagi tengt Birni Inga verið lýst gjaldþrota. Það var félagið Caramba – hugmyndir og orð ehf. sem varð gjaldþrota árið 2011.

Um félagið var fjallað nokkuð í Rannsóknarskýrslu Alþingis um orsakir og aðdraganda falls íslenska fjármálakerfisins árið 2008, sem hluti af umfjöllun nefndarinnar um tengsl fjölmiðlafólks og bankakerfisins. Eignir búsins dugðu skammt upp í 733,7 milljóna króna kröfur en í fréttum fjölmiðla frá þeim tíma er ekki tilgreint nákvæmlega hversu mikið en að „mikið vantaði upp á að þær dygðu fyr­ir kröf­um“.

Björn Ingi hafði fengið lán frá Kaupþingi til að kaupa hlutabréf í bönkunum. Engin veð voru lögð til grundvallar og var Caramba tekið sem dæmi í skýrslunni um félög sem fengu lán sem erfitt væri að sjá hvernig standa ætti undir greiðslum af þeim í þeim tilgangi að halda uppi eftirspurn eftir bréfum í bankanum. Taldi nefndin að þetta gæti falið í sér markaðsmisnotkun. 

Á sama tíma og hann þáði þessi lán til hlutabréfakaupa var hann viðskiptablaðamaður og fjallaði um stöðu bankanna.

Kjósa
49
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (6)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • JE
    Jóhann Einarsson skrifaði
    Mađur kemst langt sem ,,góđur framsóknarmađur"
    2
  • K Hulda Guðmundsdóttir skrifaði
    Takk fyrir samantektina - slóð þessa manns er með miklum og sóðalegum ólíkindum!
    2
  • Sigmundur Guðmundsson skrifaði
    Blessaður maðurinn - Fáir fara í gegnum röð gjaldþrota án þess að stórskaða fjölda manns.

    Nú situr hann sjálfsagt og rembist á bænakamrinum, sem hann reisti sér á jörð fjölskyldunnar við Akrafjall. Þar biður hann nú "Guð" um frekara lán.

    Googlið endilega "Björn Ingi reisti eigið bænahús við Akrafjall
    5
  • Ingibjörg Ottesen skrifaði
    Hvernig stendur á því, að þessi kennitöluflakkari, er spurður álits á nokkrum sköpuðum hlut. ?
    7
  • Kristín Guðnadóttir skrifaði
    Við fáum afar sjaldan, þótt það komi fyrir, fregnir af gjalþrotaslóð kvenna. Lærdómur sem mætti draga af því - veljum konur í verkin.
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu