Fyrir lítið þekktan höfund getur skipt máli að hljóta tilnefningu til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. En fyrir höfunda sem hafa skipað sér sess virðist tilnefning ekki skipta sköpum, ef hún hefur þá teljandi áhrif – þó að verðlaunin sjálf veki athygli á bók og höfundi. Raunar finnst manni að Íslensku bókmenntaverðlaunin veki ekki eins mikla athygli eða ólgu og þau gerðu á árum áður þegar meira var tekist á um tilnefningar og það var einhvern veginn meiri þróttur í bókmenntaumræðunni.
Partur af því sem gerir bókmenntaverðlaun spennandi er umræðan um þau. Slík umræða getur vissulega verið óþægileg fyrir höfund – og samt ekki. Er ekki bara heiður þegar fólk nennir að rífast um bækur höfunda?
Sjálf var ég heppin með tilnefningar á yngri árum og var farin að kvíða því að fá tilnefningu – með tilheyrandi gagnrýni á verkið í umræðu. Mér fannst eins og allir yrðu bara brjálaðir ef maður fengi …
Athugasemdir