Frá Grundartangahöfn og upp á Laxárdalsheiði á Vesturlandi eru 130 kílómetrar. Þessa leið hefur Qair Ísland lagt til að ekið verði með íhluti í vindorkuverið sem fyrirtækið áformar að reisa á jörðinni Sólheimum á heiðinni. Qair vill reisa 29 vindmyllur á svæði sem er mikið til óraskað og er í dag fyrst og fremst heimavöllur fjölmargra fuglategunda sem njóta góðs af nágrenni við votlendi, tjarnir og stöðuvötn.
Qair Ísland ehf. var stofnað árið 2018 og er alfarið í eigu Frakka. Fyrirtækið er nú með fjölda vindorkuverkefna í þróun á Íslandi. Jafnframt vinnur það að þróun vetnis/ammóníakverksmiðja, meðal annars í Hvalfirði. Fyrirtækið á meirihluta í fyrirtækinu Arctic Hydro sem hefur byggt og rekur nokkrar litlar og miðlungsstórar vatnsaflsvirkjanir víðs vegar um landið.
„Kostnaður vegna flutnings og framkvæmda tengdum flutningi vegna framkvæmda fellur að öllu leyti á framkvæmdaraðila
Vindorkuver Qair á Laxárdalsheiði yrði reist í tveimur áföngum. …
Við erum svo heppin að eiga næga orku í fallvötnum og það eigum við að nýta. Það er hægt að stækka þær virkjanir sem fyrir eru, laga dreifikerfið og kannski bæta við einni til tveimur vatnsaflsvirkjunum.
Þessi vindtúrbínuáform eru gjörsamlega galin. Þeir sem ekki sjá það, virðast ekki hafa kynnt sér reynslu nágrannaþjóða okkar ef þessum ferlíkjum - en sú reynsla er vægast sagt ekki góð.
Ég vil sjá þjóðaratkvæðagreiðslu um þetta risavaxna mál sem mun snerta alla landsmenn, ef af verður.
Og til hvess...hvert á þessi umframorku að fara?? Vantar það ekki í umræðunni? Er næsta stóriðjufyrirtækið í höndum erlendra eigenda á teikniborði??