Risar á ferð: Flöskuhálsar kalla á breytingar á vegum
Risastór Vindmylluspaði á leið upp á norska heiði í Fosen. Mynd: Statkraft
Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Risar á ferð: Flöskuhálsar kalla á breytingar á vegum

80 metra lang­ir vind­myllu­spað­ar eru lengstu íhlut­irn­ir sem munu fara um ís­lenska vega­kerf­ið ef af bygg­ingu vindorku­vera verð­ur hér á landi. Þess­ir for­dæma­lausu þunga­flutn­ing­ar kalla á styrk­ing­ar á brúm og veg­um, breyt­ing­ar á vega­mót­um og alls kon­ar til­fær­ing­ar aðr­ar. Flytja yrði inn sér­staka flutn­inga­bíla til verks­ins og loka veg­um fyr­ir ann­arri um­ferð enda ekki dag­legt brauð að aka með fyr­ir­bæri á pari við hæð Hall­gríms­kirkjut­urns um þjóð­vegi lands­ins.

Frá Grundartangahöfn og upp á Laxárdalsheiði á Vesturlandi eru 130 kílómetrar. Þessa leið hefur Qair Ísland lagt til að ekið verði með íhluti í vindorkuverið sem fyrirtækið áformar að reisa á jörðinni Sólheimum á heiðinni. Qair vill reisa 29 vindmyllur á svæði sem er mikið til óraskað og er í dag fyrst og fremst heimavöllur fjölmargra fuglategunda sem njóta góðs af nágrenni við votlendi, tjarnir og stöðuvötn. 

Qair Ísland ehf. var stofnað árið 2018 og er alfarið í eigu Frakka. Fyrirtækið er nú með fjölda vindorkuverkefna í þróun á Íslandi. Jafnframt vinnur það að þróun vetnis/ammóníakverksmiðja, meðal annars í Hvalfirði. Fyrirtækið á meirihluta í fyrirtækinu Arctic Hydro sem hefur byggt og rekur nokkrar litlar og miðlungsstórar vatnsaflsvirkjanir víðs vegar um landið. 

„Kostnaður vegna flutnings og framkvæmda tengdum flutningi vegna framkvæmda fellur að öllu leyti á framkvæmdaraðila
Vegagerðin um breytingar á vegum

Vindorkuver Qair á Laxárdalsheiði yrði reist í tveimur áföngum. …

Kjósa
29
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (6)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • ÆS
    Ævar Sigdórsson skrifaði
    Hvaða" Spaðar" eru þeir sem eru þarna að verki?
    0
  • Anna Einarsdóttir skrifaði
    Sumar aðrar þjóðir mjöglega neyðast til að nýta vindorku til að koma í veg fyrir orkuskort.
    Við erum svo heppin að eiga næga orku í fallvötnum og það eigum við að nýta. Það er hægt að stækka þær virkjanir sem fyrir eru, laga dreifikerfið og kannski bæta við einni til tveimur vatnsaflsvirkjunum.
    Þessi vindtúrbínuáform eru gjörsamlega galin. Þeir sem ekki sjá það, virðast ekki hafa kynnt sér reynslu nágrannaþjóða okkar ef þessum ferlíkjum - en sú reynsla er vægast sagt ekki góð.

    Ég vil sjá þjóðaratkvæðagreiðslu um þetta risavaxna mál sem mun snerta alla landsmenn, ef af verður.
    6
  • GGJ
    Guðl. Gauti Jónsson skrifaði
    það er skelfilegt hversu stór svæði verða gerð óaðgengileg og ónothæf til útivistar við hvert einasta vindorkuver. Það sem við köllum "ósnert náttúra" skerðist um hundruð og jafnvel þúsundir ferkílómetra við hvert ver.
    4
  • Helga Óskarsdóttir skrifaði
    Takk fyrir þessar upplýsingar. Og hvað svo þegar spaðarnir verða ónýtir? Varla endast þeir endalaust. Þetta er sturlun og á ekki heima í Íslenskri náttúru, frekar ætti þetta heima á skerjum úti í sjó.
    2
  • Birgit Braun skrifaði
    Þetta er frönsk - íslensk megalomennska að mínu mati. Rask á náttúru og breytingar/álag á vegakerfið er eitt, annað er að byggt verður á farfuglasvæði! ..og ekki síst: það muni ekki bara sjást í rísana....það muni heyrast í þeim...rask í allar áttir...
    Og til hvess...hvert á þessi umframorku að fara?? Vantar það ekki í umræðunni? Er næsta stóriðjufyrirtækið í höndum erlendra eigenda á teikniborði??
    5
  • GS
    Gunnar Snaeland skrifaði
    Sleppum þessu bara og förum í hringtengingu
    5
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Vindorka á Íslandi

„Ég kæri mig ekki um að sveitin mín sé eyðilögð“
ViðtalVindorka á Íslandi

„Ég kæri mig ekki um að sveit­in mín sé eyði­lögð“

Í sjö ár hef­ur Stein­unn M. Sig­ur­björns­dótt­ir háð marg­ar orr­ust­ur í bar­áttu sinni gegn vind­myll­um sem til stend­ur að reisa allt um­hverf­is sveit­ina henn­ar. Hún hef­ur tap­að þeim öll­um. „Ég er ekki bú­in að ákveða hvort ég hlekki mig við jarð­ýt­urn­ar, það fer eft­ir því hvað ég verð orð­in göm­ul,” seg­ir hún glettn­is­lega. En þó með votti af al­vöru. Hún ætli að minnsta kosti ekki að sitja hjá og „horfa á þetta ger­ast”.
Sveitarstjórn Rangárþings ytra ræðst í frumkvæðisathugun á fyrirhuguðu vindorkuveri
FréttirVindorka á Íslandi

Sveit­ar­stjórn Rangár­þings ytra ræðst í frum­kvæðis­at­hug­un á fyr­ir­hug­uðu vindorku­veri

Byggð­ar­ráð Rangár­þings ytra ákvað í gær að fela sveit­ar­stjóra að leggja mats­spurn­ing­ar fyr­ir Lands­virkj­un, ým­is ráðu­neyti og stofn­an­ir sem koma að upp­bygg­ingu vindorku­vers sem til stend­ur að byggja í sveit­ar­fé­lag­inu. Eggert Val­ur Guð­munds­son, odd­viti sveit­ar­stjórn­ar, seg­ir nauð­syn­legt að fá svör við spurn­ing­un­um áð­ur en fram­kvæmda­leyfi fyr­ir vindorku­garð­in­um er gef­ið út.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár