Ákosningavöku Miðflokksins um helgina fagnaði Sigmundur Davíð niðurstöðu Krakkakosninga á RÚV, þar sem flokkurinn vann afgerandi sigur á meðal grunnskólabarna með 25 prósent greiddra atkvæða. Í því samhengi sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson að framtíð flokksins væri björt.
Niðurstöður skuggakosninga sem haldnar voru í framhaldsskólum skömmu fyrir kjördag sýndu svipaða sveiflu í átt að hægri flokkum. Sjálfstæðisflokkurinn, Miðflokkurinn og Viðreisn fengu flest atkvæði í kosningunni, samtals um 55,9 prósent atkvæða. Þar á eftir kom Samfylkingin með 12,7 prósent atkvæða.
Sérfræðingar sem Heimildin náði tali af vara hins vegar við því að of miklar ályktanir séu dregnar út frá þessum mælingum. Töldu flestir ótímabært að skera úr um hvort yngri kynslóðin hafi í raun sveiflast yfir á hægri væng stjórnmálanna.
Niðurstöður bjagaðar vegna verkfalls
Tinna Isebarn, framkvæmdastjóri Landssambands ungmennafélaga, sem ásamt Sambandi íslenskra framhaldsskólanema skipulagði átaksverkefnið Ég kýs, segist hafa fundið fyrir nokkurri hægri sveiflu meðal ungs fólks sem niðurstaða skuggakosninganna beri …
Athugasemdir