„Já, ertu að lesa Braga Ólafs, um hvað er bókin?“ Þessa spurningu fékk ég frá áhugasömum vini meðan á lestri bókarinnar INNANRÍKIÐ – Alexíus stóð. Mér vafðist tunga um tönn, ekki vegna þess að bókin væri ekki um neitt heldur einmitt vegna þess að hún fjallar um svo margt. Þessu nýjasta verki Braga mætti ef til vill helst lýsa sem endurminningabók af óvenjulegum toga. Strax á fyrstu blaðsíðu tekur höfundur fram: „Þetta hér er ekki skáldsaga, ekki beinlínis,“ (bls. 5) og veltir því fyrir sér hvort hann sé að stíga feilspor með því að skrifa bók sem ekki fellur beinlínis undir skáldskaparhugtakið. Eftir lestur Innanríkisins er því auðsvarað: Nei, hér er ekki stigið feilspor!
„Hver vill ekki flækjast með Braga Ólafssyni um duttlungafulla krákustíga í níu bindi?
Á tæplega 250 síðum fer Bragi með lesandann í ferðalag út um hvippinn og hvappinn, til misfjarlægrar fortíðar, á vit fólks …
Athugasemdir