Þessi grein birtist fyrir rúmlega 7 mánuðum.

Halla boðar Kristrúnu aftur á Bessastaði

For­seti Ís­lands hef­ur boð­að formann Sam­fylk­ing­ar­inn­ar á fund sinn klukk­an 10 í dag. Telja má lík­legt að Halla Tóm­as­dótt­ir veiti Kristrúnu Frosta­dótt­ur þar stjórn­ar­mynd­un­ar­um­boð.

Halla boðar Kristrúnu aftur á Bessastaði
Kristrún var fyrsti formaðurinn sem fór á fund Höllu í gær, en Samfylkingin er stærsti flokkurinn eftir kosningar. Mynd: Golli

Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, hefur boðað Kristrúnu Frostadóttur, formann Samfylkingarinnar til fundar við sig á Bessastöðum í dag, þriðjudaginn 3. desember, kl. 10:00.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsetaembættinu.

Í gær fundaði Halla með formönnum þeirra flokka sem náðu mönnum inn á þing. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, lögðu það bæði til við forsetann að Kristrún fengi umboð til stjórnarmyndunar. Samfylkingin er nú stærsti flokkurinn á alþingi, með 15 þingmenn og 20,8 prósent atkvæða.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, mælti einnig með því að Kristrún fengi umboðið en hún sagði að samband þeirra tveggja væri mjög gott. „Við ætl­um að reyna von­andi að mynda sterka og sam­henta rík­is­stjórn,“ sagði Þorgerður Katrín eftir fund sinn með forsetanum í gær. 

Með hliðsjón af þessum ummælum Þorgerðar Katrínar mætti leiða að því líkur að fyrst verði reynt að mynda ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins. En Kristrún hefur áður svo gott sem útilokað samstarf með Sjálfstæðisflokki og Miðflokki, sem annars gætu komið í stað Flokks fólksins í mögulegri ríkisstjórnarmyndun.

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði í samtali við fjölmiðla á Bessastöðum að hann væri ekki á leiðinni í ríkisstjórn. Ákallið væri um stjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins.

Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi ráðherra og stofnandi Viðreisnar, spáði í spilin um mögulegar meirihlutastjórnir á Facebook í gær. Þar sagði hann að mjög ólíklegt sé að Samfylkingin eða Viðreisn muni vilja starfa með Miðflokknum.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
5
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár