Eigandi Elko og Krónunnar, eignarhaldsfélagið Festi, var sektað um 750 milljónir króna af Samkeppniseftirlitinu fyrir margvísisleg brot gegn samkeppnislögum fyrir helgi. Sektað var fyrir brot á skilyrðum, eða sátt, sem áttu að vernda og efla samkeppni á eldsneytismarkaði og sett voru til þess að tryggja aðgengi að eldsneyti í heildsölu og innkomu nýs keppinautar í stað samkeppni sem fyrri eigandi Krónunnar hafði undirbúið.
Þá var brotið á skilyrðum sem var ætlað að vernda og efla samkeppni á dagvörumarkaði vegna samþjöppunar á markaði og samþættingar dagvara og eldsneytis sem mátti rekja til samrunans.
Margvísisleg skilyrði til að tryggja samkeppni
Skilyrði sem varðaði endurskoðun á samstarfi og samningi við keppinaut á dagvörumarkaði var brotið. Að lokum var brotið gegn þeirri skyldu félagsins að veita óháðum kunnáttumanni (nokkurs konar eftirlitsmanni) nauðsynlegar upplýsingar og aðstoð og hindrað hann þannig í eftirliti sínu.
Með sátt við Samkeppniseftirlitið hefur Festi viðurkennt að hafa brotið skilyrði sem …
Athugasemdir (2)