Endurskoðendur tengdir KPMG og PWC eru með stöðu sakborninga hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu vegna gruns um að hafa borið ljúgvitni fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur sem varð til þess að mál gegn Þórði Má Jóhannessyni, fjárfesti féll honum í hag. Annar endurskoðandinn er jafnframt endurskoðandi Þórðar Más samkvæmt upplýsingum Heimildarinnar.
Það er Lyfjablóm ehf. sem kærir málið og sendi tilkynningu þess eðlis á fjölmiðla fyrr í dag. Þar sagði ennfremur að Lyfjablóm mun senda frekari kærur til lögreglu á næstu dögum gegn Þórði Má Jóhannessyni, fyrrum forstjóra Gnúps hf., „vegna rökstudds gruns um ljúgvitni fyrir dómi sem og vegna rökstudds gruns“ að þvi er segir í tilkynningu um brot gegn 162. gr. almennra hegningarlaga sem hljóðar svo:
„Hver, sem rangfærir sönnunargögn eða kemur fram með röng sönnunargögn í því skyni að hafa áhrif á úrslit dómsmáls, skal sæta fangelsi allt að 2 árum“.
Athugasemdir