Þessi grein birtist fyrir rúmlega 4 mánuðum.

Inga um samstarf með Bjarna og Sigmundi: Gleymdu hugmyndinni!

Inga Sæ­land sagði for­manni Við­reisn­ar að gleyma hug­mynd­inni um að hún ætl­aði sér að ganga í meiri­hluta­sam­starf með Sig­mundi Dav­íð og Bjarna Bene­dikts­syni. Þetta kom fram í líf­leg­um kapp­ræð­um Heim­ild­ar­inn­ar.

Inga um samstarf með Bjarna og Sigmundi: Gleymdu hugmyndinni!
Inga Sæland virðist ekki hrifinn af stjórnarmynstri Sjálfstæðisflokks, Miðflokks og Flokki fólksins. Mynd: Golli

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, virðist ekki hafa mikinn áhuga á samstarfi með Sjálfstæðisflokknum og Miðflokknum miðað við svör hennar í kappræðum Heimildarinnar sem fram fóru í Tjarnarbíói á þriðjudagskvöldi.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar sagðist þá merkja stjórnarmyndunarteikn á lofti milli Sjálfstæðisflokks, Miðflokksins og Flokks fólksins. Sagði hún þá Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins og Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokksins, hafa talað með þeim hætti í hlaðvörpum hér á landi.

„Það sem er að teiknast upp hér, það sem við erum að sjá hér,“ sagði Þorgerður Katrín og greip þá Inga Sæland fram í fyrir henni og sagði skýrt og skilmerkilega:

„Gleymdu hugmyndinni!“

„Það er þeirra draumaríkisstjórn,“ sagði Þorgerður Katrín og Inga endurtók fyrri ummæli aftur.

„Jæja, þú verður þá að tala við þá því þeir eru í einhverju brómansi [Bromance þýðir bróðurleg ást] í einhverjum hlaðvörpum núna,“ sagði Þorgerður og uppskar hlátrrasköll úr sal.

Sjón er þó sögu ríkari og má sjá orðaskiptin hér fyrir neðan.

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Helga Óskarsdóttir skrifaði
    Þorgerður Katrín vill litlar breytingar á þjóðfélaginu, því hún vill ekki breyta skattaumhverfinu sem er smíðað utan um hana og aðra ríka í samfélaginu. Hún er eðlilega hrædd við Flokk fólksins sem er á fljúgandi siglingu og er einn af fáum flokkum sem vilja raunverulegar breytingar sem byrja á skattalöggjöfinni.
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
2
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
5
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
5
Aðsent

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld­in og lands­byggð­in

Eng­in vit­ræn rök eru fyr­ir því að hækk­un veiði­gjalds­ins leiði til þess­ara ham­fara, skrif­ar Indriði Þor­láks­son um mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á út­reikn­ingi veiði­gjalda. „Að sumu leyti minn­ir þessi púka­blíst­ur­her­ferð á ástand­ið vest­an­hafs þar sem fals­upp­lýs­ing­um er dreift til að kæfa vit­ræna um­ræðu,“ skrif­ar hann.
„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
6
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár