Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Tilgangslaus (og mögulega ónákvæm) tölfræði um kappræður Heimildarinnar

Kapp­ræð­ur Heim­ild­ar­inn­ar voru með líf­leg­asta móti í Tjarn­ar­bíói í gær­kvöldi þar sem leið­tog­ar helstu flokka stigu á svið. Um 200 gest­ir voru í saln­um og klöpp­uðu og fögn­uðu fram­bjóð­end­um. En hverj­um var klapp­að oft­ast fyr­ir? Og hver var fyndn­ast­ur?

Tilgangslaus (og mögulega ónákvæm) tölfræði um kappræður Heimildarinnar
Sigríður Á. Andersen og Lilja Alfreðsdóttir áttu salinn. Hlátrasköllin ómuðu helst í skemmtilegum ræðum þeirra. Mynd: Golli

Kappræður Heimildarinnar skera sig frá öðrum kappræðum að því leyti að tvö hundruð gestir voru í salnum á sama tíma og stjórnmálafólkið tókst á. Salurinn átti því ríkan þátt í líflegu andrúmslofti kappræðnanna. Við tókum því saman tölfræði gesta í formi hláturs og fagnaðarláta.

Fögnuðu Kristrúnu, en hlógu meira með Þorgerði

Sá frambjóðandi sem var oftast fagnað með lófataki var Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, en alls var henni fagnað fimm sinnum með lófataki í lok ræðu. Aftur á móti fær hún að njóta þess vafasama heiðurs að vera á meðal þeirra frambjóðenda sem uppskáru aldrei hlátrasköll.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, var í öðru sæti þegar kom að fagnaðarlátum, en fjórum sinnum var klappað eftir ræður hennar.

Salnum þótti hún þó nokkuð fyndnari en Kristrún og hló salurinn að minnsta kosti tvívegis þegar hlýtt var á ræður hennar.

Sanna Magdalena Mörtudóttir, formaður Sósíalistaflokksins, var jöfn Þorgerði Katrínu í lófaklappi …

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Helga Óskarsdóttir skrifaði
    Þorgerður Katrín hefur smalað klappstýruliðinu sínu úr íþróttunum.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Stendur með því sem hjartað segir að sé rétt
6
Viðtal

Stend­ur með því sem hjart­að seg­ir að sé rétt

Ás­dís María Við­ars­dótt­ir hef­ur sleg­ið í gegn í þýsku­mæl­andi lönd­um. Með­al ann­ars átt lag í fyrsta sæti vin­sældal­ista út­varps­stöðva í Þýskalandi og ver­ið til­nefnd þar fyr­ir besta popp­lag árs­ins. Hér heima vakti hún um­ræðu í fyrra þeg­ar hún dró sig frá lagi sínu í Eurovisi­on vegna hern­að­ar­ins á Gaza. Ás­dís María ræð­ir allt þetta í við­tali – og meira til!

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár