Helga hefur starfað við grafíska hönnun síðastliðinn áratug en á þeim tíma hefur áhugasvið hennar stækkað, ekki síst vegna starfa hennar við útgáfu bóka og annars prentefnis.
Undirrituð hitti Helgu í bókabúðinni á dögunum. Rýmið er lítið en hver bók fær sitt pláss. Því eru bækurnar ekki margar en úrvalið er handvalið af Helgu. Við ræddum um persónulegt samband Helgu við bækur, námið í Eistlandi og þá iðju að veita öðrum pláss.
Hönnuður gerist bóksali
Helga hefur hannað bækur og annað prentefni í 10 ár. Fagstjórinn í BA-námi hennar við Listaháskóla Íslands var bókahönnuðurinn Birna Geirfinnsdóttir, sem hafði mikil áhrif á Helgu. Bókahönnun krefst mikillar nákvæmni en Helga hefur sínar efasemdir um kröfuna að allt þurfi að vera fullkomið. Henni þykir skemmtilegast að setja upp texta, enda fær hún þannig að lesa á meðan hún vinnur.
Áhugi Helgu á bókum hefur alltaf verið til staðar en í byrjun var hann …
Athugasemdir