„Ég kæri mig ekki um að sveitin mín sé eyðilögð“
Heima Steinunn M. Sigurbjörnsdóttir við húsið sitt á jörðinni Vígholtsstöðum sem hún ólst upp á. Hún horfir út á Hvammsfjörðinn en snýr baki í heiðina þar sem Storm orka áformar að reisa vindorkuver. Annað ver er svo áformað eilítið sunnar. Og enn eitt töluvert norðar. Mynd: Golli

„Ég kæri mig ekki um að sveitin mín sé eyðilögð“

Í sjö ár hef­ur Stein­unn M. Sig­ur­björns­dótt­ir háð marg­ar orr­ust­ur í bar­áttu sinni gegn vind­myll­um sem til stend­ur að reisa allt um­hverf­is sveit­ina henn­ar. Hún hef­ur tap­að þeim öll­um. „Ég er ekki bú­in að ákveða hvort ég hlekki mig við jarð­ýt­urn­ar, það fer eft­ir því hvað ég verð orð­in göm­ul,” seg­ir hún glettn­is­lega. En þó með votti af al­vöru. Hún ætli að minnsta kosti ekki að sitja hjá og „horfa á þetta ger­ast”.

Á túnum jarðarinnar Vígholtsstaða í Dölum hafa tré víða tekið við af sauðfé á beit. Þar hefur skógrækt verið stunduð frá aldamótum og nú, aldarfjórðungi síðar, er sums staðar orðið ágætt skjól fyrir norðanáttinni. Á þessum slóðum er nokkuð flatlent og því víðsýnt til allra átta. Alla leið til Ljósufjalla á Snæfellsnesi í suðvestri. Þau hafa tekið að skjálfa síðustu misseri. Minnt á að eldstöðin sé enn virk og að á henni beri að hafa gætur.    

En það er þó í þveröfuga átt sem fjölskyldan á Vígholtsstöðum hefur þurft að beina athygli sinni síðustu ár. Athygli og áhyggjum. Þau hafa horft til heiðarinnar í norðaustri, þaðan sem kaldir vindar alla leið frá Norður-Íshafinu blása, þeir hinir sömu og þau hafa reynt að verjast með trjágróðri.

Það er þessi vindur, þessi oft og tíðum jökulkaldi vindur, sem varð skyndilega fyrir nokkrum árum fyrirferðarmeiri en nokkru sinni í lífi fjölskyldunnar. Því á …

Kjósa
59
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Sveinn Ingólfsson skrifaði
    Vindmyllukallarnir eru eins og minkir í hæsnakofa. Vilja eyðileggja landið til að græða peninga og er alveg sama hvað þeir eyðileggja mikið bara ef þeir geta fengið sem mest í eigin vasa.
    3
  • Kristbjörn Árnason skrifaði
    Þessar hugmyndir um raforkuver eru ekki hugsaðar til að leggja íslendingum til raforku. Hugmyndin er örugglega útflutningur sem líklega myndi hækka raforkuverð til íslendinga.
    3
  • Einar Skúli Hjartarson skrifaði
    það þarf að setja upp bannmerki þar sem von er á Tryggva Þór þar eru skemmdarverk í uppsiglingu.
    6
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Vindorka á Íslandi

Sveitarstjórn Rangárþings ytra ræðst í frumkvæðisathugun á fyrirhuguðu vindorkuveri
FréttirVindorka á Íslandi

Sveit­ar­stjórn Rangár­þings ytra ræðst í frum­kvæðis­at­hug­un á fyr­ir­hug­uðu vindorku­veri

Byggð­ar­ráð Rangár­þings ytra ákvað í gær að fela sveit­ar­stjóra að leggja mats­spurn­ing­ar fyr­ir Lands­virkj­un, ým­is ráðu­neyti og stofn­an­ir sem koma að upp­bygg­ingu vindorku­vers sem til stend­ur að byggja í sveit­ar­fé­lag­inu. Eggert Val­ur Guð­munds­son, odd­viti sveit­ar­stjórn­ar, seg­ir nauð­syn­legt að fá svör við spurn­ing­un­um áð­ur en fram­kvæmda­leyfi fyr­ir vindorku­garð­in­um er gef­ið út.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár