Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Fjórir flokkar mættu ekki á fund bíllausra

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn, Mið­flokk­ur­inn, Flokk­ur fólks­ins og Lýð­ræð­is­flokk­ur­inn sendu eng­an full­trúa á op­inn kosn­inga­fund Sam­taka um bíl­laus­an lífs­stíl sem fram fór í mið­borg­inni á mið­viku­dag.

Fjórir flokkar mættu ekki á fund bíllausra
Fundur Nokkrir auðir stólar voru á sviðinu á kosningafundi Samtaka um bíllausan lífsstíl sem fram fór á miðvikudag. Mynd: Skjáskot

Samtök um bíllausan lífsstíl héldu opinn kosningafund á Loft Hostel í Reykjavík síðdegis á miðvikudag, þar sem fulltrúum allra flokka sem bjóða fram á landsvísu var boðið að senda fulltrúa til að svara spurningum fundargesta um málefni á borð við bættar almenningsamgöngur, aðstæður fyrir virka ferðamáta og fleira.

Sex flokkar sendu fulltrúa á fundinn, en Framsóknarflokkurinn, Flokkur fólksins Miðflokkurinn og Lýðræðisflokkurinn gerðu það ekki.

„Það verða nokkrir háðungarstólar hér, þeim til háðungar sem ekki sendu fulltrúa,“ sagði sjónvarpsmaðurinn Gísli Marteinn Baldursson, sem stýrði umræðum á fundinum.

Stjórnmálamennirnir sem voru til svara á fundinum voru þau Pawel Bartoszek frá Viðreisn, Rósa Björk Brynjólfsdóttir frá VG, Dóra Björt Guðjónsdóttir frá Pírötum, Dagur B. Eggertsson frá Samfylkingu, Sigurður Örn Hilmarsson frá Sjálfstæðisflokki og Davíð Þór Jónsson frá Sósíalistaflokknum. 

Búi Bjarmar Aðalsteinsson, einn þeirra sem stóðu fyrir fundinum, segir við Heimildina að hann kunni ekki skýringar á því af hverju flokkarnir sem ekki mættu hafi ekki sent fulltrúa. Allir flokkar hafi þó sannarlega fengið boð um að sitja fundinn.

Búi segir að þvert yfir línuna hafi upplifun hans af samtalinu með stjórnmálafólkinu verið sú að flokkarnir væru ekki með miklar pælingar eða skýra stefnu um virka ferðamáta, fyrir utan það sem snýr að almenningssamgöngum.

Svör stjórnmálamannanna voru að hans sögn með þeim hætti að þau virtust búin til á staðnum, frekar en að þau endurspegluðu einhverja raunverulegar stefnu flokkanna. En það er einmitt tilgangur svona fundar, segir Búi Bjarmar, að setja þessi mál á dagskrá og fá stjórnmálaflokka til að hugsa um þau. 

Fréttin hefur verið uppfærð. Áður sagði að þrír flokkar hefðu ekki sent fulltrúa á fundinn en hið rétta er að fjórir flokkar gerðu það ekki. Flokkur fólksins gleymdist í fyrstu útgáfu fréttarinnar sem birtist í prentútgáfu blaðsins föstudaginn 22. nóvember. 

Kjósa
30
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SGIG
    Sigurlaug Guðrún I Gísladóttir skrifaði
    Skil þau vel ;) Ég hefði heldur ekki mætt. Er alfarið á móti bíllausum lífstíl.
    -3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2024

Mest lesið

Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
1
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Læknamistök og handleggsbrot hafa markað ævi Ingu
2
Nærmynd

Læknamis­tök og hand­leggs­brot hafa mark­að ævi Ingu

Ingu Sæ­land fé­lags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra var ekki hug­að líf vegna skæðr­ar heila­himnu­bólgu þeg­ar hún var smá­barn. Hún lifði en sjón henn­ar tap­að­ist að miklu leyti. Inga þekk­ir bæði fá­tækt og sár­an missi, gift­ist sama mann­in­um tvisvar með 44 ára milli­bili og komst í úr­slit í X-Factor í milli­tíð­inni. Hand­leggs­brot eig­in­manns­ins og ít­rek­uð læknamis­tök á tí­unda ára­tugn­um steyptu fjöl­skyld­unni í vand­ræði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
3
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár