Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Málsvörn gegn ómaklegum málalyktum

Fjár­mála­hrun­ið ár­ið 2008 var hluti af al­þjóð­leg­um vendipunkti sem enn er til um­ræðu og grein­ing­ar. Með ís­lenska bjart­sýni, æðru­leysi og sam­stöðu að vopni fer for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands frá þeim tíma, Geir H. Haar­de, yf­ir sögu sína og at­burði þá sem leiddu hann fyr­ir Lands­dóm eft­ir að hafa stað­ið í brim­rót­inu sjálfu sem hefði getað sökkt þjóð­ar­skút­unni.

Málsvörn gegn ómaklegum málalyktum
Ævisaga Geirs H. Haarde segir merkilega sögu – sem hann segir. Mynd: Pressphotos
Bók

Geir H. Haar­de - ævi­saga

Höfundur Geir H. Haarde - ævisaga
Bjartur & Veröld
Niðurstaða:

Bjartur

Bókardómur: 3 1/2 stjarna

Gefðu umsögn

Ævisaga Geirs H. Haarde segir merkilega sögu. Hún er ítarleg og vandlega unnin. Bókin er mikil að vöxtum, 567 síður í 28 köflum sem skipt er í átta hluta auk inngangs og eftirmála. Nafnaskráin telur 15 síður og bókina prýða fjöldi ljósmynda úr einkasafni og fjölmiðlum, mest Morgunblaðinu. 

Skipta má sögunni í fjóra meginþætti, þó bókin fylgi tímalegri röð æviskeiða. Fyrsti þáttur er hinn persónulegi. Fjölskyldusviðið nær allt frá afa höfundar og forfeðra til afa og langafa hlutverks hans sjálfs nú. Annar þáttur er þróunarsvið, nám, alþjóðleg menntun, reynsla og störf, undirbúningsagan fyrir meginhlutverkið. Þriðji þátturinn er ævistarfið á hinu pólitíska sviði landsmálanna. Þar flæðir meginhlutverk höfundar úr aðstoðarmennsku, í gegnum þingmannsferil, og -formennsku í sjö ár sem lýkur með ellefu ára ráðherraferli. Fjórði þátturinn er síðan í tveimur hlutum, fjármálahrunið og eftirleikurinn með Landsdómsmáli. Það er bæði reyfarakenndur fjármálahluti, millikafli um stjórnarslit og dómsmálsdrama í lok ferils. 

Í …

Kjósa
28
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár