Geir H. Haarde - ævisaga
Bjartur
Bókardómur: 3 1/2 stjarna
Ævisaga Geirs H. Haarde segir merkilega sögu. Hún er ítarleg og vandlega unnin. Bókin er mikil að vöxtum, 567 síður í 28 köflum sem skipt er í átta hluta auk inngangs og eftirmála. Nafnaskráin telur 15 síður og bókina prýða fjöldi ljósmynda úr einkasafni og fjölmiðlum, mest Morgunblaðinu.
Skipta má sögunni í fjóra meginþætti, þó bókin fylgi tímalegri röð æviskeiða. Fyrsti þáttur er hinn persónulegi. Fjölskyldusviðið nær allt frá afa höfundar og forfeðra til afa og langafa hlutverks hans sjálfs nú. Annar þáttur er þróunarsvið, nám, alþjóðleg menntun, reynsla og störf, undirbúningsagan fyrir meginhlutverkið. Þriðji þátturinn er ævistarfið á hinu pólitíska sviði landsmálanna. Þar flæðir meginhlutverk höfundar úr aðstoðarmennsku, í gegnum þingmannsferil, og -formennsku í sjö ár sem lýkur með ellefu ára ráðherraferli. Fjórði þátturinn er síðan í tveimur hlutum, fjármálahrunið og eftirleikurinn með Landsdómsmáli. Það er bæði reyfarakenndur fjármálahluti, millikafli um stjórnarslit og dómsmálsdrama í lok ferils.
Í …
Athugasemdir