Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

Lesandinn tekur málin í sínar hendur

„Fal­leg saga um vináttu og ein­semd, sem og ærsla­feng­in paródía á formúlu­bók­mennt­ir,“ skrif­ar Ás­geir H. Ing­ólfs­son.

Lesandinn tekur málin í sínar hendur
Friðsemd Brynja Hjálmsdóttir
Bók

Frið­semd

Höfundur Brynja Hjálmsdóttir
Benedikt
213 blaðsíður
Gefðu umsögn

Þegar ég las Friðsemd var ég nýbúinn að lesa viðtal við leikkonu sem gerðist listmálari og málaði bara áhorfendur, eftir öll sín ár á sviði. Friðsemd er nánast eins og bókmenntaútgáfan af slíku málverki, þetta er saga um lesandann.

Engan venjulegan lesanda samt. Friðsemd býr á Eskifirði og bæði prófarkales og þýðir bækur Fatimu vinkonu sinnar. Fatima lifir æsilegu lífi og skrifar bækur um fólk sem lifir enn æsilegra lífi, en Friðsemd lifir alls ekki æsilegu lífi. Hún er jarðtenging Fatimu, þótt Friðsemd átti sig aldrei almennilega á því af hverju þær eru vinkonur. Hún er nánast eins og ákveðin staðalmynd lesanda reyfarabókmennta, síðmiðaldra kona úti á landi sem lifir í bókum.

 Óhóflegur krimmalestur

En þegar Fatima deyr á dularfullan hátt þarf hún að hætta að lifa bara í bókum og gera eitthvað í málunum. Mögulega er óhóflegum krimmalestri um að kenna að hana eina grunar að brögð hafi verið í tafli og fer til Hveragerðis að leysa málið.

 Sagan gerist vel að merkja í heimi þar sem stór hluti heimsins er sokkinn, þar á meðal Suðurlandsundirlendið. Æskustöðvar bæði Friðsemdar og Eldbergs Salmans, helsta athafnaskálds Hveragerðis og sjálfsagt landsins alls, en bæði ólust þau upp á Selfossi.

„Hún er nánast eins og ákveðin staðalmynd lesanda reyfarabókmennta, síðmiðaldra kona úti á landi sem lifir í bókum“
Ásgeir H. Ingólfsson

Nagandi einsemd

Inn í þetta fléttast svo reglulega upprifjanir Friðsemdar af ævintýrum Simone Pilunnguaq Larsen, grænlensk-ættaða danska lögfræðingsins sem er oftast kölluð Advokat Larsen og er aðalpersóna vinsælustu bókaraðar Fatímu. Við fáum stutt ágrip af þeim mörgum, með farsakenndu kynlífi og ofbeldi eins og vera ber, en skynjum um leið að þaðan hefur Friðsemd sínar heimildir um veruleikann. Hún tekur meira að segja allan bókaflokkinn með sér í ferðalagið, svona til öryggis.

En veruleikinn er skyndilega heimur nagandi einsemdar, þangað til hún heldur í sinn leiðangur og verður hægt og rólega að annarri manneskju. Inn í þetta blandast nýjar vinkonur, vélmennið Eintak Sandvík og ótal starfsmenn risafyrirtækisins SELÍS, sem fljótlega kemur í ljós að Fatima átti hlut í, en er svo dularfullt að enginn veit nákvæmlega hvað þau gera.

Reyfarakenndur raunveruleiki

Sagan fer vel með þessa vináttu tveggja ólíkra kvenna sem einhvern veginn skilja hvor aðra betur en sig sjálfa, af því í hinni sjá þær í raun andstæðu sína. Rétt eins og í Kul eftir Sunnu Dís Másdóttur finnur hún svo hálfgerðan tvífara vinkonunnar þegar líða tekur á söguna, tvífara sem hjálpar henni að átta sig á hlutunum. Friðsemd sjálf er svo skemmtilega skyld Guðbjörgu, aðalpersónu síðustu sögu Auðar Haralds, Hvað er drottinn að drolla? Báðar lifa þær afskaplega fábreyttu lífi og eyða frítímanum í bóklestur, þangað til lífið þeytir þeim í óvæntar áttir og skyndilega þurfa þær að láta reyna á allan þann fróðleik sem þær hafa úr öllum þessum bókum.

Þegar á líður fer svo raunveruleikinn að apa eftir skáldskapnum með því að verða sífellt reyfarakenndari, þótt hér sé búið að skipta út erótískum reyfurum fyrir vísindaskáldskap. Þannig er eins og Friðsemd breyti veruleikanum í örvæntingu sinni í þann farsakennda bókmenntaheim sem hún liggur í flesta daga.

Advokat Larsen skemmtilega háskaleg

Og þar misstígur sagan sig kannski aðeins, farsakenndur vísindaskáldskapurinn gengur aðeins of langt um leið og besti hluti bókarinnar, þessi forvitnilega rannsókn á vináttu Friðsemdar við ólíkar konur og hennar eigin einsemd, sá hluti grefst aðeins undir brakinu, en þar eru ótal þræðir sem hefði mátt þræða lengra. En það segi ég út af því að það sem er búið að þræða er svo heillandi og fallegt. Og ævintýri Advokat Larsen það skemmtilega háskaleg að maður væri alveg til í að serían yrði samin fyrir alvöru. Þetta er saga um lesanda sem notar bókmenntir til að skilja heiminn – og til að glæða hann lífi. Og hvað gerist þegar heimur slíks lesanda lifnar skyndilega við, þótt dauðsfall þurfi til.


Hnotskurn: Falleg saga um vináttu og einsemd, sem og ærslafengin paródía á formúlubókmenntir. Manni leiðist aldrei, þótt sagnagleði formúlubókmenntanna taki kannski aðeins völdin þegar á líður.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
4
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.
Lifum á tímum mikilla upplýsinga en aldrei verið óupplýstari
6
ViðtalGrunnstoðir heilsu

Lif­um á tím­um mik­illa upp­lýs­inga en aldrei ver­ið óupp­lýst­ari

Geir Gunn­ar Markús­son nær­ing­ar­fræð­ing­ur seg­ir að auk­in tíðni lífs­stíls­sjúk­dóma kalli á heil­næm­ara fæði, meiri hreyf­ingu, næg­an svefn og streitu­minni lífs­stíl. Hann tel­ur að fæða okk­ar í dag sé að mörgu leyti verri en fyr­ir um 30 ár­um og að við höf­um flækt mataræð­ið. Þrátt fyr­ir mik­ið magn upp­lýs­inga þá gæti mik­ill­ar upp­lýs­inga­óreiðu þeg­ar kem­ur að nær­ingu. Geir Gunn­ar vill að fólk borði morg­un­mat til að stuðla að jafn­ari blóð­sykri og orku út dag­inn en morg­un­mat­ur­inn er á veru­legu und­an­haldi.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár