Þessi grein birtist fyrir rúmlega 5 mánuðum.

Lesandinn tekur málin í sínar hendur

„Fal­leg saga um vináttu og ein­semd, sem og ærsla­feng­in paródía á formúlu­bók­mennt­ir,“ skrif­ar Ás­geir H. Ing­ólfs­son.

Lesandinn tekur málin í sínar hendur
Friðsemd Brynja Hjálmsdóttir
Bók

Frið­semd

Höfundur Brynja Hjálmsdóttir
Benedikt
213 blaðsíður
Gefðu umsögn

Þegar ég las Friðsemd var ég nýbúinn að lesa viðtal við leikkonu sem gerðist listmálari og málaði bara áhorfendur, eftir öll sín ár á sviði. Friðsemd er nánast eins og bókmenntaútgáfan af slíku málverki, þetta er saga um lesandann.

Engan venjulegan lesanda samt. Friðsemd býr á Eskifirði og bæði prófarkales og þýðir bækur Fatimu vinkonu sinnar. Fatima lifir æsilegu lífi og skrifar bækur um fólk sem lifir enn æsilegra lífi, en Friðsemd lifir alls ekki æsilegu lífi. Hún er jarðtenging Fatimu, þótt Friðsemd átti sig aldrei almennilega á því af hverju þær eru vinkonur. Hún er nánast eins og ákveðin staðalmynd lesanda reyfarabókmennta, síðmiðaldra kona úti á landi sem lifir í bókum.

 Óhóflegur krimmalestur

En þegar Fatima deyr á dularfullan hátt þarf hún að hætta að lifa bara í bókum og gera eitthvað í málunum. Mögulega er óhóflegum krimmalestri um að kenna að hana eina grunar að brögð hafi verið í tafli og fer til Hveragerðis að leysa málið.

 Sagan gerist vel að merkja í heimi þar sem stór hluti heimsins er sokkinn, þar á meðal Suðurlandsundirlendið. Æskustöðvar bæði Friðsemdar og Eldbergs Salmans, helsta athafnaskálds Hveragerðis og sjálfsagt landsins alls, en bæði ólust þau upp á Selfossi.

„Hún er nánast eins og ákveðin staðalmynd lesanda reyfarabókmennta, síðmiðaldra kona úti á landi sem lifir í bókum“
Ásgeir H. Ingólfsson

Nagandi einsemd

Inn í þetta fléttast svo reglulega upprifjanir Friðsemdar af ævintýrum Simone Pilunnguaq Larsen, grænlensk-ættaða danska lögfræðingsins sem er oftast kölluð Advokat Larsen og er aðalpersóna vinsælustu bókaraðar Fatímu. Við fáum stutt ágrip af þeim mörgum, með farsakenndu kynlífi og ofbeldi eins og vera ber, en skynjum um leið að þaðan hefur Friðsemd sínar heimildir um veruleikann. Hún tekur meira að segja allan bókaflokkinn með sér í ferðalagið, svona til öryggis.

En veruleikinn er skyndilega heimur nagandi einsemdar, þangað til hún heldur í sinn leiðangur og verður hægt og rólega að annarri manneskju. Inn í þetta blandast nýjar vinkonur, vélmennið Eintak Sandvík og ótal starfsmenn risafyrirtækisins SELÍS, sem fljótlega kemur í ljós að Fatima átti hlut í, en er svo dularfullt að enginn veit nákvæmlega hvað þau gera.

Reyfarakenndur raunveruleiki

Sagan fer vel með þessa vináttu tveggja ólíkra kvenna sem einhvern veginn skilja hvor aðra betur en sig sjálfa, af því í hinni sjá þær í raun andstæðu sína. Rétt eins og í Kul eftir Sunnu Dís Másdóttur finnur hún svo hálfgerðan tvífara vinkonunnar þegar líða tekur á söguna, tvífara sem hjálpar henni að átta sig á hlutunum. Friðsemd sjálf er svo skemmtilega skyld Guðbjörgu, aðalpersónu síðustu sögu Auðar Haralds, Hvað er drottinn að drolla? Báðar lifa þær afskaplega fábreyttu lífi og eyða frítímanum í bóklestur, þangað til lífið þeytir þeim í óvæntar áttir og skyndilega þurfa þær að láta reyna á allan þann fróðleik sem þær hafa úr öllum þessum bókum.

Þegar á líður fer svo raunveruleikinn að apa eftir skáldskapnum með því að verða sífellt reyfarakenndari, þótt hér sé búið að skipta út erótískum reyfurum fyrir vísindaskáldskap. Þannig er eins og Friðsemd breyti veruleikanum í örvæntingu sinni í þann farsakennda bókmenntaheim sem hún liggur í flesta daga.

Advokat Larsen skemmtilega háskaleg

Og þar misstígur sagan sig kannski aðeins, farsakenndur vísindaskáldskapurinn gengur aðeins of langt um leið og besti hluti bókarinnar, þessi forvitnilega rannsókn á vináttu Friðsemdar við ólíkar konur og hennar eigin einsemd, sá hluti grefst aðeins undir brakinu, en þar eru ótal þræðir sem hefði mátt þræða lengra. En það segi ég út af því að það sem er búið að þræða er svo heillandi og fallegt. Og ævintýri Advokat Larsen það skemmtilega háskaleg að maður væri alveg til í að serían yrði samin fyrir alvöru. Þetta er saga um lesanda sem notar bókmenntir til að skilja heiminn – og til að glæða hann lífi. Og hvað gerist þegar heimur slíks lesanda lifnar skyndilega við, þótt dauðsfall þurfi til.


Hnotskurn: Falleg saga um vináttu og einsemd, sem og ærslafengin paródía á formúlubókmenntir. Manni leiðist aldrei, þótt sagnagleði formúlubókmenntanna taki kannski aðeins völdin þegar á líður.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Þakklátur fyrir að vera á lífi
1
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
2
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
4
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
5
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
6
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár