„Ég er að leggja allt undir“

Kristrún Frosta­dótt­ir, formað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, stefn­ir með flokk sinn í rík­is­stjórn. „Auð­vit­að hef ég brugð­ist sem formað­ur í þess­um flokki ef við end­um með hægri stjórn,“ seg­ir hún. Það hafi skort virka póli­tíska stefnu al­veg frá hruni, póli­tískri ábyrgð hafi ver­ið út­vistað en nú sé tæki­færi til al­vöru breyt­inga.

Niðurstaða kosninganna á laugardag mun ákvarða stjórnarfar næstu tíu ára, segir Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar. Hún segist leggja allt undir í kosningunum nú og að það sé langt síðan tækifæri til alvöru breytinga á Íslandi hafi verið uppi í íslenskri pólitík. 

„Það er margt frábært við íslenskt samfélag og ég held að flest okkar sem búum hérna séum mjög stolt af Íslandi og viljum búa á Íslandi og viljum að hlutir gangi upp. Við viljum geta farið til útlanda, og sagt að við séum frá Íslandi, og við séum ánægð með það og þannig hefur held ég íslenska þjóðarsálin lengi verið. En það er ýmislegt sem er ekki að virka fyrir venjulegt fólk á Íslandi og það þarf ekki að vera þannig,“ segir Kristrún.

Það séu ákveðnir grunnþættir í kerfinu okkar sem eiginlega allir séu sammála um að séu ekki að ganga. „Það er staðan í heilbrigðiskerfinu, staðan á húsnæðismarkaði …

Kjósa
25
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Helga Óskarsdóttir skrifaði
    Auðvitað vill Samfylkingin breyta samfélaginu til hins betra. En Flokkur fólksins verður að vera í næstu ríkisstjórn fyrir aldraða því þeim nægir ekki að fá "legurými" þegar þeir gefast upp heldur vilja þeir fá að LIFA á meðan þeir eru á lífi og njóta ávaxtanna af því að hafa safnað í lífeyrissjóð alla ævi. Skerðingarnar hafa gert þann ávinning að engu! Það er merkilegt að Kristrún minnist aldrei á þetta, jú hún ætlar að hækka skerðingarmörkin úr 25.000 í 36.000! Hlægilegt! Flokkur fólksins vill hækka skerðingarmörkin í 100.000 og ekkert þak á atvinnutekjur! Það munar um það.
    -1
  • Reynir Vilhjálmsson skrifaði
    Mjög gott viðtal. Kristrún nefnir hér án umsvifa þau mál sem hægt er að ráðast í nú þegar. Það er mjög skynsamlegt sem hún segir um ESB. ESB getur gefið okkur ramma til framtíðar og ég held að við eigum ekkert val af öryggisástæðum en að ganga í sambandið. Hins vegar mun Brüssel ekki leysa okkar innri vandamál. Það er einmitt stefna bandalagsins að blanda sér ekki of mikið inn í gerð einstakra ríkja. Við sjáum þetta gjörla í sambandi við Pólland, Ungverjaland og fleiri lönd.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Formannaviðtöl

Tími jaðranna er ekki núna
ViðtalFormannaviðtöl

Tími jaðr­anna er ekki núna

Þor­gerð­ur Katrín Gunn­ars­dótt­ir er sá stjórn­mála­mað­ur sem mið­að við fylg­is­mæl­ing­ar og legu flokks­ins á hinum póli­tíska ás gæti helst lent í lyk­il­stöðu í stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræð­um að lokn­um þing­kosn­ing­um. Þor­gerð­ur boð­ar fækk­un ráðu­neyta, frek­ari sölu á Ís­lands­banka og sterk­ara geð­heil­brigðis­kerfi. Hún vill koma að rík­is­stjórn sem mynd­uð er út frá miðju og seg­ir nóg kom­ið af því að ólík­ir flokk­ar reyni að koma sér sam­an um stjórn lands­ins.
Allir verða sósíalistar fyrir kosningar
ViðtalFormannaviðtöl

All­ir verða sósí­al­ist­ar fyr­ir kosn­ing­ar

Hug­mynda­fræði sósí­al­ism­ans hef­ur ekki beð­ið skip­brot held­ur virð­ast all­ir flokk­ar verða sósíal­ísk­ari fyr­ir kosn­ing­ar. Þetta seg­ir Sanna Magda­lena Mörtu­dótt­ir, leið­togi Sósí­al­ista­flokks­ins, fyr­ir kom­andi þing­kosn­ing­ar. Hún seg­ir að eig­in reynsla af því að al­ast upp við fá­tækt sé drif­kraft­ur henn­ar og boð­ar rétt­lát­ara skatt­kerfi og stefnu­breyt­ingu í hús­næð­is­upp­bygg­ingu. Þar eigi hið op­in­bera að stíga inn og fjár­magna upp­bygg­ingu á fé­lags­leg­um grunni.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
„Kvenfrelsismál eru líka heilbrigðismál“
ViðtalFormannaviðtöl

„Kven­frels­is­mál eru líka heil­brigð­is­mál“

Staða Vinstri grænna er þung. Svandís Svavars­dótt­ir, formað­ur Vinstri grænna, ger­ir sér grein fyr­ir því að það sé á bratt­ann að sækja en seg­ir mik­inn þrótt og kraft í flokks­fólki. Hún sak­ar Bjarna Bene­dikts­son um trún­að­ar­brest í að­drag­anda stjórn­arslita sem olli því að Vinstri græn gátu ekki hugs­að sér að taka þátt í starfs­stjórn. Það sé full­gild spurn­ing hvort það hafi ver­ið of dýru verði keypt að vera í rík­is­stjórn­ar­sam­starfi með Sjálf­stæð­is­flokkn­um.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár