Niðurstaða kosninganna á laugardag mun ákvarða stjórnarfar næstu tíu ára, segir Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar. Hún segist leggja allt undir í kosningunum nú og að það sé langt síðan tækifæri til alvöru breytinga á Íslandi hafi verið uppi í íslenskri pólitík.
„Það er margt frábært við íslenskt samfélag og ég held að flest okkar sem búum hérna séum mjög stolt af Íslandi og viljum búa á Íslandi og viljum að hlutir gangi upp. Við viljum geta farið til útlanda, og sagt að við séum frá Íslandi, og við séum ánægð með það og þannig hefur held ég íslenska þjóðarsálin lengi verið. En það er ýmislegt sem er ekki að virka fyrir venjulegt fólk á Íslandi og það þarf ekki að vera þannig,“ segir Kristrún.
Það séu ákveðnir grunnþættir í kerfinu okkar sem eiginlega allir séu sammála um að séu ekki að ganga. „Það er staðan í heilbrigðiskerfinu, staðan á húsnæðismarkaði …
Athugasemdir (2)