Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

Listilega skrifuð skáldsaga

Með bóka­flokki sín­um um Odd­nýju er Krist­ín Óm­ars­dótt­ir að skapa eitt­hvað al­veg nýtt í ís­lensk­um bók­mennt­um – að mati Sölku Guð­munds­dótt­ur.

Listilega skrifuð skáldsaga
Kristín Ómarsdóttir „Lýsingar höfundar á þessari sólstöðuhátíð eru magnaðar, skrifaðar af næmni, krafti og húmor“
Bók

Móð­ur­ást: Draum­þing

Höfundur Kristín Ómarsdóttir
Forlagið – Mál og menning
160 blaðsíður
Gefðu umsögn

Skáldkonan Kristín Ómarsdóttir heldur hér áfram með skáldaða sögu langömmu sinnar, Oddnýjar Þorleifs- og Þuríðardóttur, en fyrir fyrstu bókina hlaut hún Fjöruverðlaunin fyrr á þessu ári. Fyrsta bókin bar nafnið Móðurást: Oddný en sú nýja kallast Móðurást: Draumþing, enda hverfist skáldsagan að miklu leyti um merkilega kvennasamkomu á sumarsólstöðum. Söguheimur Kristínar hefur ávallt komið á óvart, hvort sem um er að ræða skáldsögur, ljóð, leikverk hennar eða myndlist. Í bókaflokknum um Oddnýju horfir hún til fortíðar í gegnum allt annars konar linsu en við erum vön.

Þrátt fyrir að hafa greinilega lagst í umfangsmikla rannsóknarvinnu er hún óhrædd við að fara á skáldlegt flug og hrífa lesandann með sér.
Oddný Þorleifs- og Þuríðardóttir, fædd 1863, elst upp í Bræðratungu í
Biskupstungum og þegar hér er komið sögu er stúlkan á unglingsaldri. Líkt og móðurnafnið gefur til kynna eru konur, fjölskyldutengsl þeirra og samskipti sett í öndvegi í bókunum. Í fyrstu …

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár