Skáldkonan Kristín Ómarsdóttir heldur hér áfram með skáldaða sögu langömmu sinnar, Oddnýjar Þorleifs- og Þuríðardóttur, en fyrir fyrstu bókina hlaut hún Fjöruverðlaunin fyrr á þessu ári. Fyrsta bókin bar nafnið Móðurást: Oddný en sú nýja kallast Móðurást: Draumþing, enda hverfist skáldsagan að miklu leyti um merkilega kvennasamkomu á sumarsólstöðum. Söguheimur Kristínar hefur ávallt komið á óvart, hvort sem um er að ræða skáldsögur, ljóð, leikverk hennar eða myndlist. Í bókaflokknum um Oddnýju horfir hún til fortíðar í gegnum allt annars konar linsu en við erum vön.
Þrátt fyrir að hafa greinilega lagst í umfangsmikla rannsóknarvinnu er hún óhrædd við að fara á skáldlegt flug og hrífa lesandann með sér.
Oddný Þorleifs- og Þuríðardóttir, fædd 1863, elst upp í Bræðratungu í
Biskupstungum og þegar hér er komið sögu er stúlkan á unglingsaldri. Líkt og móðurnafnið gefur til kynna eru konur, fjölskyldutengsl þeirra og samskipti sett í öndvegi í bókunum. Í fyrstu …
Athugasemdir