Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

Kappræður Heimildarinnar og lýðræðishátíð

Kapp­ræð­ur Heim­ild­ar­inn­ar fara fram í Tjarn­ar­bíó þriðju­dag­inn 26. nóv­em­ber. Miða­sala hefst í dag. Fyr­ir kapp­ræð­urn­ar verð­ur lýð­ræð­is­há­tíð sleg­ið upp í fremri sal.

Kappræður Heimildarinnar og lýðræðishátíð
Ragnhildur Þrastardóttir og Aðalsteinn Kjartansson verða spyrlar á kappræðum Heimildarinnar sem fara fram á þriðjudag í Tjarnarbíói. Mynd: Golli

Kappræður Heimildarinnar fara fram þriðjudaginn 26. nóvember og hefjast klukkan 20. Fyrir svörum sitja leiðtogar flokka sem eru í framboði til Alþingis og mælast með 2,5 prósent fylgi eða meira í kosningaspá Heimildarinnar. Spyrlar eru Aðalsteinn Kjartansson og Ragnhildur Þrastardóttir. 

Áhorfendur verða í sal. Miðasala á kappræðurnar fer fram á TIX og hefst klukkan 10 í dag, fimmtudag. Bein útsending verður frá kappræðunum á vef Heimildarinnar.

Þá verður slegið upp lýðræðishátíð sem fer fram í fremri sal Tjarnarbíó og hefst klukkan 18. Aðgangur að lýðræðishátíðinni er ókeypis og er hún öllum opin. 

Húsið opnar klukkan 18 og verður opið fram á kvöld. Framboð til Alþingis sem mælast með 2,5 prósenta fylgi eða meira í kosningaspá Heimildarinnar munu þar fá úthlutuðu borði og geta sett upp varning, kynningarefni og verið með fulltrúa á staðnum sem ræða við gesti og gangandi. 

Formenn flokka sem bjóða fram til Alþingis og mælast með 2,5 prósenta fylgi eða meira hafa allir fengið boð um viðtal í Heimildinni til að kynna sín áherslumál, og þegar hafa fjögur þeirra verið birt. Sami rammi er um öll viðtölin og dregið var um dagsetningar. Formannaviðtölin birtast bæði í blöðum og á vefsíðu Heimildarinnar og hægt er að nálgast hljóðútgáfu af viðtölunum. 

Í blaðinu hefur einnig fjallað um helstu áherslumálin í komandi kosningum undir liðnum: Um hvað er kosið? Þegar hefur verið fjallað um húsnæðismál, utanríkismál, geðheilbrigði og verðhækkanir á matarkörfunni. 

Pressa, þjóðmálaþáttur Heimildarinnar, er í beinni útsendingu á föstudögum klukkan tólf á hádegi og er aðgengilegur áskrifendum á vefnum. Alþingismenn og frambjóðendur sitja fyrir svörum í Pressu fram að kosningum.

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Lofar stöðugleika til að ná niður 125 milljarða vaxtabyrði
5
Fréttir

Lof­ar stöð­ug­leika til að ná nið­ur 125 millj­arða vaxta­byrði

Rík­is­stjórn­in ætl­ar að ná halla­laus­um rekstri strax ár­ið 2027 en halli næsta árs verð­ur 15 millj­arð­ar, sam­kvæmt nýkynntu fjár­laga­frum­varpi. Það er um 11 millj­örð­um minni halli en gert hafði ver­ið ráð fyr­ir. Vaxta­gjöld rík­is­sjóðs nema nú 125 millj­örð­um króna á ári, sem jafn­gild­ir um 314 þús­und krón­um á hvern íbúa – hærri fjár­hæð en rekst­ur allra fram­halds­skóla og há­skóla lands­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár