Þessi grein birtist fyrir rúmlega 8 mánuðum.

Kappræður Heimildarinnar og lýðræðishátíð

Kapp­ræð­ur Heim­ild­ar­inn­ar fara fram í Tjarn­ar­bíó þriðju­dag­inn 26. nóv­em­ber. Miða­sala hefst í dag. Fyr­ir kapp­ræð­urn­ar verð­ur lýð­ræð­is­há­tíð sleg­ið upp í fremri sal.

Kappræður Heimildarinnar og lýðræðishátíð
Ragnhildur Þrastardóttir og Aðalsteinn Kjartansson verða spyrlar á kappræðum Heimildarinnar sem fara fram á þriðjudag í Tjarnarbíói. Mynd: Golli

Kappræður Heimildarinnar fara fram þriðjudaginn 26. nóvember og hefjast klukkan 20. Fyrir svörum sitja leiðtogar flokka sem eru í framboði til Alþingis og mælast með 2,5 prósent fylgi eða meira í kosningaspá Heimildarinnar. Spyrlar eru Aðalsteinn Kjartansson og Ragnhildur Þrastardóttir. 

Áhorfendur verða í sal. Miðasala á kappræðurnar fer fram á TIX og hefst klukkan 10 í dag, fimmtudag. Bein útsending verður frá kappræðunum á vef Heimildarinnar.

Þá verður slegið upp lýðræðishátíð sem fer fram í fremri sal Tjarnarbíó og hefst klukkan 18. Aðgangur að lýðræðishátíðinni er ókeypis og er hún öllum opin. 

Húsið opnar klukkan 18 og verður opið fram á kvöld. Framboð til Alþingis sem mælast með 2,5 prósenta fylgi eða meira í kosningaspá Heimildarinnar munu þar fá úthlutuðu borði og geta sett upp varning, kynningarefni og verið með fulltrúa á staðnum sem ræða við gesti og gangandi. 

Formenn flokka sem bjóða fram til Alþingis og mælast með 2,5 prósenta fylgi eða meira hafa allir fengið boð um viðtal í Heimildinni til að kynna sín áherslumál, og þegar hafa fjögur þeirra verið birt. Sami rammi er um öll viðtölin og dregið var um dagsetningar. Formannaviðtölin birtast bæði í blöðum og á vefsíðu Heimildarinnar og hægt er að nálgast hljóðútgáfu af viðtölunum. 

Í blaðinu hefur einnig fjallað um helstu áherslumálin í komandi kosningum undir liðnum: Um hvað er kosið? Þegar hefur verið fjallað um húsnæðismál, utanríkismál, geðheilbrigði og verðhækkanir á matarkörfunni. 

Pressa, þjóðmálaþáttur Heimildarinnar, er í beinni útsendingu á föstudögum klukkan tólf á hádegi og er aðgengilegur áskrifendum á vefnum. Alþingismenn og frambjóðendur sitja fyrir svörum í Pressu fram að kosningum.

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár